Enski boltinn

Solskjær í hóp með Sir Matt Busby

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ole Gunnar er að gera flotta hluti með United.
Ole Gunnar er að gera flotta hluti með United. vísir/getty
Ole Gunnar Solskjær komst í góðan hóp í kvöld er hann vann sinn fjórða leik sem stjóri Manchester United.

Norðmaðurinn var ráðinn stjóri United út leiktíðina 19. desember eftir að Jose Mourinho hafði verið rekinn úr starfi skömmu áður. Þá var staðan ekki góð.

Síðan þá hefur United spilað fjóra leiki og unnið þá alla. Tólf stig í síðustu fjórum leikjum, fjórtán mörk skoruð og einungis þrjú mörk fengin á sig.

Með sigrinum í kvöld kemst Solskjær í hóp með Sir Matt Busby en þeir eru einu stjórar United sem hafa unnið fyrstu fjóra leiki sína í deildinni sem stjórar liðsins.

Matt Busby stýrði United frá 1945-1969 og svo aftur í eitt ár frá 1970-1971 en í fyrra skiptið vann Matt Busby fyrstu fjóra leikina sína sem stjóri liðsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×