Hafró vaktar fjarsvæði laxeldis á Vestfjörðum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 8. janúar 2019 08:00 Hafrannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson var í leiðangri. Fréttablaðið/Pjetur Hafrannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson hefur nýlokið sínum fyrsta leiðangri í vöktun á fjarsvæðum laxeldis í Arnarfirði og á svæðum sem áhugi er fyrir í Ísafjarðardjúpi. „Í fullkomum heimi hefðum við viljað vera búnir að taka mikið af sýnum í Arnarfirði áður en laxeldi var hafið þar en við erum að byggja upp þekkingu um svæðið; reynslu og gögn til að geta fylgst betur með í framtíðinni,“ segir Hjalti Karlsson, sjávarlíffræðingur og verkefnastjóri hjá Hafrannsóknastofnun. Hjalti bætir því við að markmiðið með vöktun í Ísafjarðardjúpi sé að ná í grunnstöðu áður en fiskeldi hefst þar. Verkefnið lýtur að því að skoða umhverfisáhrif laxeldis fyrir utan svæðin undir og við laxeldiskvíar sem fyrirtækjunum sjálfum er ætlað að vakta lögum samkvæmt. „Þeim er ekki gert að vakta fjarsvæðin, sem eru þá kílómetra eða lengra frá kvíunum. Í þessu verkefni ætlum við okkur að gera það og vorum í okkar fyrsta leiðangri af þessu tagi,“ segir Hjalti. Hafrannsóknastofnun fékk styrk úr Umhverfssjóði sjókvíaeldis til að hefja verkefnið. „Í þessum fyrsta leiðangri fórum við á ótal staði í nokkurri fjarlægð og mikilli fjarlægð frá eldisstöðvum í Arnarfirði en í Ísafirði á svæðum þar sem menn hafa sýnt áhuga á að hefja eldi og í nágrenni við þau,“ segir Hjalti. Í leiðangrinum voru neðanjarðarmyndavélar settar niður á 23 stöðum í Arnarfirði og á yfir 40 stöðum í Ísafjarðardjúpi auk þess sem sýni voru tekin á hverjum stað. „Úr botngreipum fáum við sýni af botndýrum til greiningar til að átta okkur á stöðunni á lífríkinu og í framhaldinu að geta svo farið aftur á staðina með það fyrir augum að kanna hvort einhverjar breyt- ingar hafa orðið,“ segir Hjalti. Að sögn Hjalta munu niðurstöður þessa leiðangurs ekki liggja fyrir fyrr en seint á þessu ári en greining á botnsýnum sé tímafrek og kosti marga mannmánuði. Þó sé unnið að áfangaskýrslu sem skila þurfi til Umhverfissjóðsins snemma á árinu og vonast hann til að verkefnið muni njóta áframhaldandi fjármögnunar. Aðspurður segir Hjalti að vissulega væri gagnlegt að vera með vöktun af þessu tagi víðar um landið. Hún sé hins vegar ákaflega dýr og tímafrek í vinnslu. Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fleiri fréttir Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Sjá meira
Hafrannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson hefur nýlokið sínum fyrsta leiðangri í vöktun á fjarsvæðum laxeldis í Arnarfirði og á svæðum sem áhugi er fyrir í Ísafjarðardjúpi. „Í fullkomum heimi hefðum við viljað vera búnir að taka mikið af sýnum í Arnarfirði áður en laxeldi var hafið þar en við erum að byggja upp þekkingu um svæðið; reynslu og gögn til að geta fylgst betur með í framtíðinni,“ segir Hjalti Karlsson, sjávarlíffræðingur og verkefnastjóri hjá Hafrannsóknastofnun. Hjalti bætir því við að markmiðið með vöktun í Ísafjarðardjúpi sé að ná í grunnstöðu áður en fiskeldi hefst þar. Verkefnið lýtur að því að skoða umhverfisáhrif laxeldis fyrir utan svæðin undir og við laxeldiskvíar sem fyrirtækjunum sjálfum er ætlað að vakta lögum samkvæmt. „Þeim er ekki gert að vakta fjarsvæðin, sem eru þá kílómetra eða lengra frá kvíunum. Í þessu verkefni ætlum við okkur að gera það og vorum í okkar fyrsta leiðangri af þessu tagi,“ segir Hjalti. Hafrannsóknastofnun fékk styrk úr Umhverfssjóði sjókvíaeldis til að hefja verkefnið. „Í þessum fyrsta leiðangri fórum við á ótal staði í nokkurri fjarlægð og mikilli fjarlægð frá eldisstöðvum í Arnarfirði en í Ísafirði á svæðum þar sem menn hafa sýnt áhuga á að hefja eldi og í nágrenni við þau,“ segir Hjalti. Í leiðangrinum voru neðanjarðarmyndavélar settar niður á 23 stöðum í Arnarfirði og á yfir 40 stöðum í Ísafjarðardjúpi auk þess sem sýni voru tekin á hverjum stað. „Úr botngreipum fáum við sýni af botndýrum til greiningar til að átta okkur á stöðunni á lífríkinu og í framhaldinu að geta svo farið aftur á staðina með það fyrir augum að kanna hvort einhverjar breyt- ingar hafa orðið,“ segir Hjalti. Að sögn Hjalta munu niðurstöður þessa leiðangurs ekki liggja fyrir fyrr en seint á þessu ári en greining á botnsýnum sé tímafrek og kosti marga mannmánuði. Þó sé unnið að áfangaskýrslu sem skila þurfi til Umhverfissjóðsins snemma á árinu og vonast hann til að verkefnið muni njóta áframhaldandi fjármögnunar. Aðspurður segir Hjalti að vissulega væri gagnlegt að vera með vöktun af þessu tagi víðar um landið. Hún sé hins vegar ákaflega dýr og tímafrek í vinnslu.
Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fleiri fréttir Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Sjá meira