Handbolti

Danir áfram með fullt hús

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Mikkel Hanesn
Mikkel Hanesn vísir/getty
Danir halda áfram að vinna alla leiki sína á HM í handbolta, þeir unnu Ungverja í fyrsta leik sínum í milliriðli í kvöld.

Leikurinn var jafn framan af en danska liðið var þó skrefinu framar. Þeir fóru á sprett undir lokin og komu sér upp góðu fimm marka forskotið inn í hálfleikinn, staðan var 15-10 þegar það var flautað til hálfleiks.

Ungverjum gekk illa að saxa á forskotið í seinni hálfleik og Danir fóru að lokum með nokkuð þægilegan sigur, lokatölur urðu 25-22.

Mikkel Hansen skoraði sjö mörk fyrir Dani, Zoltan Szita var markahæstur Ungverja með fimm mörk.

Lærisveinar Patreks Jóhannessonar í austurríska landsliðinu töpuðu enn einum leiknum, þeir töpuðu með tveimur mörkum fyrir Argentínu 22-24. Jafnt hafði verið í hálfleik 12-12.

Tapið þýðir að Austurríki leikur við Barein um 19. sætið, þar mun Patrekur mæta Aroni Kristjánssini á hliðarlínunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×