Luka Doncic með fleiri atkvæði en bæði Harden og Durant Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2019 16:00 Luka Doncic hefur slegið í gegn í NBA í vetur en þetta er hans fyrsta tímabil í deildinni. Getty/Kevork Djansezian Slóvenski nýliðinn Luka Doncic er einn af þeim sem hafa fengið flest atkvæði í kosningunni á leikmönnum í Stjörnuleik NBA-deildarinnar en kosningin er í fullum gangi. Luka Doncic hefur fengið fleiri atkvæði en stórstjörnur á borð við Kevin Durant, James Harden og Russell Westbrook. James Harden kemst ekki einu sinni í fimm manna lið Vesturdeildarinnar því Derrick Rose hjá Minnesota Timberwolves hefur fengið fleiri atkvæði en hann. Stjörnuleikurinn er þó ekki lengur leikur á milli Vesturstrandarinnar og Austurstrandarinnar. Í staðinn kjóst tveir vinsælustu leikmennirnir í lið. Eins og staðan er núna þá munu það vera LeBron James og Giannis Antetokounmpo sem kjósa í liðin í ár en í fyrra voru það LeBron og Stephen Curry. LeBron James er sá eini sem er kominn með yfir milljón atkvæði í kosningunni en stöðuna má sjá hér fyrir neðan.LeBron/Steph and Giannis/Kyrie lead the first returns of #NBAAllStar Voting 2019 presented by @Google! Vote on https://t.co/R6fBO5LSAS, the NBA App or by searching for your favorite player or team on Google. Vote now! https://t.co/gcW4K59HC0pic.twitter.com/JIZFyIC2Pu — 2019 NBA All-Star (@NBAAllStar) January 3, 2019Atvkæði aðdáenda gilda 50 prósent á móti 25 prósentum hjá öllum leikmönnum deildarinnar og 25 prósentum hjá fjölmiðlamönnum. Á hverju atkvæðaseðli er pláss fyirr tvo bakverði og svo þrjá leikmenn sem spila sem framherji eða miðherji. Kosningunni lýkur ekki fyrr en 21. janúar næstkomandi þannig að það er nóg eftir. Sjálfur stjörnuleikurinn fer fram í Charlotte í Norður-Karólínu 17. febrúar. Leikmennirnir sem kæmust í fimm manna liðin samkvæmt fyrstu tölum væru annarsvegar LeBron James, Luka Doncic, Kevin Durant, Stephen Curry og Derrick Rose en hinsvegar Giannis Antetokounmpo, Kawhi Leonard, Joel Embiid, Kyrie Irving og Dwyane Wade. Það eru ekki allir NBA-spekingar mjög hrifnir af þessum fyrstu tölum og þá sérstaklega hversu fá atkvæði James Harden fær. Það má sjá tvo þeirra fá tölurnar beint í æð hér fyrir neðan.The first results for All-Star fan voting are in, and Chauncey Billups and Amin Elhassan say the DISRESPECT is real pic.twitter.com/LnGzyUvzKg — Rachel Nichols (@Rachel__Nichols) January 3, 2019 NBA Mest lesið Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Sjá meira
Slóvenski nýliðinn Luka Doncic er einn af þeim sem hafa fengið flest atkvæði í kosningunni á leikmönnum í Stjörnuleik NBA-deildarinnar en kosningin er í fullum gangi. Luka Doncic hefur fengið fleiri atkvæði en stórstjörnur á borð við Kevin Durant, James Harden og Russell Westbrook. James Harden kemst ekki einu sinni í fimm manna lið Vesturdeildarinnar því Derrick Rose hjá Minnesota Timberwolves hefur fengið fleiri atkvæði en hann. Stjörnuleikurinn er þó ekki lengur leikur á milli Vesturstrandarinnar og Austurstrandarinnar. Í staðinn kjóst tveir vinsælustu leikmennirnir í lið. Eins og staðan er núna þá munu það vera LeBron James og Giannis Antetokounmpo sem kjósa í liðin í ár en í fyrra voru það LeBron og Stephen Curry. LeBron James er sá eini sem er kominn með yfir milljón atkvæði í kosningunni en stöðuna má sjá hér fyrir neðan.LeBron/Steph and Giannis/Kyrie lead the first returns of #NBAAllStar Voting 2019 presented by @Google! Vote on https://t.co/R6fBO5LSAS, the NBA App or by searching for your favorite player or team on Google. Vote now! https://t.co/gcW4K59HC0pic.twitter.com/JIZFyIC2Pu — 2019 NBA All-Star (@NBAAllStar) January 3, 2019Atvkæði aðdáenda gilda 50 prósent á móti 25 prósentum hjá öllum leikmönnum deildarinnar og 25 prósentum hjá fjölmiðlamönnum. Á hverju atkvæðaseðli er pláss fyirr tvo bakverði og svo þrjá leikmenn sem spila sem framherji eða miðherji. Kosningunni lýkur ekki fyrr en 21. janúar næstkomandi þannig að það er nóg eftir. Sjálfur stjörnuleikurinn fer fram í Charlotte í Norður-Karólínu 17. febrúar. Leikmennirnir sem kæmust í fimm manna liðin samkvæmt fyrstu tölum væru annarsvegar LeBron James, Luka Doncic, Kevin Durant, Stephen Curry og Derrick Rose en hinsvegar Giannis Antetokounmpo, Kawhi Leonard, Joel Embiid, Kyrie Irving og Dwyane Wade. Það eru ekki allir NBA-spekingar mjög hrifnir af þessum fyrstu tölum og þá sérstaklega hversu fá atkvæði James Harden fær. Það má sjá tvo þeirra fá tölurnar beint í æð hér fyrir neðan.The first results for All-Star fan voting are in, and Chauncey Billups and Amin Elhassan say the DISRESPECT is real pic.twitter.com/LnGzyUvzKg — Rachel Nichols (@Rachel__Nichols) January 3, 2019
NBA Mest lesið Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Sjá meira