Óvíst hvað viðgerðir á holum á Hellisheiði þoli lengi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. janúar 2019 19:15 Óvíst er hvað bráðabirgðaviðgerð á vegklæðningu á Suðurlandsvegi dugir lengi en að minnsta kosti tíu ökumenn sprengdu dekk á bíl sínum eftir að hafa ekið í holur á veginum í morgun. Rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Suðurlandi segist ekki búast við varanlegri viðgerð fyrr en í vor. Töluverð umferð var um Suðurlandsveg snemma í morgun. Bæði Vegagerðin og lögreglan fengu fjölmargar tilkynningar vegna skemmda á veginum enda aðstæður ekki hinar ákjósanlegustu. Rigning, mikil þoka og lélegt skyggni var á Hellisheiði og holurnar ekki auðsjáanlegar. Holurnar í veginum voru á þeim stað þar sem vegurinn er einbreiður til vesturs og víravegrið aðskilur akstursstefnur. Við þær aðstæður var ekki hægt að fara í vegkantinn til þess að skipta um dekk og óku sumir ökumenn á sprungnu dekki niður undir vegamótin við Hellisheiðarvirkjun til þess að skipta um dekk án þess að vera í hættu.Karel Fannar Sveinbjörnsson hóf daginn á því að skipta um dekk á bílnum sínum eftir að hafa keyrt í holu á Hellisheiði.Vísir/Stöð 2Það er ekki skemmtilegt að lenda í þessu í morgunsárið? „Nei, sérstaklega ekki þegar maður á að vera mættur í vinnu. Það er ekki gaman að vera að skipta um dekk á miðri heiðinni. Alltof seinn í vinnu,“ sagði Karel Fannar Sveinbjörnsson á meðan hann skipti um dekk á bíl sínum í morgun.Voru margir sem að lentu í þessu? „Um það bil tíu bílar. Það voru allavega margir bílar stopp úti í vegkanti að skipta og löggan var komin frekar snemma,“ sagði Karel. Páll Halldórsson, rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Selfossi sagði samtali við fréttastofu í dag að starfsmenn stofnunarinnar hafi gert bráðabirgðaviðgerð á þeim stöðum þar sem holurnar voru verstar. Ekki er líklegt að farið verði í varanlegar viðgerðir fyrr en í vor. Hann sagði að á þremur stöðum á Hellisheiði sé vegurinn slæmur á um tveggja kílómetra kafla á hverjum stað. „Það er mjög asnalegt að Þjóðvegur 1 sé svona. Það er ekki boðlegt fyrir fólk sem þarf að keyra á milli Selfoss og Reykjavíkur í vinnu,“ sagði Karel. Búið er að leggja nýja klæðningu á veginn til austurs en fréttastofan skoðaði aðstæður aftur á vettvangi í dag eftir að birta tók. Nú er spurning við viðgerðirnar duga lengi.Lögregla vaktaði staðinn þar til starfsmenn Vgeagerðarinnar holufylltuVísir/JóhannK Samgöngur Tengdar fréttir Sprungin dekk í Skíðaskálabrekkunni vegna holu á versta stað Nokkur fjöldi ökumanna á leiðinni til höfuðborgarinnar urðu fyrir þeim leiðindum að sprakk á dekki þeirra á leið niður Skíðaskálabrekkuna í Hveradal í morgun. 2. janúar 2019 08:30 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Sjá meira
Óvíst er hvað bráðabirgðaviðgerð á vegklæðningu á Suðurlandsvegi dugir lengi en að minnsta kosti tíu ökumenn sprengdu dekk á bíl sínum eftir að hafa ekið í holur á veginum í morgun. Rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Suðurlandi segist ekki búast við varanlegri viðgerð fyrr en í vor. Töluverð umferð var um Suðurlandsveg snemma í morgun. Bæði Vegagerðin og lögreglan fengu fjölmargar tilkynningar vegna skemmda á veginum enda aðstæður ekki hinar ákjósanlegustu. Rigning, mikil þoka og lélegt skyggni var á Hellisheiði og holurnar ekki auðsjáanlegar. Holurnar í veginum voru á þeim stað þar sem vegurinn er einbreiður til vesturs og víravegrið aðskilur akstursstefnur. Við þær aðstæður var ekki hægt að fara í vegkantinn til þess að skipta um dekk og óku sumir ökumenn á sprungnu dekki niður undir vegamótin við Hellisheiðarvirkjun til þess að skipta um dekk án þess að vera í hættu.Karel Fannar Sveinbjörnsson hóf daginn á því að skipta um dekk á bílnum sínum eftir að hafa keyrt í holu á Hellisheiði.Vísir/Stöð 2Það er ekki skemmtilegt að lenda í þessu í morgunsárið? „Nei, sérstaklega ekki þegar maður á að vera mættur í vinnu. Það er ekki gaman að vera að skipta um dekk á miðri heiðinni. Alltof seinn í vinnu,“ sagði Karel Fannar Sveinbjörnsson á meðan hann skipti um dekk á bíl sínum í morgun.Voru margir sem að lentu í þessu? „Um það bil tíu bílar. Það voru allavega margir bílar stopp úti í vegkanti að skipta og löggan var komin frekar snemma,“ sagði Karel. Páll Halldórsson, rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Selfossi sagði samtali við fréttastofu í dag að starfsmenn stofnunarinnar hafi gert bráðabirgðaviðgerð á þeim stöðum þar sem holurnar voru verstar. Ekki er líklegt að farið verði í varanlegar viðgerðir fyrr en í vor. Hann sagði að á þremur stöðum á Hellisheiði sé vegurinn slæmur á um tveggja kílómetra kafla á hverjum stað. „Það er mjög asnalegt að Þjóðvegur 1 sé svona. Það er ekki boðlegt fyrir fólk sem þarf að keyra á milli Selfoss og Reykjavíkur í vinnu,“ sagði Karel. Búið er að leggja nýja klæðningu á veginn til austurs en fréttastofan skoðaði aðstæður aftur á vettvangi í dag eftir að birta tók. Nú er spurning við viðgerðirnar duga lengi.Lögregla vaktaði staðinn þar til starfsmenn Vgeagerðarinnar holufylltuVísir/JóhannK
Samgöngur Tengdar fréttir Sprungin dekk í Skíðaskálabrekkunni vegna holu á versta stað Nokkur fjöldi ökumanna á leiðinni til höfuðborgarinnar urðu fyrir þeim leiðindum að sprakk á dekki þeirra á leið niður Skíðaskálabrekkuna í Hveradal í morgun. 2. janúar 2019 08:30 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Sjá meira
Sprungin dekk í Skíðaskálabrekkunni vegna holu á versta stað Nokkur fjöldi ökumanna á leiðinni til höfuðborgarinnar urðu fyrir þeim leiðindum að sprakk á dekki þeirra á leið niður Skíðaskálabrekkuna í Hveradal í morgun. 2. janúar 2019 08:30