Enski boltinn

Ferguson heimsótti æfingasvæði United: „Hann hvatti okkur“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ferguson og Solskjær á góðri stundu.
Ferguson og Solskjær á góðri stundu. vísir/getty
Ole Gunnar Solskjær, bráðabirgðastjóri Manchester United, segir að hann haldi góðum tengslum við goðsögn félagsins, Sir Alex Ferguson.

Ferguson stýrði Solskjær er hann lék með United og Norðmaðurinn segir að þeir haldi góðu sambandi. Það góðu sambandi að Skotinn kíkti á æfingasvæði United í gær.

„Ég hafði hann sem stjóra í fimmtán ár og þar hafði hann mun meiri áhrif á mig en hann hefur gert síðustu vikuna,“ sagði Solskjær á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Newcastle.

„Auðvitað held ég honum upplýstum og hann heimsótti okkur á æfingasvæðið í gær. Ég held að hann hafi notið tímans á æfingasvæðinu og átti nokkur samtöl. Hann hvatti okkur.“

Undir stjórn Solskjær varð skyndileg breyting á liði United. Liðið hefur spilað sóknarbolta í síðustu þremur leikjum og skorað tólf mörk en sóknarleikurinn var oft ekki upp á marga fiska hjá Mourinho.

„Ég veit ekki hvort ég er á heimavelli á þessu stigi en ég er á heimavelli hjá þessu félagi,“ sagði Solskjær spurður út í sóknarboltann og hélt áfram:

„Ég eyddi fimmtán árum hérna. Mér líður vel í þessu andrúmslofti en það er líklega í þínum verkahring að segja hvort ég sé hæfur í þetta starf en ég er allavega að njóta tímans hér,“ sagði Solskjær léttur við blaðamenn.

United mætir Newcastle á útivelli annað kvöld en flautað verður til leiks klukkan 20.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×