Sendlinum krossbrá þegar fjöldi lögreglumanna beið hans Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. janúar 2019 10:54 Sigurður segist hafa fengið þá hugmynd að fela amfetamín í taflmönnum. Töluverð vinna fór í að koma efnunum fyrir en lögregluyfirvöld virðast hafa lesið Sigurð eins og opna bók. Wikimedia Commons Jóhann Axel Viðarsson, 21 árs karlmaður sem í janúar í fyrra tók við meintum fíkniefnum sem stíluð voru á Skáksamband Íslands, segist ekki hafa áttað sig á alvarleika málsins fyrr en hann var handtekinn af miklum fjölda lögreglumanna. Jóhann Axel virðist hafa verið í hlutverki sendils í málinu. Sagðist Jóhann Axel hafa fengið skilaboð frá Hákoni Erni Bergmann að taka við sendingunni, greiða af henni toll og fara með hana að knattspyrnusvæði við Tungubakka í Mosfellsbæ.Taldi að um stera væri að ræða Sagði Jóhann Axel við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag að hann hefði talið að um stera væri að ræða. Þegar fjöldi lögreglumanna hefði handtekið hann áttaði hann sig í því að hann væri flæktur í alvarlegra mál. Vildi maðurinn meina að um þrjátíu lögreglumenn hefðu beðið hans. Jóhann Axel sagðist hafa skuldað Hákoni Erni þrjú hundruð þúsund krónur vegna fíkniefna sem hann hefði tekið í leyfisleysi frá Hákoni fyrir mörgum árum. Átti hann að sækja pakkann og afhenda hann og vera þá laus allra mála. Jóhann Axel segist hafa ályktað út frá upphæðinni að um stera væri að ræða því enginn heilvita maður myndi flækja sig í svo stórt mál, líkt og reyndin er í dag, fyrir jafn lága upphæð. Jóhann Axel var úrskurðaður í gæsluvarðhald í framhaldi af því að hann var handtekinn í janúar. Hann sagðist hafa farið í meðferð í apríl í fyrra og tekið líf sitt í gegn. Hann væri edrú í dag.Tjáði sig ekki Sigurður Kristinsson, sem ákærður er fyrir að hafa lagt á ráðin við innflutning á fimm kílóum af amfetamíni, kaus að tjá sig ekki frekar um málið í morgun. Hann hefur játað að hluta en er ósammála ákæruvaldinu um magn og styrkleika efnanna. Þá segir Hákon Örn Bergmann, sem ákærður er fyrir skipulagningu, hafa átt von á peningagreiðslu frá Sigurði vegna þriggja milljóna króna láns sem hann hafði veitt æskuvini sínum. Hann hefði verið meðvirkur með Sigurði vini sínum. Dómsmál Skáksambandsmálið Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Fleiri fréttir Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Sjá meira
Jóhann Axel Viðarsson, 21 árs karlmaður sem í janúar í fyrra tók við meintum fíkniefnum sem stíluð voru á Skáksamband Íslands, segist ekki hafa áttað sig á alvarleika málsins fyrr en hann var handtekinn af miklum fjölda lögreglumanna. Jóhann Axel virðist hafa verið í hlutverki sendils í málinu. Sagðist Jóhann Axel hafa fengið skilaboð frá Hákoni Erni Bergmann að taka við sendingunni, greiða af henni toll og fara með hana að knattspyrnusvæði við Tungubakka í Mosfellsbæ.Taldi að um stera væri að ræða Sagði Jóhann Axel við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag að hann hefði talið að um stera væri að ræða. Þegar fjöldi lögreglumanna hefði handtekið hann áttaði hann sig í því að hann væri flæktur í alvarlegra mál. Vildi maðurinn meina að um þrjátíu lögreglumenn hefðu beðið hans. Jóhann Axel sagðist hafa skuldað Hákoni Erni þrjú hundruð þúsund krónur vegna fíkniefna sem hann hefði tekið í leyfisleysi frá Hákoni fyrir mörgum árum. Átti hann að sækja pakkann og afhenda hann og vera þá laus allra mála. Jóhann Axel segist hafa ályktað út frá upphæðinni að um stera væri að ræða því enginn heilvita maður myndi flækja sig í svo stórt mál, líkt og reyndin er í dag, fyrir jafn lága upphæð. Jóhann Axel var úrskurðaður í gæsluvarðhald í framhaldi af því að hann var handtekinn í janúar. Hann sagðist hafa farið í meðferð í apríl í fyrra og tekið líf sitt í gegn. Hann væri edrú í dag.Tjáði sig ekki Sigurður Kristinsson, sem ákærður er fyrir að hafa lagt á ráðin við innflutning á fimm kílóum af amfetamíni, kaus að tjá sig ekki frekar um málið í morgun. Hann hefur játað að hluta en er ósammála ákæruvaldinu um magn og styrkleika efnanna. Þá segir Hákon Örn Bergmann, sem ákærður er fyrir skipulagningu, hafa átt von á peningagreiðslu frá Sigurði vegna þriggja milljóna króna láns sem hann hafði veitt æskuvini sínum. Hann hefði verið meðvirkur með Sigurði vini sínum.
Dómsmál Skáksambandsmálið Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Fleiri fréttir Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Sjá meira