Apple sendir frá sér fyrstu afkomuviðvörun sína á snjallsímaöld Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. janúar 2019 23:47 Tim Cook, forstjóri Apple. Vísir/Getty Images Tæknirisinn Apple sendi í dag frá sér afkomuviðvörun eftir að í ljós kom að afkoma á fjórða ársfjórðungi 2018 yrði öllu lakari en spár höfðu gert ráð fyrir. Í bréfi sem Tim Cook forstjóri fyrirtækisins sendi hluthöfum í dag segir að stöðuna megi rekja til samdráttar á kínverskum mörkuðum, að því er fram kemur á vef The Guardian.Viðskipti með hlutabréf í Apple voru stöðvuð tímabundið í dag á meðan Cook fór yfir stöðuna með helstu hluthöfum. Bréf í fyrirtækinu féllu um 7,45 prósent þegar banninu var aflétt skömmu síðar. Í bréfi Cook til hluthafa segir m.a. að stjórnendur Apple hafi ekki getað séð fyrir hversu mikil áhrif samdráttur í kínversku efnahagslífi hefði á gengi fyrirtækisins. Þá sagðist hann þess einnig fullviss að viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína eigi hlut að máli og hafi áhrif þess endurspeglast í lakari kaupmætti kínverskra neytenda. Spár höfðu áður gert ráð fyrir að tekjur Apple næmu á bilinu 89-93 milljörðum Bandaríkjadala á fjórða ársfjórðungi 2018. Nú er hins vegar gert ráð fyrir að tekjur á fjórðungnum verði 84 milljarðar dala. Afkomuviðvörunin er sú fyrsta sem Apple sendir frá sér síðan árið 2002 og sú fyrsta sem fyrirtækið gefur út á snjallsímaöld, þ.e. frá því að fyrsti iPhone-inn var kynntur til sögunnar árið 2007. Apple Tengdar fréttir Apple gerir myndband um fallega jólahefð Íslendinga Bandaríski tæknirisinn Apple gerði jólamyndband í samstarfi við íslenskt listafólk. 26. desember 2018 11:08 Öflugari iPad og grænni Air Haustkynning Apple fór friðsamlega fram. 30. október 2018 15:30 Streisand hringdi í forstjóra Apple til að leiðrétta Siri Barbra Streisand mætti í Carpool Karaoke hjá James Corden í síðustu viku og skelltu þau tvö sér saman á rúntinn. 5. nóvember 2018 10:30 Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Tæknirisinn Apple sendi í dag frá sér afkomuviðvörun eftir að í ljós kom að afkoma á fjórða ársfjórðungi 2018 yrði öllu lakari en spár höfðu gert ráð fyrir. Í bréfi sem Tim Cook forstjóri fyrirtækisins sendi hluthöfum í dag segir að stöðuna megi rekja til samdráttar á kínverskum mörkuðum, að því er fram kemur á vef The Guardian.Viðskipti með hlutabréf í Apple voru stöðvuð tímabundið í dag á meðan Cook fór yfir stöðuna með helstu hluthöfum. Bréf í fyrirtækinu féllu um 7,45 prósent þegar banninu var aflétt skömmu síðar. Í bréfi Cook til hluthafa segir m.a. að stjórnendur Apple hafi ekki getað séð fyrir hversu mikil áhrif samdráttur í kínversku efnahagslífi hefði á gengi fyrirtækisins. Þá sagðist hann þess einnig fullviss að viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína eigi hlut að máli og hafi áhrif þess endurspeglast í lakari kaupmætti kínverskra neytenda. Spár höfðu áður gert ráð fyrir að tekjur Apple næmu á bilinu 89-93 milljörðum Bandaríkjadala á fjórða ársfjórðungi 2018. Nú er hins vegar gert ráð fyrir að tekjur á fjórðungnum verði 84 milljarðar dala. Afkomuviðvörunin er sú fyrsta sem Apple sendir frá sér síðan árið 2002 og sú fyrsta sem fyrirtækið gefur út á snjallsímaöld, þ.e. frá því að fyrsti iPhone-inn var kynntur til sögunnar árið 2007.
Apple Tengdar fréttir Apple gerir myndband um fallega jólahefð Íslendinga Bandaríski tæknirisinn Apple gerði jólamyndband í samstarfi við íslenskt listafólk. 26. desember 2018 11:08 Öflugari iPad og grænni Air Haustkynning Apple fór friðsamlega fram. 30. október 2018 15:30 Streisand hringdi í forstjóra Apple til að leiðrétta Siri Barbra Streisand mætti í Carpool Karaoke hjá James Corden í síðustu viku og skelltu þau tvö sér saman á rúntinn. 5. nóvember 2018 10:30 Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Apple gerir myndband um fallega jólahefð Íslendinga Bandaríski tæknirisinn Apple gerði jólamyndband í samstarfi við íslenskt listafólk. 26. desember 2018 11:08
Streisand hringdi í forstjóra Apple til að leiðrétta Siri Barbra Streisand mætti í Carpool Karaoke hjá James Corden í síðustu viku og skelltu þau tvö sér saman á rúntinn. 5. nóvember 2018 10:30