„Ég skal vera sú fyrsta að fara í vestin með þeim“ Sylvía Hall skrifar 1. janúar 2019 20:52 Inga Sæland í Kryddsíldinni í gær. Vísir Inga Sæland, formaður Flokks Fólksins, segist líta upp til verkalýðsforystunnar í baráttu þeirra í aðdraganda komandi kjaraviðræðum. Sólveig Anna Jónsdóttir var valin maður ársins af fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar og mætti í Kryddsíldina. Í Kryddsíldinni spurði hún formenn flokkanna hvort þeir treystu sér til þess að lifa af á lágmarkslaunum hér á landi. Í svari sínu sagðist Inga treysta sér til þess að lifa af á þeim „lúsarlaunum“ því sjálf þekkti hún ekkert annað. „Já ég treysti mér til þess að lifa af á þessum lúsarlaunum því það er nánast ekkert annað sem mér hefur verið skammtað alla mína ævi.“ Þá sagðist Inga ekki trúa því að aðeins um eitt prósent landsmanna lifði á lágmarkslaunum og gagnrýndi Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra fyrir að halda slíku fram. Það væri fjarri frá þeim raunveruleika sem hún þekkti. „Þessi veruleikafirring sem mér finnst einkenna stjórnvöld, hún er í rauninni sárari en tárum taki.“ Hægt að koma í veg fyrir samskonar ástand og í Frakklandi Inga sagði nýtt ár bjóða upp á tækifæri til þess að breyta umgjörðinni hér á landi og koma til móts við kröfur verkalýðsforystunnar. Með þeim hætti væri hægt að koma í veg fyrir mótmæli líkt og þau sem eiga sér stað í Frakklandi um þessar mundir. Mótmælendurnir í Frakklandi, sem oft ganga undir nafninu „gulu vestin“, hafa mótmælt ríkisstjórn Macron og hafa mótmælin oft á tíðum breyst í óeirðir. Boðað var til mótmælanna eftir að ríkisstjórnin þar í landi tilkynnti fyrirhugaðar hækkanir á eldsneytisskatti og hækkandi framfærslukostnaði. „Við getum komið í veg fyrir það að við klæðumst öll í gul vesti, því ég skal vera sú fyrsta að fara í vestin með þeim,“ sagði Inga. Formenn stjórnmálaflokkanna komu saman í hinni árlegu Kryddsíld í gær.Vísir Vont ef stjórnmálaforingjar fara að ræða gulu vestin Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sagði það vel hægt að gagnrýna verkalýðsforystuna fyrir að vera herskáa en það væri vont að stjórnmálaforingjar ræddu gulu vestin í því samhengi. „Ég mótmæli því sérstaklega ef við ætlum að fara að tala hér um gulu vestin og mér finnst það vont ef stjórnmálaforingjar ætla að fara að ræða þau,“ sagði Þorgerður. Hún sagði það skipta mestu máli að koma húsnæðiskerfinu í lag og hvatti verkalýðsforystuna til þess að ráðast að rótum vandans sem væri íslenska krónan. „Rót vandans er íslenska krónan sem býr til okurvaxtakerfi og óöryggi fyrir heimilin og fjölskyldurnar fyrst og síðast, þannig getum við jafnað aðstöðuna í samfélaginu en ekki aukið þetta misvægi sem alltaf er með íslensku krónunni,“ sagði Þorgerður að lokum. Þorgerður segir íslensku krónuna vera rót vandans og kallaði á eftir því að verkalýðsforystan færi að tala fyrir nýjum gjaldmiðli.Vísir Umræðurnar má sjá í spilaranum hér að neðan. Hægt er að horfa á Kryddsíldina í fullri lengd hér. Klippa: 'Ég skal vera sú fyrsta að fara í vestin með þeim“ Kryddsíld Stj.mál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Sjá meira
Inga Sæland, formaður Flokks Fólksins, segist líta upp til verkalýðsforystunnar í baráttu þeirra í aðdraganda komandi kjaraviðræðum. Sólveig Anna Jónsdóttir var valin maður ársins af fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar og mætti í Kryddsíldina. Í Kryddsíldinni spurði hún formenn flokkanna hvort þeir treystu sér til þess að lifa af á lágmarkslaunum hér á landi. Í svari sínu sagðist Inga treysta sér til þess að lifa af á þeim „lúsarlaunum“ því sjálf þekkti hún ekkert annað. „Já ég treysti mér til þess að lifa af á þessum lúsarlaunum því það er nánast ekkert annað sem mér hefur verið skammtað alla mína ævi.“ Þá sagðist Inga ekki trúa því að aðeins um eitt prósent landsmanna lifði á lágmarkslaunum og gagnrýndi Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra fyrir að halda slíku fram. Það væri fjarri frá þeim raunveruleika sem hún þekkti. „Þessi veruleikafirring sem mér finnst einkenna stjórnvöld, hún er í rauninni sárari en tárum taki.“ Hægt að koma í veg fyrir samskonar ástand og í Frakklandi Inga sagði nýtt ár bjóða upp á tækifæri til þess að breyta umgjörðinni hér á landi og koma til móts við kröfur verkalýðsforystunnar. Með þeim hætti væri hægt að koma í veg fyrir mótmæli líkt og þau sem eiga sér stað í Frakklandi um þessar mundir. Mótmælendurnir í Frakklandi, sem oft ganga undir nafninu „gulu vestin“, hafa mótmælt ríkisstjórn Macron og hafa mótmælin oft á tíðum breyst í óeirðir. Boðað var til mótmælanna eftir að ríkisstjórnin þar í landi tilkynnti fyrirhugaðar hækkanir á eldsneytisskatti og hækkandi framfærslukostnaði. „Við getum komið í veg fyrir það að við klæðumst öll í gul vesti, því ég skal vera sú fyrsta að fara í vestin með þeim,“ sagði Inga. Formenn stjórnmálaflokkanna komu saman í hinni árlegu Kryddsíld í gær.Vísir Vont ef stjórnmálaforingjar fara að ræða gulu vestin Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sagði það vel hægt að gagnrýna verkalýðsforystuna fyrir að vera herskáa en það væri vont að stjórnmálaforingjar ræddu gulu vestin í því samhengi. „Ég mótmæli því sérstaklega ef við ætlum að fara að tala hér um gulu vestin og mér finnst það vont ef stjórnmálaforingjar ætla að fara að ræða þau,“ sagði Þorgerður. Hún sagði það skipta mestu máli að koma húsnæðiskerfinu í lag og hvatti verkalýðsforystuna til þess að ráðast að rótum vandans sem væri íslenska krónan. „Rót vandans er íslenska krónan sem býr til okurvaxtakerfi og óöryggi fyrir heimilin og fjölskyldurnar fyrst og síðast, þannig getum við jafnað aðstöðuna í samfélaginu en ekki aukið þetta misvægi sem alltaf er með íslensku krónunni,“ sagði Þorgerður að lokum. Þorgerður segir íslensku krónuna vera rót vandans og kallaði á eftir því að verkalýðsforystan færi að tala fyrir nýjum gjaldmiðli.Vísir Umræðurnar má sjá í spilaranum hér að neðan. Hægt er að horfa á Kryddsíldina í fullri lengd hér. Klippa: 'Ég skal vera sú fyrsta að fara í vestin með þeim“
Kryddsíld Stj.mál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Sjá meira