Demókratar samþykktu að opna alríkisstofnanir Kjartan Kjartansson skrifar 4. janúar 2019 06:30 Nancy Pelosi tók við fundarhamri forseta fulltrúadeildarinnar þegar nýtt þing kom saman í gær. Vísir/EPA Nýr meirihluti demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti frumvörp í gær sem fjármagna rekstur alríkisstofnana sem hafa verið lokaðar frá því fyrir jól. Ekki er gert ráð fyrir fjármunum til landamæramúrsins sem Donald Trump forseti krefst og er talið nær öruggt að hann neiti að skrifa undir samþykki öldungadeildin frumvörpin. Ólíklegt er að samþykkt fulltrúadeildarinnar breyti nokkru fyrir þau hundruð þúsunda alríkisstarfsmanna sem hafa setið heima eða unnið launalaust frá því að fjármagn um þriðjungs alríkisstofnana þraut á miðnætti 21. desember. Mitch McConnell, leiðtogi meirihluta repúblikana í öldungadeildinni, segir að hann ætli ekki að taka útgjaldafrumvörp til umræðu nema ljóst sé að Trump forseti styðji þau. Tveir þingmenn flokksins þar hafa engu að síður kallað eftir því að bundinn verði endir á lokun alríkisstofnana, að sögn Washington Post. Þá sendi Hvíta húsið út yfirlýsingu í gær þar sem því var hótað að Trump beitti neitunarvaldi sínu fælu frumvörpin ekki í sér fjárveitingu til landamæramúrs.Biðja repúblikana um að taka já sem svari Þráteflið hófst þegar Trump forseti neitaði að skrifa undir útgjaldafrumvörp sem leiðtogar repúblikana og demókrata höfðu náð saman um fyrir jól þegar repúblikanar voru með meirihluta í báðum deildum þingsins. Trump krefst að minnsta kosti fimm milljarða dollara til landamæramúrsins sem hann vill reisa við suðurlandamærin. Bandaríkjaþing hefur ekki getað samþykkt full fjárlög fyrir alríkisstjórnina í lengri tíma og hefur því reglulega samþykkt bráðabirgðaútgjaldafrumvörp til þess að fjármagna rekstur stofnana á nokkurra vikna eða mánaða fresti. Þegar Trump drap frumvörpin fyrir jól stöðvaðist rekstur alríkisstofnananna vegna þess að fjárveitingar til þeirra kláruðust. Frumvörpin sem demókratar samþykktu í gær eru þau sömu og flokkarnir náðu saman um í öldungadeildinni fyrir jól. Þau hefðu fjármagnað rekstur nær allra stofnana sem lokuðust þá. „Það sem við biðjum repúblikana í öldungadeildinni um að gera er að taka „já“ sem svar. Við sendum þeim til baka nákvæmlega orð fyrir orð það sem þeir hafa samþykkt,“ sagði Nancy Pelosi, nýr forseti fulltrúadeildarinnar úr röðum demókrata. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Demókratar taka við völdum í fulltrúadeildinni Nancy Pelosi tók í dag við fundarhamri fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og verður þannig ein af valdamestu konum Bandaríkjanna 3. janúar 2019 19:36 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Sjá meira
Nýr meirihluti demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti frumvörp í gær sem fjármagna rekstur alríkisstofnana sem hafa verið lokaðar frá því fyrir jól. Ekki er gert ráð fyrir fjármunum til landamæramúrsins sem Donald Trump forseti krefst og er talið nær öruggt að hann neiti að skrifa undir samþykki öldungadeildin frumvörpin. Ólíklegt er að samþykkt fulltrúadeildarinnar breyti nokkru fyrir þau hundruð þúsunda alríkisstarfsmanna sem hafa setið heima eða unnið launalaust frá því að fjármagn um þriðjungs alríkisstofnana þraut á miðnætti 21. desember. Mitch McConnell, leiðtogi meirihluta repúblikana í öldungadeildinni, segir að hann ætli ekki að taka útgjaldafrumvörp til umræðu nema ljóst sé að Trump forseti styðji þau. Tveir þingmenn flokksins þar hafa engu að síður kallað eftir því að bundinn verði endir á lokun alríkisstofnana, að sögn Washington Post. Þá sendi Hvíta húsið út yfirlýsingu í gær þar sem því var hótað að Trump beitti neitunarvaldi sínu fælu frumvörpin ekki í sér fjárveitingu til landamæramúrs.Biðja repúblikana um að taka já sem svari Þráteflið hófst þegar Trump forseti neitaði að skrifa undir útgjaldafrumvörp sem leiðtogar repúblikana og demókrata höfðu náð saman um fyrir jól þegar repúblikanar voru með meirihluta í báðum deildum þingsins. Trump krefst að minnsta kosti fimm milljarða dollara til landamæramúrsins sem hann vill reisa við suðurlandamærin. Bandaríkjaþing hefur ekki getað samþykkt full fjárlög fyrir alríkisstjórnina í lengri tíma og hefur því reglulega samþykkt bráðabirgðaútgjaldafrumvörp til þess að fjármagna rekstur stofnana á nokkurra vikna eða mánaða fresti. Þegar Trump drap frumvörpin fyrir jól stöðvaðist rekstur alríkisstofnananna vegna þess að fjárveitingar til þeirra kláruðust. Frumvörpin sem demókratar samþykktu í gær eru þau sömu og flokkarnir náðu saman um í öldungadeildinni fyrir jól. Þau hefðu fjármagnað rekstur nær allra stofnana sem lokuðust þá. „Það sem við biðjum repúblikana í öldungadeildinni um að gera er að taka „já“ sem svar. Við sendum þeim til baka nákvæmlega orð fyrir orð það sem þeir hafa samþykkt,“ sagði Nancy Pelosi, nýr forseti fulltrúadeildarinnar úr röðum demókrata.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Demókratar taka við völdum í fulltrúadeildinni Nancy Pelosi tók í dag við fundarhamri fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og verður þannig ein af valdamestu konum Bandaríkjanna 3. janúar 2019 19:36 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Sjá meira
Demókratar taka við völdum í fulltrúadeildinni Nancy Pelosi tók í dag við fundarhamri fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og verður þannig ein af valdamestu konum Bandaríkjanna 3. janúar 2019 19:36