Enski boltinn

Solskjær líkir aukaspyrnum Rashford við spyrnur Ronaldo

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rashford átti þátt í báðum mörkum United í kvöld.
Rashford átti þátt í báðum mörkum United í kvöld. vísir/getty
„Þú verður að vera ánægður með fjóra sigra í fyrstu fjórum leikjunum,“ sagði Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær eftir 2-0 sigur Manchester United á Newcastle í kvöld.

„Við höfum ekki heldur fengið á okkur mark úr opnum leik en við vorum hægir í fyrri hálfleiknum í dag. Við stjórnuðum þó leiknum og vorum einbeittir og yfir höfuð var þetta fagmannleg frammistaða.“

„Á fimm mínúta kafla gáfum við þeim tvö til þrjú færi en náðum svo tökum aftur. Newcastle er frábært félag með frábæra stuðningsmenn og þú reiknar með að þeir sæki en Lindelöf og Jones voru frábærir.“

Fyrsta mark United skoraði Lukaku stuttu eftir að hafa komið inn á sem varamaður en markið skoraði hann eftir að Martin Dubravka, markvörður Newcastle, hélt ekki aukaspyrnu Marcus Rashford.

„Rashford er með skotin hans Ronaldo. Þetta flýgur bara eitthvert en mér líkaði markið hans í dag. Hann var rólegur og lagði bara boltann í netið. Vel gert.“

„Hann er bara 21 árs og Paul Pogba hefur einnig verið gífurlega öflugur fyrir okkur,“ sagði Norðmaðurinn kampakátur í leikslok.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×