Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Grindavík 103-104 │Grindavík marði Blika eftir framlengingu Gabríel Sighvatsson í Smáranum og Kópavogi skrifa 6. janúar 2019 22:00 vísir/daníel Grindavík sótti Breiðablik heim í Dominos deild karla í kvöld. Þetta var fyrsti leikurinn eftir jólafrí og virtust Grindvíkingar ekki vera búnir að hrista jólaslenið af sér. Grindavík var þó nógu gott til að taka tvö stig í kvöld eftir mikla dramatík en mega teljast heppnir. Þeir byrjuðu betur og þetta virtist ætla að verða þægilegur leikur fyrir þá en annað kom á daginn. Munurinn varð sjaldan meiri en tíu stig og þegar Grindavík var komið með forskot, slokknaði á þeim og Breiðablik kom sér aftur inn í leikinn margoft. Þegar lítið var eftir tryggði Kofi Josephs Breiðablik framlengingu með þriggja stiga skoti og þar var enn hnífjafnt en eftir klaufalegt fríkast hjá Blikum náði Grindavík að landa sigri.Af hverju vann Grindavík? Þeir voru rétt svo nógu góðir. Þessir kaflar sem komu inn á milli spilaði Grindavík ágætlega sóknarlega en vörðust illa. Breiðablik átti fínar rispur og það var aldrei hægt að afskrifa þá, þrátt fyrir að þeir væru undir og það hefur varla verið þægilegt að horfa á þetta fyrir gestina.Hvað gekk illa? Það er erfitt að elta og Breiðablik fékk það hlutskipti í kvöld. Þeir voru eftir á á stigatöflunni mestmegnis en eiga hrós skilið fyrir að gefast ekki upp og þeir uppskáru fimm auka mínútur til að reyna við stigin tvö. Blikar geta verið súrir en þeir áttu fullt erindi í þennan leik og á öðrum degi hefði þeim kannski tekist verkið.Hverjir stóðu upp úr? Kofi Jospehs var stigahæstur hjá heimamönnum en hann skoraði 25 stig. Erlendur Stefánsson var með 22 stig. Jordy Kuiper fór í 31 stig hjá Grindvíkingum. Lewis Clinch Jr. var með 21 stig og 6 stoðsendingar.Hvað gerist næst? Breiðablik er enn á botninum og mæta Stjörnunni næst. Grindavík er komið upp að hlið Þórs frá Þorlákshöfn og þurfa að sýna betri spilamennsku gegn Skallagrími í næsta leik.Jóhann Þór: Heilt yfir var þetta lélegt Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur var afar ósáttur við spilamennskuna hjá sínum mönnum þrátt fyrir sigur. „Við vorum mjög slakir. Við vorum í erfiðleikum á móti svæðinu, við framkvæmdum sóknarleikinn okkar mjög illa á móti svæðinu. Það var ekki fyrr en í restina og í framlengingunni sem við fórum að sækja á körfuna.“ Grindavík var yfir megnið af leiknum en hleyptu Breiðablik alltaf aftur inn í leikinn sem þeir nýttu sér. „Okkur gekk mjög illa að halda okkur í mómentinu, létum það mikið fara í taugarnar á okkur að það gengi illa sóknarlega, þar af leiðandi var varnarleikurinn mjög slakur.“ „Fullt af svona hlutum sem við ráðum ekki við sem við vorum að fókusera allt of mikið á og þar af leiðandi vorum við lélegir og það sýndi sig í dag.“ Jóhann sagði að það þyrfti margt að bæta við spilamennskuna. „Við vorum í bölvuðu ströggli, slakir varnarlega og heilt yfir var þetta lélegt. Við þurfum að vera mikið ferskari mikið meira einbeittir og mikið, mikið betri. Við erum búnir að vera að vinna í ákveðnum hlutum, við fengum engin svör við þeim í kvöld þannig að við eigum langt í land.Pétur: Góðir í körfubolta en vantar reynslunaPétur Ingvarsson, þjálfari Breiðabliks, var óánægður með niðurstöðuna í kvöld. Í fyrsta leik á nýju ári fékk Breiðablik engin stig. „Niðurstaðan kannski sama og á síðasta ári, tap. Ég held það skipti ekki neinu máli hvernig þessar 40 eða 50 mínútur voru hjá okkur, þetta var tap.“ „Það vantar náttúrulega hjá okkur bandarískan leikmann og það munar svolítið um þá þannig að það er smá svigrúm til bætingar hjá okkur. Þetta er niðurstaðan í dag og við breytum henni ekki.“ Það munaði einungis einu stigi í liðunum í kvöld og það vantaði aðeins meira til að vinna leikinn. „Þegar maður er með svona ungt og óreynt lið þá vantar kannski bara eitt „play“, „reynsluplay“, brjóta á einhverjum og komast upp með það og í staðinn fyrir að fá á sig fjórðu (villu).“ „Við erum með ungt lið, spilum frábæran leik en töpum samt. Þetta er búið að vera svolítið þema hjá okkur. Þeir eru góðir í körfubolta en það vantar reynsluna.“ Pétri er alveg ljóst að liðið þarf að bæta sig ef ekki á að fara illa en Blikar eru á botninum með 2 stig. „Það verður eiginlega að gerast, ég reikna ekki með því að hin liðin verði lélegri og við þurfum að reyna að ná hinum liðunum.“ „Við þurfum að stökkva yfir 2,40 í hástökki til að jafna, ráin lækkar ekkert fyrir okkur. Það er erfitt að vinna leiki í þessari deild og við þurfum að bæta leik okkar töluvert til að eiga séns. Við þurfum að skora úr fleiri sóknum og stoppa fleiri í varnarleiknum, þá vinnum við.“ Dominos-deild karla
Grindavík sótti Breiðablik heim í Dominos deild karla í kvöld. Þetta var fyrsti leikurinn eftir jólafrí og virtust Grindvíkingar ekki vera búnir að hrista jólaslenið af sér. Grindavík var þó nógu gott til að taka tvö stig í kvöld eftir mikla dramatík en mega teljast heppnir. Þeir byrjuðu betur og þetta virtist ætla að verða þægilegur leikur fyrir þá en annað kom á daginn. Munurinn varð sjaldan meiri en tíu stig og þegar Grindavík var komið með forskot, slokknaði á þeim og Breiðablik kom sér aftur inn í leikinn margoft. Þegar lítið var eftir tryggði Kofi Josephs Breiðablik framlengingu með þriggja stiga skoti og þar var enn hnífjafnt en eftir klaufalegt fríkast hjá Blikum náði Grindavík að landa sigri.Af hverju vann Grindavík? Þeir voru rétt svo nógu góðir. Þessir kaflar sem komu inn á milli spilaði Grindavík ágætlega sóknarlega en vörðust illa. Breiðablik átti fínar rispur og það var aldrei hægt að afskrifa þá, þrátt fyrir að þeir væru undir og það hefur varla verið þægilegt að horfa á þetta fyrir gestina.Hvað gekk illa? Það er erfitt að elta og Breiðablik fékk það hlutskipti í kvöld. Þeir voru eftir á á stigatöflunni mestmegnis en eiga hrós skilið fyrir að gefast ekki upp og þeir uppskáru fimm auka mínútur til að reyna við stigin tvö. Blikar geta verið súrir en þeir áttu fullt erindi í þennan leik og á öðrum degi hefði þeim kannski tekist verkið.Hverjir stóðu upp úr? Kofi Jospehs var stigahæstur hjá heimamönnum en hann skoraði 25 stig. Erlendur Stefánsson var með 22 stig. Jordy Kuiper fór í 31 stig hjá Grindvíkingum. Lewis Clinch Jr. var með 21 stig og 6 stoðsendingar.Hvað gerist næst? Breiðablik er enn á botninum og mæta Stjörnunni næst. Grindavík er komið upp að hlið Þórs frá Þorlákshöfn og þurfa að sýna betri spilamennsku gegn Skallagrími í næsta leik.Jóhann Þór: Heilt yfir var þetta lélegt Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur var afar ósáttur við spilamennskuna hjá sínum mönnum þrátt fyrir sigur. „Við vorum mjög slakir. Við vorum í erfiðleikum á móti svæðinu, við framkvæmdum sóknarleikinn okkar mjög illa á móti svæðinu. Það var ekki fyrr en í restina og í framlengingunni sem við fórum að sækja á körfuna.“ Grindavík var yfir megnið af leiknum en hleyptu Breiðablik alltaf aftur inn í leikinn sem þeir nýttu sér. „Okkur gekk mjög illa að halda okkur í mómentinu, létum það mikið fara í taugarnar á okkur að það gengi illa sóknarlega, þar af leiðandi var varnarleikurinn mjög slakur.“ „Fullt af svona hlutum sem við ráðum ekki við sem við vorum að fókusera allt of mikið á og þar af leiðandi vorum við lélegir og það sýndi sig í dag.“ Jóhann sagði að það þyrfti margt að bæta við spilamennskuna. „Við vorum í bölvuðu ströggli, slakir varnarlega og heilt yfir var þetta lélegt. Við þurfum að vera mikið ferskari mikið meira einbeittir og mikið, mikið betri. Við erum búnir að vera að vinna í ákveðnum hlutum, við fengum engin svör við þeim í kvöld þannig að við eigum langt í land.Pétur: Góðir í körfubolta en vantar reynslunaPétur Ingvarsson, þjálfari Breiðabliks, var óánægður með niðurstöðuna í kvöld. Í fyrsta leik á nýju ári fékk Breiðablik engin stig. „Niðurstaðan kannski sama og á síðasta ári, tap. Ég held það skipti ekki neinu máli hvernig þessar 40 eða 50 mínútur voru hjá okkur, þetta var tap.“ „Það vantar náttúrulega hjá okkur bandarískan leikmann og það munar svolítið um þá þannig að það er smá svigrúm til bætingar hjá okkur. Þetta er niðurstaðan í dag og við breytum henni ekki.“ Það munaði einungis einu stigi í liðunum í kvöld og það vantaði aðeins meira til að vinna leikinn. „Þegar maður er með svona ungt og óreynt lið þá vantar kannski bara eitt „play“, „reynsluplay“, brjóta á einhverjum og komast upp með það og í staðinn fyrir að fá á sig fjórðu (villu).“ „Við erum með ungt lið, spilum frábæran leik en töpum samt. Þetta er búið að vera svolítið þema hjá okkur. Þeir eru góðir í körfubolta en það vantar reynsluna.“ Pétri er alveg ljóst að liðið þarf að bæta sig ef ekki á að fara illa en Blikar eru á botninum með 2 stig. „Það verður eiginlega að gerast, ég reikna ekki með því að hin liðin verði lélegri og við þurfum að reyna að ná hinum liðunum.“ „Við þurfum að stökkva yfir 2,40 í hástökki til að jafna, ráin lækkar ekkert fyrir okkur. Það er erfitt að vinna leiki í þessari deild og við þurfum að bæta leik okkar töluvert til að eiga séns. Við þurfum að skora úr fleiri sóknum og stoppa fleiri í varnarleiknum, þá vinnum við.“
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti