Tilhneiging til framfara Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 2. janúar 2019 06:45 Fréttablaðið gerði helstu framförum og áföngum vísindanna á liðnu ári skil á dögunum. Í þessari upptalningu, sem var langt því frá tæmandi, kennir vitaskuld ýmissa grasa; allt frá fæðingu fyrsta barnsins úr ígræddu legi látinnar konu og tímabærri endurskilgreiningu kílógrammsins, til birtingarmynda loftslagsbreytinga og þess þegar vísindi, hugvit og hugrekki urðu til þess að tólf fótboltastrákum var bjargað úr helli í norðurhluta Taílands. Okkur er tamt að hugsa um vísindin út frá byltingarkenndum uppgötvunum og sögulegum áföngum. Bæði virðast spretta fram á ólíklegustu tímum, stundum fyrir algjöra tilviljun eða lukkulega hugljómun. Þegar betur er að gáð er það alls ekki raunin. Undirstaða vísindalegra framfara er elja, þolinmæði og auðvitað samstarf við samtímafólk, og innblástur frá þeim sem ruddu brautina. Uppgötvanir og framfarir ársins 2018 í vísindum eru merkilegur vitnisburður um þá grósku sem einkennir vísindin um þessar mundir á erlendum jafnt sem innlendum vettvangi. En af þessum framförum sprettur engin úr höfði eins manns eða konu, eða úr tóminu sjálfu. Þær eru afrakstur þess berggrunns sem vísindin eru reist á, og þeirra fjölmörgu mistaka, reikningsskekkna og misheppnuðu tilrauna sem fylgja öllu vísindastarfi. Gott dæmi um þetta er átta daga ferðalag Apollo 11 til Tunglsins og heim. Ævintýri sem fagnar hálfrar aldar afmæli í sumar. Aðdragandi þessa stórfenglega augnabliks mannsandans var ekki markaður með risastórum skrefum, heldur mörgum litlum en þó þýðingarmiklum skrefum. Þýðing framfaranna fyrir samfélag mannanna er hins vegar ávallt meira virði en það sem varið var í sjálft átakið. Þar hafði Neil Armstrong sannarlega rétt fyrir sér. Vísindin borga sig alltaf, þó svo að ávinningurinn sé ekki augljós við fyrstu sýn. Af hverju að rifja þetta upp? Viljinn til að framkvæma, betra sig og bæta, og óttinn við að mistakast er mörgum hugleikinn þegar árið er ungt og ný tækifæri virðast opnast. Lexían sem skrykkjótt ferðalag vísindanna í gegnum aldirnar færir okkur er áminning um að vonbrigði og mistök eru eðlilegur — jafnvel nauðsynlegur — þáttur í framförum. Það eina sem þarf til í raun er tilhneiging til framfara; hlutur í kyrrstöðu á það nefnilega til að vera í kyrrstöðu, öfugt á við þann sem knúinn er áfram á nýja braut. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fréttablaðið gerði helstu framförum og áföngum vísindanna á liðnu ári skil á dögunum. Í þessari upptalningu, sem var langt því frá tæmandi, kennir vitaskuld ýmissa grasa; allt frá fæðingu fyrsta barnsins úr ígræddu legi látinnar konu og tímabærri endurskilgreiningu kílógrammsins, til birtingarmynda loftslagsbreytinga og þess þegar vísindi, hugvit og hugrekki urðu til þess að tólf fótboltastrákum var bjargað úr helli í norðurhluta Taílands. Okkur er tamt að hugsa um vísindin út frá byltingarkenndum uppgötvunum og sögulegum áföngum. Bæði virðast spretta fram á ólíklegustu tímum, stundum fyrir algjöra tilviljun eða lukkulega hugljómun. Þegar betur er að gáð er það alls ekki raunin. Undirstaða vísindalegra framfara er elja, þolinmæði og auðvitað samstarf við samtímafólk, og innblástur frá þeim sem ruddu brautina. Uppgötvanir og framfarir ársins 2018 í vísindum eru merkilegur vitnisburður um þá grósku sem einkennir vísindin um þessar mundir á erlendum jafnt sem innlendum vettvangi. En af þessum framförum sprettur engin úr höfði eins manns eða konu, eða úr tóminu sjálfu. Þær eru afrakstur þess berggrunns sem vísindin eru reist á, og þeirra fjölmörgu mistaka, reikningsskekkna og misheppnuðu tilrauna sem fylgja öllu vísindastarfi. Gott dæmi um þetta er átta daga ferðalag Apollo 11 til Tunglsins og heim. Ævintýri sem fagnar hálfrar aldar afmæli í sumar. Aðdragandi þessa stórfenglega augnabliks mannsandans var ekki markaður með risastórum skrefum, heldur mörgum litlum en þó þýðingarmiklum skrefum. Þýðing framfaranna fyrir samfélag mannanna er hins vegar ávallt meira virði en það sem varið var í sjálft átakið. Þar hafði Neil Armstrong sannarlega rétt fyrir sér. Vísindin borga sig alltaf, þó svo að ávinningurinn sé ekki augljós við fyrstu sýn. Af hverju að rifja þetta upp? Viljinn til að framkvæma, betra sig og bæta, og óttinn við að mistakast er mörgum hugleikinn þegar árið er ungt og ný tækifæri virðast opnast. Lexían sem skrykkjótt ferðalag vísindanna í gegnum aldirnar færir okkur er áminning um að vonbrigði og mistök eru eðlilegur — jafnvel nauðsynlegur — þáttur í framförum. Það eina sem þarf til í raun er tilhneiging til framfara; hlutur í kyrrstöðu á það nefnilega til að vera í kyrrstöðu, öfugt á við þann sem knúinn er áfram á nýja braut.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun