Hlutabréf í Apple féllu um tíu prósent Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. janúar 2019 23:00 Erfiðir dagar hjá Apple. Vísir/Getty Hlutabréf í bandaríska tæknirisanum Apple féllu um nærri tíu prósent í dag, daginn eftir að félagið gaf út afkomuviðvörun vegna verri sölu en reiknað var með á síðasta ársfjórðungi síðasta árs. BBC greinir frá. Í gær gaf Apple út að gert væri ráð fyrir að tekjur á síðasta ársfjórðungi ársins 2018 yrðu 84 milljarðar dala en gert hafði verið ráð fyrir tekjum upp á 89-93 milljörðum Bandaríkjadala. Afkomuviðvörðunin er talin valda sérstökum vonbrigðum þar sem síðasti ársfjórðungur ársins er yfirleitt sá sterkasti hjá fyrirtækjum á borð við Apple, enda nær hann yfir hátíðirnar þar sem sala er yfirleitt mikil. Gangi hin nýja spá Apple eftir þýðir það að tekjur félagsins á síðasta ársfjórðungi féllu um fimm prósent á milli ára en í bréfi til fjárfesta í gær sagði Tim Cook, forstjóri Apple, að rekja mætti vandræðin á síðasta árs til minnkandi sölu í Kína, Hong Kong og Taívan. Afkomuviðvörunin er sú fyrsta sem Apple sendir frá sér síðan árið 2002 og sú fyrsta sem fyrirtækið gefur út á snjallsímaöld, þ.e. frá því að fyrsti iPhone-inn var kynntur til sögunnar árið 2007. Apple Tengdar fréttir Apple sendir frá sér fyrstu afkomuviðvörun sína á snjallsímaöld Í bréfi sem Tim Cook forstjóri fyrirtækisins sendi hluthöfum í dag segir að stöðuna megi rekja til samdráttar á kínverskum mörkuðum. 2. janúar 2019 23:47 Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Hópuppsögn í Grindavík: „Erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu“ Viðskipti innlent Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Hlutabréf í bandaríska tæknirisanum Apple féllu um nærri tíu prósent í dag, daginn eftir að félagið gaf út afkomuviðvörun vegna verri sölu en reiknað var með á síðasta ársfjórðungi síðasta árs. BBC greinir frá. Í gær gaf Apple út að gert væri ráð fyrir að tekjur á síðasta ársfjórðungi ársins 2018 yrðu 84 milljarðar dala en gert hafði verið ráð fyrir tekjum upp á 89-93 milljörðum Bandaríkjadala. Afkomuviðvörðunin er talin valda sérstökum vonbrigðum þar sem síðasti ársfjórðungur ársins er yfirleitt sá sterkasti hjá fyrirtækjum á borð við Apple, enda nær hann yfir hátíðirnar þar sem sala er yfirleitt mikil. Gangi hin nýja spá Apple eftir þýðir það að tekjur félagsins á síðasta ársfjórðungi féllu um fimm prósent á milli ára en í bréfi til fjárfesta í gær sagði Tim Cook, forstjóri Apple, að rekja mætti vandræðin á síðasta árs til minnkandi sölu í Kína, Hong Kong og Taívan. Afkomuviðvörunin er sú fyrsta sem Apple sendir frá sér síðan árið 2002 og sú fyrsta sem fyrirtækið gefur út á snjallsímaöld, þ.e. frá því að fyrsti iPhone-inn var kynntur til sögunnar árið 2007.
Apple Tengdar fréttir Apple sendir frá sér fyrstu afkomuviðvörun sína á snjallsímaöld Í bréfi sem Tim Cook forstjóri fyrirtækisins sendi hluthöfum í dag segir að stöðuna megi rekja til samdráttar á kínverskum mörkuðum. 2. janúar 2019 23:47 Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Hópuppsögn í Grindavík: „Erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu“ Viðskipti innlent Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Apple sendir frá sér fyrstu afkomuviðvörun sína á snjallsímaöld Í bréfi sem Tim Cook forstjóri fyrirtækisins sendi hluthöfum í dag segir að stöðuna megi rekja til samdráttar á kínverskum mörkuðum. 2. janúar 2019 23:47