Geir skilur fjölskylduna eftir í Þýskalandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. janúar 2019 11:00 Geir Sveinsson við undirritun samningsins. Mynd/akureyri-hand.is Geir Sveinsson tók um áramótin við sem þjálfari Akureyrarliðsins í Olís deild karla í handbolta en hann fór yfir stöðuna í viðtali á heimasíðu félagsins. „Ég var ekki að þjálfa og mér fannst þetta áhugaverð áskorun. Eftir að hafa velt þessu fyrir mér í nokkra daga ákvað ég að taka henni,“ sagði Geir Sveinsson. Geir tekur við starfi Sverre Andreas Jakobssonar sem hafði tekist að koma Akureyri upp úr fallsæti deildarinnar eftir slæma byrjun á tímabilinu. Akureyri er í 10. sæti Olís deildar karla, tveimur stigum á eftir KA (9. sæti) og einu stigi á undan Fram (11. sæti).Geir Sveinsson í sínu fyrsta viðtali sem þjálfari Akureyrarhttps://t.co/akT0ZIPJBk#VelkominnGeir#AkureyriHandbolti#handbolti#olisdeildinpic.twitter.com/txAqtEL9l1 — Akureyri Handboltafélag (@AkureyriH) January 6, 2019 Geir Sveinsson var búsettur erlendis en hann flytur frá Þýskalandi til Akureyrar. Geir á stóra fjölskyldu en hann kemur bara einn til Íslands. „Það voru fyrst og fremst fjölskylduástæður sem ég spáði í fram og til baka. Við erum búsett í Þýskalandi og það þurfti að ákveða hvort við ætluðum öll að fara eða hvað. Við ákváðum að fjölskyldan yrði áfram í Þýskalandi þennan vetur vegna skólagöngu barnanna. Ég kem því einn til Akureyrar og tek þetta að mér í nokkra mánuði með fjölskylduna búsetta erlendis. Svo sjáum við hvernig þetta þróast og hvernig næstu skref verða,“ segir Geir. Geir hefur ekki þjálfað í efstu deild á Íslandi í langan tíma en kveðst þó hafa fylgst vel með undanfarin ár. Geir var landsliðsþjálfari Íslands frá 2016 til 2018. „Ég fylgdist vel með deildinni sem landsliðsþjálfari, starfs míns vegna og er því vel kunnugur henni. Það eru ekki það miklar breytingar á leikmönnum í deildinni frá því ég var að þjálfa landsliðið. Ég hef fylgst með í vetur og nú sest maður fyrir framan tölvuna og skoðar það efni sem maður getur náð sér í til að átta sig á deildinni. Þetta er mjög spennandi og skemmtileg deild. Það er mikið um að vera og mikill uppgangur,“ segir Geir en hans sín á handboltann er ekki mjög flókin. „Handbolti er frekar einfaldur, hann gengur út á að vinna leiki og það er það sem við viljum gera. Vonandi göngum við öll í sömu átt; stuðningsmenn, þjálfarar, leikmenn og stjórn við að gera þetta sem best,“ segir Geir en það má lesa allt viðtalið við hann hér. Olís-deild karla Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Handbolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Valur | Stórleikur á Ásvöllum Þrír Argentínumenn fengu rautt spjald Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Strákarnir ferskir á æfingu í Zagreb Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Dagur og Aron mætast í kvöld og gætu mætt Íslandi Svona verður Ísland heimsmeistari Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sjá meira
Geir Sveinsson tók um áramótin við sem þjálfari Akureyrarliðsins í Olís deild karla í handbolta en hann fór yfir stöðuna í viðtali á heimasíðu félagsins. „Ég var ekki að þjálfa og mér fannst þetta áhugaverð áskorun. Eftir að hafa velt þessu fyrir mér í nokkra daga ákvað ég að taka henni,“ sagði Geir Sveinsson. Geir tekur við starfi Sverre Andreas Jakobssonar sem hafði tekist að koma Akureyri upp úr fallsæti deildarinnar eftir slæma byrjun á tímabilinu. Akureyri er í 10. sæti Olís deildar karla, tveimur stigum á eftir KA (9. sæti) og einu stigi á undan Fram (11. sæti).Geir Sveinsson í sínu fyrsta viðtali sem þjálfari Akureyrarhttps://t.co/akT0ZIPJBk#VelkominnGeir#AkureyriHandbolti#handbolti#olisdeildinpic.twitter.com/txAqtEL9l1 — Akureyri Handboltafélag (@AkureyriH) January 6, 2019 Geir Sveinsson var búsettur erlendis en hann flytur frá Þýskalandi til Akureyrar. Geir á stóra fjölskyldu en hann kemur bara einn til Íslands. „Það voru fyrst og fremst fjölskylduástæður sem ég spáði í fram og til baka. Við erum búsett í Þýskalandi og það þurfti að ákveða hvort við ætluðum öll að fara eða hvað. Við ákváðum að fjölskyldan yrði áfram í Þýskalandi þennan vetur vegna skólagöngu barnanna. Ég kem því einn til Akureyrar og tek þetta að mér í nokkra mánuði með fjölskylduna búsetta erlendis. Svo sjáum við hvernig þetta þróast og hvernig næstu skref verða,“ segir Geir. Geir hefur ekki þjálfað í efstu deild á Íslandi í langan tíma en kveðst þó hafa fylgst vel með undanfarin ár. Geir var landsliðsþjálfari Íslands frá 2016 til 2018. „Ég fylgdist vel með deildinni sem landsliðsþjálfari, starfs míns vegna og er því vel kunnugur henni. Það eru ekki það miklar breytingar á leikmönnum í deildinni frá því ég var að þjálfa landsliðið. Ég hef fylgst með í vetur og nú sest maður fyrir framan tölvuna og skoðar það efni sem maður getur náð sér í til að átta sig á deildinni. Þetta er mjög spennandi og skemmtileg deild. Það er mikið um að vera og mikill uppgangur,“ segir Geir en hans sín á handboltann er ekki mjög flókin. „Handbolti er frekar einfaldur, hann gengur út á að vinna leiki og það er það sem við viljum gera. Vonandi göngum við öll í sömu átt; stuðningsmenn, þjálfarar, leikmenn og stjórn við að gera þetta sem best,“ segir Geir en það má lesa allt viðtalið við hann hér.
Olís-deild karla Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Handbolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Valur | Stórleikur á Ásvöllum Þrír Argentínumenn fengu rautt spjald Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Strákarnir ferskir á æfingu í Zagreb Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Dagur og Aron mætast í kvöld og gætu mætt Íslandi Svona verður Ísland heimsmeistari Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sjá meira
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti