Daginn lengt um sextán mínútur í Reykjavík en þrjátíu í Grímsey Kristján Már Unnarsson skrifar 1. janúar 2019 11:32 Frá Árbæjarsafni í Reykjavík í gær, gamlársdag. Geislar sólar rétt náðu að skína á gömlu bæjarhúsin. Vísir/KMU. Sólris í Reykjavík í dag, 1. janúar, er klukkan 11.19 en sólarlag klukkan 15.43. Dagurinn er 4 stundir og 23 mínútur, eða sextán mínútum lengri en hann var á vetrarsólstöðum 21. desember. Hádegi í borginni er klukkan 13.31 og nær sólin þá 3,1 gráðu upp á sjóndeildarhringinn. Upplýsingar um sólarganginn má nálgast á alþjóðlegum sólarreiknisíðum en einnig á Almanaki Háskóla Íslands og Veðurstofu Íslands. Lenging dagsins fyrst eftir vetrarsólstöður er það lítil að stundum er talað um hænufet á dag. „Fyrsta sólarhring frá sólstöðum lengist sólargangurinn í Reykjavík um 9 sekúndur. Annan daginn lengist hann um 27 sekúndur og þriðja daginn um 44 sekúndur,“ segir í pistli Þorsteins Sæmundssonar í Almanaki Háskólans um „hænufetið“. Lengingin verður þannig stöðugt örari, frá því í gær í Reykjavík 2 mínútur og 49 sekúndur. Hún verður yfir þrjár mínútur á dag næstu vikuna, og yfir fjórar mínútur á dag í þarnæstu viku, og síðar nærri sjö mínútur á dag.Sólin nær ekki að lyfta sér upp fyrir Breiðholtið til að skína á endurnar og álftirnar á Árbæjarlóni.Vísir/KMU.Breytingin er misjöfn eftir því hvar á landinu menn eru staddir. Þannig hefur daginn lengt frá vetrarsólstöðum um 30 mínútur í Grímsey, nyrstu byggð landsins, en um 14 og hálfa mínútu í Vestmannaeyjum, syðstu byggð landsins. Eyjamenn njóta hins vegar lengsta sólargangs landsmanna, hjá þeim er hann 4 stundir og 44 mínútur í dag en hjá Grímseyingum 2 stundir og 42 mínútur. Á Akureyri er hann 3 stundir og 26 mínútur í dag. Í Vestmannaeyjum fer sólin 3,8 gráður upp á sjóndeildarhring í dag, á Akureyri 1,6 gráður en í Grímsey 0,9 gráður. „Þegar daginn fer að lengja fyrst eftir vetrarsólstöður, virðast áhrifin meiri síðdegis en að morgninum. Fyrstu dagana seinkar jafnvel sólarupprásinni, gagnstætt því sem búast mætti við, svo að sólin kemur upp örlítið seinna á jólum en á sólstöðunum. Þetta stafar af því að hádegið - sá tími þegar sól er hæst á lofti - er að færast til, það er hádeginu seinkar eftir klukkunni að dæma,“ segir í Almanaki Háskólans. Grímsey Reykjavík Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Sjá meira
Sólris í Reykjavík í dag, 1. janúar, er klukkan 11.19 en sólarlag klukkan 15.43. Dagurinn er 4 stundir og 23 mínútur, eða sextán mínútum lengri en hann var á vetrarsólstöðum 21. desember. Hádegi í borginni er klukkan 13.31 og nær sólin þá 3,1 gráðu upp á sjóndeildarhringinn. Upplýsingar um sólarganginn má nálgast á alþjóðlegum sólarreiknisíðum en einnig á Almanaki Háskóla Íslands og Veðurstofu Íslands. Lenging dagsins fyrst eftir vetrarsólstöður er það lítil að stundum er talað um hænufet á dag. „Fyrsta sólarhring frá sólstöðum lengist sólargangurinn í Reykjavík um 9 sekúndur. Annan daginn lengist hann um 27 sekúndur og þriðja daginn um 44 sekúndur,“ segir í pistli Þorsteins Sæmundssonar í Almanaki Háskólans um „hænufetið“. Lengingin verður þannig stöðugt örari, frá því í gær í Reykjavík 2 mínútur og 49 sekúndur. Hún verður yfir þrjár mínútur á dag næstu vikuna, og yfir fjórar mínútur á dag í þarnæstu viku, og síðar nærri sjö mínútur á dag.Sólin nær ekki að lyfta sér upp fyrir Breiðholtið til að skína á endurnar og álftirnar á Árbæjarlóni.Vísir/KMU.Breytingin er misjöfn eftir því hvar á landinu menn eru staddir. Þannig hefur daginn lengt frá vetrarsólstöðum um 30 mínútur í Grímsey, nyrstu byggð landsins, en um 14 og hálfa mínútu í Vestmannaeyjum, syðstu byggð landsins. Eyjamenn njóta hins vegar lengsta sólargangs landsmanna, hjá þeim er hann 4 stundir og 44 mínútur í dag en hjá Grímseyingum 2 stundir og 42 mínútur. Á Akureyri er hann 3 stundir og 26 mínútur í dag. Í Vestmannaeyjum fer sólin 3,8 gráður upp á sjóndeildarhring í dag, á Akureyri 1,6 gráður en í Grímsey 0,9 gráður. „Þegar daginn fer að lengja fyrst eftir vetrarsólstöður, virðast áhrifin meiri síðdegis en að morgninum. Fyrstu dagana seinkar jafnvel sólarupprásinni, gagnstætt því sem búast mætti við, svo að sólin kemur upp örlítið seinna á jólum en á sólstöðunum. Þetta stafar af því að hádegið - sá tími þegar sól er hæst á lofti - er að færast til, það er hádeginu seinkar eftir klukkunni að dæma,“ segir í Almanaki Háskólans.
Grímsey Reykjavík Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Sjá meira