Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ávöxtun á íslenskum hlutabréfamarkaði hefur verið neikvæð þrjú ár í röð. Að mati greinenda endurspeglar minni ávöxtun að einhverju leyti breytt mat á rekstrarforsendum íslenskra fyrirtækja eins og lakari horfum í ferðaþjónustu og hærri launakostnaði. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Einnig segjum við frá aukafundi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis vegna samgöngumála á Vestfjörðum, við tölum við formann Félags sjúkraþjálfara sem harmar að fækka eigi tímum sem stórir hópar fái niðurgreidda í sjúkraþjálfun og ræðum við næringarfræðing sem hefur áhyggjur af hve mikið eldri borgarar léttast.

Við förum á kynningu hjá Félagi grænkera sem halda Veganúar hátíðlegan og skoðum aðstæður í Bláfjöllum - sem bjóða engan veginn upp á skíðaiðkun.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar kl. 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×