Aðjúnkt í líffræði segir staðhæfingar í skýrslu rangar Þorbjörn Þórðarson skrifar 18. janúar 2019 18:11 Staðhæfingar í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um að vöxtur hvalastofna komi niður á fæðuöflun mikilvægra fisktegunda eru beinlínis rangar og þá skauta skýrsluhöfundar fram hjá margþættum áhrifum hvala á vistkerfi sjávar. Þetta segir aðjúnkt í líffræði við Háskóla Íslands sem hefur sérhæft sig í vistkerfi sjávar. Skýrsla Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða þykir umdeild. Ein af umdeildustu staðhæfingum skýrslunnar lýtur að áhrifum afráns hvala á fiskistofna en í skýrslunni segir: „Má á þessum grunni leiða líkum að því að fækkun hvala um 40% myndi leiða til tugmilljarða aukningar í útflutningsverðmæti Íslendinga á loðnu og þorski á ári.“ Þarna er beinlínis verið að segja að auka þurfi hvalveiðar til að minnka afránið. Edda Elísabet Magnúsdóttir aðjúnkt í líffræði við HÍ og sérfræðingur í vistkerfi sjávar segir að þessi staðhæfing í skýrslunni sé órökstudd og beinlínis röng „Samspil lífvera í hafinu er mun flóknari en svo að ef þú tekur einn afræningja í burtu að það muni hafa bein áhrif á þá lífveru sem viðkomandi afræningi nærist á, í þessu tilfelli hvalirnir. Það er ekki með nokkru móti hægt að fullyrða á svo einfaldan hátt að ef þú tekur út 40% af hvölum muni það auka afla þessara fiskitegunda,“ sagði Edda.Hún segir að skýrsluhöfundar skauti alveg fram hjá því að hvalir hafi margþætt áhrif á vistkerfi sjávar. Með skítnum sínum dreifi þeir til dæmis mikilvægri næringu um höfin. „Þó svo að hvalur sé aðal afræningi loðnu eða átu, étur hann annað líka. Hann heldur átunni í ákveðnum skefjum og svo framvegis. Ef hvalurinn færi út úr vistkerfinu þá væri það ekki hrein línuleg hækkun af þessum átustofnum eða loðnustofnum eða þess háttar,“ segir Edda. Hvalveiðar Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Staðhæfingar í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um að vöxtur hvalastofna komi niður á fæðuöflun mikilvægra fisktegunda eru beinlínis rangar og þá skauta skýrsluhöfundar fram hjá margþættum áhrifum hvala á vistkerfi sjávar. Þetta segir aðjúnkt í líffræði við Háskóla Íslands sem hefur sérhæft sig í vistkerfi sjávar. Skýrsla Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða þykir umdeild. Ein af umdeildustu staðhæfingum skýrslunnar lýtur að áhrifum afráns hvala á fiskistofna en í skýrslunni segir: „Má á þessum grunni leiða líkum að því að fækkun hvala um 40% myndi leiða til tugmilljarða aukningar í útflutningsverðmæti Íslendinga á loðnu og þorski á ári.“ Þarna er beinlínis verið að segja að auka þurfi hvalveiðar til að minnka afránið. Edda Elísabet Magnúsdóttir aðjúnkt í líffræði við HÍ og sérfræðingur í vistkerfi sjávar segir að þessi staðhæfing í skýrslunni sé órökstudd og beinlínis röng „Samspil lífvera í hafinu er mun flóknari en svo að ef þú tekur einn afræningja í burtu að það muni hafa bein áhrif á þá lífveru sem viðkomandi afræningi nærist á, í þessu tilfelli hvalirnir. Það er ekki með nokkru móti hægt að fullyrða á svo einfaldan hátt að ef þú tekur út 40% af hvölum muni það auka afla þessara fiskitegunda,“ sagði Edda.Hún segir að skýrsluhöfundar skauti alveg fram hjá því að hvalir hafi margþætt áhrif á vistkerfi sjávar. Með skítnum sínum dreifi þeir til dæmis mikilvægri næringu um höfin. „Þó svo að hvalur sé aðal afræningi loðnu eða átu, étur hann annað líka. Hann heldur átunni í ákveðnum skefjum og svo framvegis. Ef hvalurinn færi út úr vistkerfinu þá væri það ekki hrein línuleg hækkun af þessum átustofnum eða loðnustofnum eða þess háttar,“ segir Edda.
Hvalveiðar Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira