Fólki í fæðingarorlofi sagt upp og VR vill svör Sigurður Mikael Jónsson skrifar 3. janúar 2019 06:15 Skúli Mogensen neyddist til að segja upp rúmlega hundrað starfsmönnum WOW air í desember. Hluti þeirra hefur leitað til VR. Fréttablaðið/Anton Brink Verkalýðsfélagið VR hefur undanfarið fengið nokkur mál starfsmanna WOW air inn á sín borð vegna hópuppsagnanna hjá flugfélaginu í síðasta mánuði. Málin eiga það sameiginlegt að þar eru starfsmenn í fæðingarorlofi að kanna rétt sinn. Framkvæmdastjóri VR segir almennt ólöglegt að segja fólki upp í fæðingarorlofi nema gildar ástæður séu gefnar í skriflegum rökstuðningi. Þann rökstuðning hafi vantað frá WOW. „Það hafa nokkrir leitað til okkar sem svo var ástatt um og það er verið að kalla eftir rökstuðningi fyrir uppsögninni. Þegar fólki í fæðingarorlofi er sagt upp þarf að fylgja rökstuðningur,“ segir Stefán Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri VR, aðspurður um málin. Hann vísar til 30. greinar laga um fæðingarorlof þar sem segir að óheimilt sé að segja starfsmanni upp störfum vegna þessa að hann hefur tilkynnt um fyrirhugaða töku fæðingar- eða foreldraorlofs eða er í fæðingar- eða foreldraorlofi nema gildar ástæður séu fyrir hendi og skal þá skriflegur rökstuðningur fylgja uppsögninni. Sama gildir um uppsagnir þungaðra kvenna og kvenna sem nýlega hafa alið barn. „Meginreglan er sú að það er bannað að segja fólki upp í fæðingarorlofi. Það er meginreglan, en það er heimilt ef gildar ástæður eru fyrir hendi eins og lögin segja, þá þarf þennan skriflega rökstuðning. Það er verið að kalla eftir honum og bíða.“ Þann 13. desember síðastliðinn greindi Fréttablaðið.is fyrst frá því að yfirvofandi væru stórfelldar uppsagnir og uppstokkun hjá WOW air. Svo fór að síðar þann dag tilkynnti félagið að 111 fastráðnum starfsmönnum hefði verið sagt upp og að samningar við verktaka og tímabundna starfsmenn yrðu ekki endurnýjaðir. Þá var fækkað verulega í flugvélaflota félagsins. „WOW air telur gildar ástæður vera fyrir þeim uppsögnum sem félagið fór í í desember og er í góðum samskiptum við stéttarfélög vegna uppsagnanna,“ segir í skriflegu svari WOW air við fyrirspurn Fréttablaðsins vegna málsins.Mynd/VR Birtist í Fréttablaðinu WOW Air Tengdar fréttir Tvö flugfélög keyptu flugtíma WOW Air á Gatwick Nýuppfærðar upplýsingar yfir lendingarleyfi í Bretlandi sýna að breska flugfélagið easyJet og ungverska flugfélagið Wizz air hafi keypt flugtíma WOW Air. 27. desember 2018 18:44 Á fjórða hundrað missa vinnuna hjá WOW air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, segir að dagurinn í dag sé sorglegur en nauðsynlegur til þess að tryggja framtíð flugfélagsins. 13. desember 2018 12:09 Taka lokahnykkinn í endurskipulagningu WOW air Við erum í miklum samskiptum við skuldabréfaeigendurna um þessar mundir og vinnum sameiginlega að ná því marki, segir Skúli Mogensen. 21. desember 2018 13:30 Færsluhirðir WOW air heldur meiru eftir af fjárhæð fargjalda Færsluhirðir WOW air heldur nú eftir umtalsvert stærri hluta en áður af fargjöldum sem farþegar flugfélagsins greiða þangað til flugferð hefur verið farin. 19. desember 2018 07:15 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Verkalýðsfélagið VR hefur undanfarið fengið nokkur mál starfsmanna WOW air inn á sín borð vegna hópuppsagnanna hjá flugfélaginu í síðasta mánuði. Málin eiga það sameiginlegt að þar eru starfsmenn í fæðingarorlofi að kanna rétt sinn. Framkvæmdastjóri VR segir almennt ólöglegt að segja fólki upp í fæðingarorlofi nema gildar ástæður séu gefnar í skriflegum rökstuðningi. Þann rökstuðning hafi vantað frá WOW. „Það hafa nokkrir leitað til okkar sem svo var ástatt um og það er verið að kalla eftir rökstuðningi fyrir uppsögninni. Þegar fólki í fæðingarorlofi er sagt upp þarf að fylgja rökstuðningur,“ segir Stefán Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri VR, aðspurður um málin. Hann vísar til 30. greinar laga um fæðingarorlof þar sem segir að óheimilt sé að segja starfsmanni upp störfum vegna þessa að hann hefur tilkynnt um fyrirhugaða töku fæðingar- eða foreldraorlofs eða er í fæðingar- eða foreldraorlofi nema gildar ástæður séu fyrir hendi og skal þá skriflegur rökstuðningur fylgja uppsögninni. Sama gildir um uppsagnir þungaðra kvenna og kvenna sem nýlega hafa alið barn. „Meginreglan er sú að það er bannað að segja fólki upp í fæðingarorlofi. Það er meginreglan, en það er heimilt ef gildar ástæður eru fyrir hendi eins og lögin segja, þá þarf þennan skriflega rökstuðning. Það er verið að kalla eftir honum og bíða.“ Þann 13. desember síðastliðinn greindi Fréttablaðið.is fyrst frá því að yfirvofandi væru stórfelldar uppsagnir og uppstokkun hjá WOW air. Svo fór að síðar þann dag tilkynnti félagið að 111 fastráðnum starfsmönnum hefði verið sagt upp og að samningar við verktaka og tímabundna starfsmenn yrðu ekki endurnýjaðir. Þá var fækkað verulega í flugvélaflota félagsins. „WOW air telur gildar ástæður vera fyrir þeim uppsögnum sem félagið fór í í desember og er í góðum samskiptum við stéttarfélög vegna uppsagnanna,“ segir í skriflegu svari WOW air við fyrirspurn Fréttablaðsins vegna málsins.Mynd/VR
Birtist í Fréttablaðinu WOW Air Tengdar fréttir Tvö flugfélög keyptu flugtíma WOW Air á Gatwick Nýuppfærðar upplýsingar yfir lendingarleyfi í Bretlandi sýna að breska flugfélagið easyJet og ungverska flugfélagið Wizz air hafi keypt flugtíma WOW Air. 27. desember 2018 18:44 Á fjórða hundrað missa vinnuna hjá WOW air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, segir að dagurinn í dag sé sorglegur en nauðsynlegur til þess að tryggja framtíð flugfélagsins. 13. desember 2018 12:09 Taka lokahnykkinn í endurskipulagningu WOW air Við erum í miklum samskiptum við skuldabréfaeigendurna um þessar mundir og vinnum sameiginlega að ná því marki, segir Skúli Mogensen. 21. desember 2018 13:30 Færsluhirðir WOW air heldur meiru eftir af fjárhæð fargjalda Færsluhirðir WOW air heldur nú eftir umtalsvert stærri hluta en áður af fargjöldum sem farþegar flugfélagsins greiða þangað til flugferð hefur verið farin. 19. desember 2018 07:15 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Tvö flugfélög keyptu flugtíma WOW Air á Gatwick Nýuppfærðar upplýsingar yfir lendingarleyfi í Bretlandi sýna að breska flugfélagið easyJet og ungverska flugfélagið Wizz air hafi keypt flugtíma WOW Air. 27. desember 2018 18:44
Á fjórða hundrað missa vinnuna hjá WOW air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, segir að dagurinn í dag sé sorglegur en nauðsynlegur til þess að tryggja framtíð flugfélagsins. 13. desember 2018 12:09
Taka lokahnykkinn í endurskipulagningu WOW air Við erum í miklum samskiptum við skuldabréfaeigendurna um þessar mundir og vinnum sameiginlega að ná því marki, segir Skúli Mogensen. 21. desember 2018 13:30
Færsluhirðir WOW air heldur meiru eftir af fjárhæð fargjalda Færsluhirðir WOW air heldur nú eftir umtalsvert stærri hluta en áður af fargjöldum sem farþegar flugfélagsins greiða þangað til flugferð hefur verið farin. 19. desember 2018 07:15