Enski boltinn

Banninu lokið hjá Nasri sem samdi við West Ham

Anton Ingi Leifsson skrifar
Nasri er mættur aftur til Englands.
Nasri er mættur aftur til Englands. vísir/getty
Samir Nasri hefur skrifað undir samning við West Ham út tímabilið og gæti mögulega verið lengur í herbúðum liðsins standi hann sig vel.

Nasri, sem hefur unnið ensku úrvalsdeildina í tvígang með Manchester City, hefur verið án félags eftir að hafa brotið reglur um lyfjamál í febrúar 2018.

Hann var settur í átján mánaða knattspyrnubann en Nasri hafði verið frá fótbolta síðan 1. júlí svo bannið tók gildi 1. júlí 2017.

Því er hann laus allra mála í dag og getur byrjað að spila fótbolta á ný. Það nýtti Manuel Pellegrini sér, stjóri West Ham og fyrrum stjóri Nasri hjá City, og skrifaði undir við Nasri.

Nasri kom til Englands 2008 og gekk fyrst í raðir Arsenal þar sem hann lék í þrjú ár áður en hann færði sig yfir til City. Er Pep Guardiola kom var hann svo lánaður til Sevilla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×