Vígahnöttur yfir Íslandi: „Líkt og eldflaugaárás frá Sauðárkróki“ Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 4. janúar 2019 14:30 Loftsteinn séður frá Ungverjalandi í ágúst í fyrra. myndin tengist fréttinni ekki beint. EPA/Peter Komka Loftsteinn sást yfir Íslandi í gærkvöldi. Steinninn skildi eftir sig bjarta slóð á á leið sinni suður eftir himninum og sprakk. Hann kann að vera úr Kvaðrantíta loftsteinadrífunni sem sást um allan heim í gær. Eðlisfræðivefurinn greinir frá því að loftsteinninn hafi sést um klukkan tuttugu mínútur í átta í gærkvöldi. Tilkynningar hafa borist um að steinninn hafa sést víða af landinu og að um mikið sjónarspil hafi verið að ræða.Klippa: Vígahnöttur yfir Íslandi Einn sem skilur eftir sig ummæli á facebook síðu Eðlisfræðivefsins segist hafa séð steininn á leið sinni frá Akureyri. Hann segist hafa séð miklar eldglæringar og litadýrð líkt og væri verið að gera eldflaugaárás frá Sauðárkróki eins og hann orðar það. Annar sem staddur var við Rauðavatn segir steininn hafa lýst upp himininn og horfið jafnskjótan. Maður staddur í Önundarfirði segist hafa séð bláan og fjólubláan ljóma á himni sem ferðaðist hratt yfir. „Þegar þeir verða svona bjartir kallast þeir vígahnettir,“ segir Sævar Helgi Bragason, ritstjóri stjörnufræðivefsins. „Þá á hann að skilja eftir sig smá rák og slíkt. Það er alveg útilokað að svona hnöttur sem lifði í svona skamman tíma hafi komið alla leið niður. Þannig að hann hefur fuðrað upp þarna langt fyrir ofan okkur. Í gær og í nótt var loftsteinadrífa í gangi sem heitir Kvaðrantítar og það gæti vel verið að þetta hafi verið steinn úr henni.“ Geimurinn Skagafjörður Tengdar fréttir Sást til loftsteins yfir Íslandi Loftsteinn sást yfir Vesturlandi í kvöld klukkan 19:40. 4. janúar 2019 00:44 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Loftsteinn sást yfir Íslandi í gærkvöldi. Steinninn skildi eftir sig bjarta slóð á á leið sinni suður eftir himninum og sprakk. Hann kann að vera úr Kvaðrantíta loftsteinadrífunni sem sást um allan heim í gær. Eðlisfræðivefurinn greinir frá því að loftsteinninn hafi sést um klukkan tuttugu mínútur í átta í gærkvöldi. Tilkynningar hafa borist um að steinninn hafa sést víða af landinu og að um mikið sjónarspil hafi verið að ræða.Klippa: Vígahnöttur yfir Íslandi Einn sem skilur eftir sig ummæli á facebook síðu Eðlisfræðivefsins segist hafa séð steininn á leið sinni frá Akureyri. Hann segist hafa séð miklar eldglæringar og litadýrð líkt og væri verið að gera eldflaugaárás frá Sauðárkróki eins og hann orðar það. Annar sem staddur var við Rauðavatn segir steininn hafa lýst upp himininn og horfið jafnskjótan. Maður staddur í Önundarfirði segist hafa séð bláan og fjólubláan ljóma á himni sem ferðaðist hratt yfir. „Þegar þeir verða svona bjartir kallast þeir vígahnettir,“ segir Sævar Helgi Bragason, ritstjóri stjörnufræðivefsins. „Þá á hann að skilja eftir sig smá rák og slíkt. Það er alveg útilokað að svona hnöttur sem lifði í svona skamman tíma hafi komið alla leið niður. Þannig að hann hefur fuðrað upp þarna langt fyrir ofan okkur. Í gær og í nótt var loftsteinadrífa í gangi sem heitir Kvaðrantítar og það gæti vel verið að þetta hafi verið steinn úr henni.“
Geimurinn Skagafjörður Tengdar fréttir Sást til loftsteins yfir Íslandi Loftsteinn sást yfir Vesturlandi í kvöld klukkan 19:40. 4. janúar 2019 00:44 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Sást til loftsteins yfir Íslandi Loftsteinn sást yfir Vesturlandi í kvöld klukkan 19:40. 4. janúar 2019 00:44