Rósalind rektor vísað daglega á dyr Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. janúar 2019 20:00 Kötturinn Rósalind gengur undir nafninu Rósalind rektor í Háskóla Íslands. Þangað hefur hún vanið komur sínar enda getur hún alltaf treyst á matarbita og klapp frá nemendum og starfsfólki. Ekki eru þó allir sáttir og þurfa umsjónarmenn fasteigna skólans að kasta henni daglega á dyr. „Hún er bara eins og einn af nemendum skólans. Við misjafnan fögnuð. Hún læðir sér inn í kennslustofur og situr bara eða liggur við hliðina á kennaranum sem er að kenna. Hún gengur til dæmis bara inn um þessar hringdyr eins og ekkert sé. Hringar sig í stólum hjá hinum og þessum og bíður eftir að einhver gefi henni að borða," segir Laufey Sigurðardóttir, rekstrarstjóri fasteigna Háskóla Íslands.Laufey Sigurðardóttir, rekstrarstjóri fasteigna Háskóla Íslands.Nemendur svara kallinu og mynda hana gjarnan í leiðinni en Rósalind er nokkuð áberandi á samfélagsmiðlum. Kisa hefur líklega skoðað hvern krók og kima í skólanum og jafnvel heimsótt rektor. Þrátt fyrir að greiða ekki skólagjöld nýtir hún sér aðstöðuna til hins ítrasta. Þrátt fyrir að Rósalind veki kátínu hjá mörgum eru ekki allir sáttir. „Hér eru nemendur og ýmsir sem eru með ofnæmi og kvarta. Og hafa ekki skilning fyrir því að kötturinn sé inni. Kötturinn á sér náttúrulega heimili en þetta eru dýr sem fara sínar leiðir og það er ekkert hægt að binda köttinn heima, svona útikött," segir Laufey.Starfsmenn þurfa jafnvel oft á dag að reka köttinn út.Umsjónarmenn fasteigna eru því með viðbragðsáætlun í gildi. „Það er í rauninni bara að ná henni og koma henni út fyrir en stundum er hún sneggri en við. Ég hef það stundum á tilfinningunni að hún sé farin að þekkja mann, af því hún hleypur bara þegar sér mann," segir Laufey glettin.Er Rósalind svona námsfús köttur? „Það virðist allavega vera. Hún hefur mikinn áhuga á því að vera hér," segir Laufey.Rósalind dvelur við gott yfirlæti í Háskóla Íslands. Dýr Skóla - og menntamál Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Fleiri fréttir Bann við dvöl í bústað og aðgerðir sem bitnuðu á börnum ósanngjarnastar „Lærið af mistökum okkar!“ „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Pallborðið: Er harka að færast í leikinn? Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Sérfræðingar fengnir til að liðka fyrir viðræðum Vaxtalækkun fellur í góðan jarðveg Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sjá meira
Kötturinn Rósalind gengur undir nafninu Rósalind rektor í Háskóla Íslands. Þangað hefur hún vanið komur sínar enda getur hún alltaf treyst á matarbita og klapp frá nemendum og starfsfólki. Ekki eru þó allir sáttir og þurfa umsjónarmenn fasteigna skólans að kasta henni daglega á dyr. „Hún er bara eins og einn af nemendum skólans. Við misjafnan fögnuð. Hún læðir sér inn í kennslustofur og situr bara eða liggur við hliðina á kennaranum sem er að kenna. Hún gengur til dæmis bara inn um þessar hringdyr eins og ekkert sé. Hringar sig í stólum hjá hinum og þessum og bíður eftir að einhver gefi henni að borða," segir Laufey Sigurðardóttir, rekstrarstjóri fasteigna Háskóla Íslands.Laufey Sigurðardóttir, rekstrarstjóri fasteigna Háskóla Íslands.Nemendur svara kallinu og mynda hana gjarnan í leiðinni en Rósalind er nokkuð áberandi á samfélagsmiðlum. Kisa hefur líklega skoðað hvern krók og kima í skólanum og jafnvel heimsótt rektor. Þrátt fyrir að greiða ekki skólagjöld nýtir hún sér aðstöðuna til hins ítrasta. Þrátt fyrir að Rósalind veki kátínu hjá mörgum eru ekki allir sáttir. „Hér eru nemendur og ýmsir sem eru með ofnæmi og kvarta. Og hafa ekki skilning fyrir því að kötturinn sé inni. Kötturinn á sér náttúrulega heimili en þetta eru dýr sem fara sínar leiðir og það er ekkert hægt að binda köttinn heima, svona útikött," segir Laufey.Starfsmenn þurfa jafnvel oft á dag að reka köttinn út.Umsjónarmenn fasteigna eru því með viðbragðsáætlun í gildi. „Það er í rauninni bara að ná henni og koma henni út fyrir en stundum er hún sneggri en við. Ég hef það stundum á tilfinningunni að hún sé farin að þekkja mann, af því hún hleypur bara þegar sér mann," segir Laufey glettin.Er Rósalind svona námsfús köttur? „Það virðist allavega vera. Hún hefur mikinn áhuga á því að vera hér," segir Laufey.Rósalind dvelur við gott yfirlæti í Háskóla Íslands.
Dýr Skóla - og menntamál Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Fleiri fréttir Bann við dvöl í bústað og aðgerðir sem bitnuðu á börnum ósanngjarnastar „Lærið af mistökum okkar!“ „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Pallborðið: Er harka að færast í leikinn? Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Sérfræðingar fengnir til að liðka fyrir viðræðum Vaxtalækkun fellur í góðan jarðveg Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sjá meira