Meistararnir lögðu grunninn að nýju Öskubuskuævintýri Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. janúar 2019 09:30 Kraftaverkamaður. Foles hleypur hér af velli eftir leik í nótt. Hann fékk eina milljón dollara í bónus fyrir sigurinn. vísir/getty Philadelphia Eagles varð mjög óvænt meistari í NFL-deildinni á síðustu leiktíð og liðið er að vinna eftir sömu uppskrift í ár. Eagles vann aðeins níu leiki á tímabilinu en tapaði sjö. Liðið skreið í úrslitakeppnina og sótti Chcago Bears heim í nótt. Birnirnir unnu tólf leiki á tímabilinu og eru með bestu vörn deildarinnar. Þeir ætluðu sér því stóra hluti á þessari leiktíð. Eagles því litla liðið í rimmu gærkvöldsins með varaleikstjórnandann Nick Foles á vellinum. Rétt eins og á síðustu leiktíð en þá sprakk Foles út og tryggði þeim titilinn. Hann var svo kosinn besti leikmaður Super Bowl. Töfrarnir fylgja enn Foles í úrslitakeppninni og hann tryggði sínum mönnum 16-15 sigur með snertimarkssendingu á fjórðu tilraun er innan við mínúta var eftir af leiknum. Bears fékk tækifæri til þess að vinna í lokin en vallarmarkstilraun Cody Parkey fór í stöngina og svo niður á slána áður en boltinn skaust aftur inn á völlinn. Eins svekkjandi og það verður. Home and away radio calls from the final moments of #PHIvsCHI. #NFLPlayoffspic.twitter.com/AggnLoLhxk — NFL (@NFL) January 7, 2019 Öskubuskurnar frá Philadelphia heimsækja besta lið tímabilsins, New Orleans Saints, um næstu helgi og menn skulu fara varlega í að afskrifa Foles og félaga. LA Chargers tryggði sig einnig áfram í úrslitakeppninni í gær gegn arfaslöku liði Baltimore Ravens. Chargers með yfirburði allan tímann en gaf allt of mikið eftir í lokafjórðungnum. Svo mikið reyndar að Ravens hefði getað unnið leikinn í lokin en Chargers slapp með skrekkinn.Úrslit helgarinnar:Laugardagur: Houston-Indianapolis 7-21 Dallas-Seattle 24-22Sunnudagur: Baltimore-LA Chargers 17-23 Chicago-Philadelphia 15-16Átta liða úrslit:Laugardagur: Kansas City - Indianapolis LA Rams - Dallas CowboysSunnudagur: New England - LA Chargers New Orleans - Philadelphia NFL Ofurskálin Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Sjá meira
Philadelphia Eagles varð mjög óvænt meistari í NFL-deildinni á síðustu leiktíð og liðið er að vinna eftir sömu uppskrift í ár. Eagles vann aðeins níu leiki á tímabilinu en tapaði sjö. Liðið skreið í úrslitakeppnina og sótti Chcago Bears heim í nótt. Birnirnir unnu tólf leiki á tímabilinu og eru með bestu vörn deildarinnar. Þeir ætluðu sér því stóra hluti á þessari leiktíð. Eagles því litla liðið í rimmu gærkvöldsins með varaleikstjórnandann Nick Foles á vellinum. Rétt eins og á síðustu leiktíð en þá sprakk Foles út og tryggði þeim titilinn. Hann var svo kosinn besti leikmaður Super Bowl. Töfrarnir fylgja enn Foles í úrslitakeppninni og hann tryggði sínum mönnum 16-15 sigur með snertimarkssendingu á fjórðu tilraun er innan við mínúta var eftir af leiknum. Bears fékk tækifæri til þess að vinna í lokin en vallarmarkstilraun Cody Parkey fór í stöngina og svo niður á slána áður en boltinn skaust aftur inn á völlinn. Eins svekkjandi og það verður. Home and away radio calls from the final moments of #PHIvsCHI. #NFLPlayoffspic.twitter.com/AggnLoLhxk — NFL (@NFL) January 7, 2019 Öskubuskurnar frá Philadelphia heimsækja besta lið tímabilsins, New Orleans Saints, um næstu helgi og menn skulu fara varlega í að afskrifa Foles og félaga. LA Chargers tryggði sig einnig áfram í úrslitakeppninni í gær gegn arfaslöku liði Baltimore Ravens. Chargers með yfirburði allan tímann en gaf allt of mikið eftir í lokafjórðungnum. Svo mikið reyndar að Ravens hefði getað unnið leikinn í lokin en Chargers slapp með skrekkinn.Úrslit helgarinnar:Laugardagur: Houston-Indianapolis 7-21 Dallas-Seattle 24-22Sunnudagur: Baltimore-LA Chargers 17-23 Chicago-Philadelphia 15-16Átta liða úrslit:Laugardagur: Kansas City - Indianapolis LA Rams - Dallas CowboysSunnudagur: New England - LA Chargers New Orleans - Philadelphia
NFL Ofurskálin Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Sjá meira