Hún fær miklu minna borgað en hinir aðstoðarþjálfararnir í NBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. janúar 2019 10:30 Kristi Toliver. Vísir/Getty Umræður um launamál kynjanna í bandaríska körfuboltanum hafa verið í fjölmiðlum að undanförnum í tengslum við ósætti leikmanna WNBA með kjör sín. Í framhaldi hafa bandarískir blaðamenn verið að skoða fleiri mál þar sem karla og konur eru að sinna sömu störfum í NBA-deildinni. Blaðamaður New York Times hefur þannig skrifað um stöðu mála hjá Kristi Toliver sem er aðstoðarþjálfari hjá liði Washington Wizards. Toliver réði sig í stöðuna í haust en hún er fyrsti leikmaðurinn í WNBA sem starfar sem aðstoðarþjálfari í NBA á sama tíma. Munur á launum hennar og svo kolleganna hefur aftur á móti hneykslað marga.Yeah, this is ridiculous. “Kristi Toliver, an NBA Assistant Who’s Paid Like an Intern” - The New York Times https://t.co/qEEeIQ3MMj — Brian Sandler (@_BrianSandler) December 31, 2018Kristi Toliver er 31 árs gömul og hefur bæði orðið háskólameistari með Maryland og WNBA-meistari með Los Angeles Sparks. Faðir hennar var dómari í NBA-deildinni. Toliver fær „aðeins“ tíu þúsund dollara fyrir allt tímabilið með Washington Wizards sem nær frá október þar til í júní fari liðið alla leið. Tíu þúsund dalir eru rúm 1,1 milljón íslenskra króna. Það teljast seint vera há laun í heimi NBA en áfallið kemur fyrst fram þegar laun hennar eru borin saman við laun hinn aðstoðarmannanna. Aðstoðarþjálfarar í NBA-deildinni eru vanalega að fá frá hundrað þúsund dollurum upp í eina milljón dollara. Þeir eru því að lágmarki að fá tíu sinnum meira en hún og sumir eru að fá hundrað sinnum meira en hún. Washington Post skrifaði um málið eins og sést hér fyrir neðan.NBA assistant coaches routinely make six figures. Kristi Toliver is making $10,000 with the Wizards. https://t.co/cE6sG6yw9f — Post Sports (@PostSports) January 1, 2019Kristi Toliver er vön því að spila í Evrópu og meðan WNBA-deildin er í vetrarfríi. Það eru ekki miklir peningar í kvennakörfuboltanum og þær bestu reyna að safna í sarpinn með því að spila allt árið. Toliver tók þá ákvörðun að hvíla skrokkinn og safna sér reynslu hjá Washington Wizards liðinu þar sem að hún hefur þegar sett stefnuna á því að verða þjálfari eftir að ferlinum lýkur. „Þetta er í fyrsta sinn í tíu ár sem ég er ekki að spila allt árið. Það fylgja því örugglega einhver peningavandræði en þetta er líka mjög spennandi tækifæri sem ég vildi nýta mér. Ég fæ að vera áfram í kringum körfuboltann og í kringum bestu leikmenn og bestu þjálfara í heimi,“ sagði Toliver við New York Times. NBA Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Sjá meira
Umræður um launamál kynjanna í bandaríska körfuboltanum hafa verið í fjölmiðlum að undanförnum í tengslum við ósætti leikmanna WNBA með kjör sín. Í framhaldi hafa bandarískir blaðamenn verið að skoða fleiri mál þar sem karla og konur eru að sinna sömu störfum í NBA-deildinni. Blaðamaður New York Times hefur þannig skrifað um stöðu mála hjá Kristi Toliver sem er aðstoðarþjálfari hjá liði Washington Wizards. Toliver réði sig í stöðuna í haust en hún er fyrsti leikmaðurinn í WNBA sem starfar sem aðstoðarþjálfari í NBA á sama tíma. Munur á launum hennar og svo kolleganna hefur aftur á móti hneykslað marga.Yeah, this is ridiculous. “Kristi Toliver, an NBA Assistant Who’s Paid Like an Intern” - The New York Times https://t.co/qEEeIQ3MMj — Brian Sandler (@_BrianSandler) December 31, 2018Kristi Toliver er 31 árs gömul og hefur bæði orðið háskólameistari með Maryland og WNBA-meistari með Los Angeles Sparks. Faðir hennar var dómari í NBA-deildinni. Toliver fær „aðeins“ tíu þúsund dollara fyrir allt tímabilið með Washington Wizards sem nær frá október þar til í júní fari liðið alla leið. Tíu þúsund dalir eru rúm 1,1 milljón íslenskra króna. Það teljast seint vera há laun í heimi NBA en áfallið kemur fyrst fram þegar laun hennar eru borin saman við laun hinn aðstoðarmannanna. Aðstoðarþjálfarar í NBA-deildinni eru vanalega að fá frá hundrað þúsund dollurum upp í eina milljón dollara. Þeir eru því að lágmarki að fá tíu sinnum meira en hún og sumir eru að fá hundrað sinnum meira en hún. Washington Post skrifaði um málið eins og sést hér fyrir neðan.NBA assistant coaches routinely make six figures. Kristi Toliver is making $10,000 with the Wizards. https://t.co/cE6sG6yw9f — Post Sports (@PostSports) January 1, 2019Kristi Toliver er vön því að spila í Evrópu og meðan WNBA-deildin er í vetrarfríi. Það eru ekki miklir peningar í kvennakörfuboltanum og þær bestu reyna að safna í sarpinn með því að spila allt árið. Toliver tók þá ákvörðun að hvíla skrokkinn og safna sér reynslu hjá Washington Wizards liðinu þar sem að hún hefur þegar sett stefnuna á því að verða þjálfari eftir að ferlinum lýkur. „Þetta er í fyrsta sinn í tíu ár sem ég er ekki að spila allt árið. Það fylgja því örugglega einhver peningavandræði en þetta er líka mjög spennandi tækifæri sem ég vildi nýta mér. Ég fæ að vera áfram í kringum körfuboltann og í kringum bestu leikmenn og bestu þjálfara í heimi,“ sagði Toliver við New York Times.
NBA Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Sjá meira