Hefði viljað að varað væri við ofbeldisfullu efni í Skaupinu Lovísa Arnardóttir skrifar 7. janúar 2019 07:00 Anna Bentína Hermansen, starfskona Stígamóta, segir að framleiðendur Skaupsins hefðu getað varað við ofbeldi í Skaupinu. Fréttablaðið/daniel Starfskona Stígamóta segir mikilvægt að tekið sé tillit til brotaþola og hvaða áhrif efni sem sýnir ofbeldi geti haft á þau. Einfalt sé að birta viðvörun áður en efnið er sýnt í sjónvarpi. „Mér fannst skaupið ótrúlega beitt og var mjög sátt við það. Sátt við hversu mikið var einblínt á gerendur, en ekki þolendur. Það er mjög jákvætt. En ég hef heyrt út undan mér að þetta hafi „triggerað“ fólk því þetta var mjög bein ádeila,“ segir Anna Bentína Hermansen, starfskona Stígamóta, í samtali við Fréttablaðið. Talað er um [e. trigger warning] váhrif, eða kveikjur sem kveikja á endurminningum brotaþola um það ofbeldi sem þeir hafa verið beittir. Í áramótaskaupinu var mikil áhersla á kynferðisbrot og „ár perrans“ en ekki var neins staðar varað við efninu sem þar var sýnt. Anna segir að það sé mikilvægt að umræða fari af stað um slíkar kveikjur. Hún segir að hún fylgist vel með hópum þar sem brotaþolar ræða saman og bæði þar og á Twitter hafi hún séð umræðu um að skaupið hafi „triggerað“ brotaþola. „Þetta var óþægilegt fyrir marga og mér finnst alveg að það eigi að taka tillit til þess, skoða það og vilja gera betur,“ segir Anna. Hún segir að áhrif slíks efnis hafi ólík áhrif á hvern og einn og það sem „triggeri“ einn geti öðrum þótt lítið mál, og öfugt. „Það er líka annað með „triggeringar“ að þegar þú ert með áfallastreitu þá reynirðu að forðast allt sem minnir á viðburðinn, en það er hins vegar ekki gott að gera það endalaust. Það má alveg hafa í huga að við getum ekki farið þannig út í lífið. Það er alltaf eitthvað sem getur „triggerað“ okkur,“ segir Anna Bentína. Hún segir að ef til vill hefðu höfundar Áramótaskaupsins getað verið meðvitaðri og varað við. „Það hefði alveg mátt vera tilkynning að í skaupinu væru atriði sem innihéldu kynferðislegt ofbeldi eða frásagnir eða eitthvað slíkt. Það er mín skoðun,“ segir Anna Bentína. Hún segir að henni sjálfri finnist sjálfsagt að vara við slíku efni en segir að eflaust sé það ekki alltaf gert einfaldlega vegna þess að fólk er ekki nægilega meðvitað um áhrifin sem það geti haft á brotaþola. „En mér fannst þetta ótrúlega beitt skaup því það lýsti veruleikanum, því miður. Hvert einasta ár hefur verið ár perrans hingað til. Þeir fá að vaða uppi endalaust og ekkert gert. En núna er verið að afhjúpa þá og það er kannski bara sem betur fer,“ segir Anna Bentína að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir „Væri hægt að sýna annálinn þegar Skaupið á að vera“ Upptökur af samtali þingmanna á Klaustur Bar koma á óheppilegum tíma fyrir handritshöfunda Skaupsins en stefnt var að því að klára tökur í næstu viku. 30. nóvember 2018 21:26 Veruleikinn þurfti að víkja fyrir skáldskap á Klaustur bar Þetta var skemmtilegt hvernig veruleikinn þurfti að víkja fyrir fyrir skáldskapnum, Skaupinu, segir Jón Bjarki Magnússon blaðamaður. 7. desember 2018 22:00 Krísufundur hjá handritshöfundum Skaupsins Atburðarrás síðustu daga mun að öllum líkindum rata í Skaup allra landsmanna í ár. 30. nóvember 2018 17:50 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Starfskona Stígamóta segir mikilvægt að tekið sé tillit til brotaþola og hvaða áhrif efni sem sýnir ofbeldi geti haft á þau. Einfalt sé að birta viðvörun áður en efnið er sýnt í sjónvarpi. „Mér fannst skaupið ótrúlega beitt og var mjög sátt við það. Sátt við hversu mikið var einblínt á gerendur, en ekki þolendur. Það er mjög jákvætt. En ég hef heyrt út undan mér að þetta hafi „triggerað“ fólk því þetta var mjög bein ádeila,“ segir Anna Bentína Hermansen, starfskona Stígamóta, í samtali við Fréttablaðið. Talað er um [e. trigger warning] váhrif, eða kveikjur sem kveikja á endurminningum brotaþola um það ofbeldi sem þeir hafa verið beittir. Í áramótaskaupinu var mikil áhersla á kynferðisbrot og „ár perrans“ en ekki var neins staðar varað við efninu sem þar var sýnt. Anna segir að það sé mikilvægt að umræða fari af stað um slíkar kveikjur. Hún segir að hún fylgist vel með hópum þar sem brotaþolar ræða saman og bæði þar og á Twitter hafi hún séð umræðu um að skaupið hafi „triggerað“ brotaþola. „Þetta var óþægilegt fyrir marga og mér finnst alveg að það eigi að taka tillit til þess, skoða það og vilja gera betur,“ segir Anna. Hún segir að áhrif slíks efnis hafi ólík áhrif á hvern og einn og það sem „triggeri“ einn geti öðrum þótt lítið mál, og öfugt. „Það er líka annað með „triggeringar“ að þegar þú ert með áfallastreitu þá reynirðu að forðast allt sem minnir á viðburðinn, en það er hins vegar ekki gott að gera það endalaust. Það má alveg hafa í huga að við getum ekki farið þannig út í lífið. Það er alltaf eitthvað sem getur „triggerað“ okkur,“ segir Anna Bentína. Hún segir að ef til vill hefðu höfundar Áramótaskaupsins getað verið meðvitaðri og varað við. „Það hefði alveg mátt vera tilkynning að í skaupinu væru atriði sem innihéldu kynferðislegt ofbeldi eða frásagnir eða eitthvað slíkt. Það er mín skoðun,“ segir Anna Bentína. Hún segir að henni sjálfri finnist sjálfsagt að vara við slíku efni en segir að eflaust sé það ekki alltaf gert einfaldlega vegna þess að fólk er ekki nægilega meðvitað um áhrifin sem það geti haft á brotaþola. „En mér fannst þetta ótrúlega beitt skaup því það lýsti veruleikanum, því miður. Hvert einasta ár hefur verið ár perrans hingað til. Þeir fá að vaða uppi endalaust og ekkert gert. En núna er verið að afhjúpa þá og það er kannski bara sem betur fer,“ segir Anna Bentína að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir „Væri hægt að sýna annálinn þegar Skaupið á að vera“ Upptökur af samtali þingmanna á Klaustur Bar koma á óheppilegum tíma fyrir handritshöfunda Skaupsins en stefnt var að því að klára tökur í næstu viku. 30. nóvember 2018 21:26 Veruleikinn þurfti að víkja fyrir skáldskap á Klaustur bar Þetta var skemmtilegt hvernig veruleikinn þurfti að víkja fyrir fyrir skáldskapnum, Skaupinu, segir Jón Bjarki Magnússon blaðamaður. 7. desember 2018 22:00 Krísufundur hjá handritshöfundum Skaupsins Atburðarrás síðustu daga mun að öllum líkindum rata í Skaup allra landsmanna í ár. 30. nóvember 2018 17:50 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
„Væri hægt að sýna annálinn þegar Skaupið á að vera“ Upptökur af samtali þingmanna á Klaustur Bar koma á óheppilegum tíma fyrir handritshöfunda Skaupsins en stefnt var að því að klára tökur í næstu viku. 30. nóvember 2018 21:26
Veruleikinn þurfti að víkja fyrir skáldskap á Klaustur bar Þetta var skemmtilegt hvernig veruleikinn þurfti að víkja fyrir fyrir skáldskapnum, Skaupinu, segir Jón Bjarki Magnússon blaðamaður. 7. desember 2018 22:00
Krísufundur hjá handritshöfundum Skaupsins Atburðarrás síðustu daga mun að öllum líkindum rata í Skaup allra landsmanna í ár. 30. nóvember 2018 17:50