Skókeppnin í Hong Kong er einstakt tækifæri fyrir skapandi hönnuði sem vilja hasla sér völl í skóiðnaði og er hugsuð sem hvetjandi vagga sem nærir og uppgötvar nýja og spennandi hönnuði, auk þess að bæta gæði og samkeppni meðal skóframleiðenda.
Keppendur tefla meðal annars fram framúrstefnulegri hönnun á kvenskóm, karlaskóm, barnaskóm, töskum og stígvélum en einn keppnisflokkurinn eru vistvænir skór til verndunar jörðinni.
Skórnir sem keppa nú eru sannarlega forvitnilegir fyrir augað. Sumir eru eins og skartgripir á meðan aðrir eru ævintýraheimur út af fyrir sig og aðrir fínasta þarfaþing á hjólum.
Sigurvegarar skókeppninnar hafa sumir gert garðinn frægan og vinningspörin verið send á alþjóðlegar skósýningar víða um heim. Til að mynda hefur Ms. Yim Kit Ling, sigurvegari keppninnar árið 2002, unnið alþjóðlegu skókeppnina á Ítalíu í tvígang.





