Utan vallar: Krakkar og karlmenni halda til Kölnar Tómas Þór Þórðarson í lest fyrir utan Stuttgart skrifar 18. janúar 2019 13:30 Hinn 19 ára gamli Gísli Þorgeir Kristjánsson hefur verið áræðinn og óhræddur. vísir/getty „Ég hef verið að pæla í þessum hornamönnum. Þeir standa bara þarna í horninu og bíða eftir því að verða aðalmaðurinn,“ segir Sigurður Már, tökumaður Stöðvar 2 og Vísis, í lest á leiðinni til Kölnar er hann glímir við eyrnabólgu og fylgist með Þýskalandi þjóta framhjá. Siggi er enginn handboltaheili eins og lesa má en strákarnir okkar hafa náð til hans og nú fagnar hann hverju marki á leikjunum eins og það sé síðasta markið sem skorað verður í íþróttinni. Það er nefnilega þannig að þegar að íslensku landsliði gengur vel þá eru allir með. Strákarnir okkar hafa náð aftur til þjóðarinnar eftir nokkur döpur stórmót í röð en eins og allir vita er gríðarlega mikilvægt að liðinu gangi vel til að lífga upp á janúar. Það er algjör óþarfi að breyta klukkunni á meðan handboltaliðið er með fast sæti í milliriðlum á stórmótum. Þeir birta upp skammdegið. Eftir flotta frammistöðu á riðlakeppninni eru krakkarnir og karlmennin í íslenska liðinu mætt til Kölnar þar sem fyrst verður leikið gegn sjálfum gestgjöfum Þýskalands fyrir framan 20.000 manns í einni glæsilegustu íþróttahöll landsins. Nú fer heldur betur að færast fjör í leikinnÍslenska þjóðin er öll með strákunum okkar.vísir/gettyErfitt án stiga Draumur íslenska liðsins er vafalítið að leika um sjöunda sætið og eiga þannig möguleika á því að vera með í Ólympíuumspilinu fyrir ÓL 2020 í Tokýó. Það mun þó reynast erfitt fyrst okkar menn fóru stigalausir í milliriðilinn. Ísland hefur leik án stiga í fimmta sæti af sex liðum og þarf að skilja eitt lið eftir fyrir aftan sig til að spila um sjöunda sætið. Þýskaland er í fínni stöðu með þrjú stig og Spánverjar eru með tvö og eiga eftir leik gegn Brasilíu sem Ísland mætir á miðvikudaginn. Ef Ísland ætlar sér að spila um sjöunda sætið verður leikurinn annað kvöld gegn Þýskalandi að vinnast en það er ekkert lítil bón. Þeir verða með allt húsið á bak við sig og eru líka með gott lið sem ætlar sér stóra hluti á mótinu. Það er erfitt að hlaða pressu á íslensku strákana fyrir morgundaginn en þeir vita að tap á morgun þýðir að 9.-12. sætið verður líklega staðreyndin í lok móts.Fyrirliðinn hefur verið frábær í sínu hlutverki.vísir/gettyGamlir en góðir Ungu strákarnir hafa fengið mikla athygli á mótinu og það réttilega. Elvar Örn Jónsson hefur spilað varnarleikinn nánast fullkomlega og Gísli Þorgeir átti stórkostlega innkomu í sóknarleikinn á móti Makedóníu í gær. Þessir strákar fæddir 1997 og 1999. Reynsluboltarnir hafa þó staðið fyrir sínu og rúmlega það. Arnór Þór Gunnarsson er markahæsti maður liðsins og hefur sýnt allt sem góður Malmquist hefur að bera, Ólafur Guðmundsson er búinn að vera frábær í sínu hlutverki og Björgvin Páll Gústavsson hefur blásið á efasemdaraddirnar með flottri frammistöðu í síðustu leikjum. Það sem mér hefur þótt skemmtilegast er að sjá hvernig Aron Pálmarsson hefur tekið að sér leiðtogahlutverkið með stæl. Hann virðist njóta þess að spila með þessu liði og þessum ungu strákum sem hann sagði eftir leik í gær að fylltu sig svo mikilli von. Aron er alltaf að í leikjunum og ekki bara að skora. Það sem þeir sem heima sitja sjá ekki er að hann er alltaf að spjalla við samherja sína og ráðleggja þeim eitthvað fyrir næstu sókn og vörn, hann spjallar mikið við Guðmund og virðist fara með skilaboð hans til liðsins og svo hjólar hann í dómara og mótherja sem eru vondir við strákana sína. Þetta er hans lið núna. Hann veit það og er að sinna foringjahlutverkinu eins og kóngur.Stór stund í Köln á morgun.vísir/gettyNjótið morgundagsins Ef ég væri meira miðaldra væri ég líklega með ristað brauð með avókadó í hönd og myndi segja strákunum bara að "slagga og njódda og liffa." Okkar menn eru búnir að ná aðaltakmarkinu og þurfa nú að setja sér ný markmið. Framhaldið verður erfitt. Mjög erfitt. En, það verður líka skemmtilegt. Mjög skemmtilegt. Íslensku guttarnir fá að upplifa eitthvað sem ekki allir fá á sínum ferli; að spila við Þýskaland á stórmóti í risaleik í Þýskalandi. Stemning á handboltaleikjum verður ekki betri. Íslenska liðið hefur nákvæmlega engu að tapa á morgun sem er fín staða að vera í. Pressan er öll á þýska liðinu sem má ekki tapa. Þetta er leikur sem það ætlar að vinna á leið sinni í undanúrslitin og verða heimamenn því vonandi þjakaðir af spennu. Þó að Íslandi hafi allt að vinna í leiknum þýðir ekki að menn geta bara slakað á og horft á stemninguna upp í stúku. Það er vonandi að þetta unga lið sé enn þá glorhungrað og langi að eyðileggja þýsku veisluna annað kvöld. Þjóðin er allavega klár í gott laugardagskvöld í boði strákanna okkar. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Með sterkustu liðum heims í milliriðlunum Það er ljóst að erfitt verkefni bíður íslenska landsliðsins í handbolta í milliriðlunum í Köln. 18. janúar 2019 10:00 Stóðust prófið og fara til Kölnar Strákarnir okkar komust í milliriðlana á HM í handbolta með 24-22 sigri á Makedóníu í gær. Eftir stirða spilamennsku í fyrri hálfleik reyndust taugar íslenska liðsins sterkari á lokakaflanum og tókst að landa sigrinum. 18. janúar 2019 08:00 Þrír efstir og jafnir í HM-einkunnagjöf Vísis en enginn hærri en þjálfarinn Íslenska handboltalandsliðið vann þrjá af fimm leikjum sínum í riðlakeppni HM í handbolta 2019 og er þar með komið í milliriðilinn í Köln. Vísir fer yfir einkunnagjöf strákanna í riðlakeppninni. 18. janúar 2019 10:30 Norðurlöndin eiga bestu markverðina á HM Þrír bestu markverðir riðlakeppni HM í handbolta í Þýskalandi og Danmörku koma allir úr landsliðum frá Norðurlöndum. Niklas Landin er eini markvörðurinn sem varði fleiri skot í riðlakeppninni en íslenski landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson. 18. janúar 2019 12:00 Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
„Ég hef verið að pæla í þessum hornamönnum. Þeir standa bara þarna í horninu og bíða eftir því að verða aðalmaðurinn,“ segir Sigurður Már, tökumaður Stöðvar 2 og Vísis, í lest á leiðinni til Kölnar er hann glímir við eyrnabólgu og fylgist með Þýskalandi þjóta framhjá. Siggi er enginn handboltaheili eins og lesa má en strákarnir okkar hafa náð til hans og nú fagnar hann hverju marki á leikjunum eins og það sé síðasta markið sem skorað verður í íþróttinni. Það er nefnilega þannig að þegar að íslensku landsliði gengur vel þá eru allir með. Strákarnir okkar hafa náð aftur til þjóðarinnar eftir nokkur döpur stórmót í röð en eins og allir vita er gríðarlega mikilvægt að liðinu gangi vel til að lífga upp á janúar. Það er algjör óþarfi að breyta klukkunni á meðan handboltaliðið er með fast sæti í milliriðlum á stórmótum. Þeir birta upp skammdegið. Eftir flotta frammistöðu á riðlakeppninni eru krakkarnir og karlmennin í íslenska liðinu mætt til Kölnar þar sem fyrst verður leikið gegn sjálfum gestgjöfum Þýskalands fyrir framan 20.000 manns í einni glæsilegustu íþróttahöll landsins. Nú fer heldur betur að færast fjör í leikinnÍslenska þjóðin er öll með strákunum okkar.vísir/gettyErfitt án stiga Draumur íslenska liðsins er vafalítið að leika um sjöunda sætið og eiga þannig möguleika á því að vera með í Ólympíuumspilinu fyrir ÓL 2020 í Tokýó. Það mun þó reynast erfitt fyrst okkar menn fóru stigalausir í milliriðilinn. Ísland hefur leik án stiga í fimmta sæti af sex liðum og þarf að skilja eitt lið eftir fyrir aftan sig til að spila um sjöunda sætið. Þýskaland er í fínni stöðu með þrjú stig og Spánverjar eru með tvö og eiga eftir leik gegn Brasilíu sem Ísland mætir á miðvikudaginn. Ef Ísland ætlar sér að spila um sjöunda sætið verður leikurinn annað kvöld gegn Þýskalandi að vinnast en það er ekkert lítil bón. Þeir verða með allt húsið á bak við sig og eru líka með gott lið sem ætlar sér stóra hluti á mótinu. Það er erfitt að hlaða pressu á íslensku strákana fyrir morgundaginn en þeir vita að tap á morgun þýðir að 9.-12. sætið verður líklega staðreyndin í lok móts.Fyrirliðinn hefur verið frábær í sínu hlutverki.vísir/gettyGamlir en góðir Ungu strákarnir hafa fengið mikla athygli á mótinu og það réttilega. Elvar Örn Jónsson hefur spilað varnarleikinn nánast fullkomlega og Gísli Þorgeir átti stórkostlega innkomu í sóknarleikinn á móti Makedóníu í gær. Þessir strákar fæddir 1997 og 1999. Reynsluboltarnir hafa þó staðið fyrir sínu og rúmlega það. Arnór Þór Gunnarsson er markahæsti maður liðsins og hefur sýnt allt sem góður Malmquist hefur að bera, Ólafur Guðmundsson er búinn að vera frábær í sínu hlutverki og Björgvin Páll Gústavsson hefur blásið á efasemdaraddirnar með flottri frammistöðu í síðustu leikjum. Það sem mér hefur þótt skemmtilegast er að sjá hvernig Aron Pálmarsson hefur tekið að sér leiðtogahlutverkið með stæl. Hann virðist njóta þess að spila með þessu liði og þessum ungu strákum sem hann sagði eftir leik í gær að fylltu sig svo mikilli von. Aron er alltaf að í leikjunum og ekki bara að skora. Það sem þeir sem heima sitja sjá ekki er að hann er alltaf að spjalla við samherja sína og ráðleggja þeim eitthvað fyrir næstu sókn og vörn, hann spjallar mikið við Guðmund og virðist fara með skilaboð hans til liðsins og svo hjólar hann í dómara og mótherja sem eru vondir við strákana sína. Þetta er hans lið núna. Hann veit það og er að sinna foringjahlutverkinu eins og kóngur.Stór stund í Köln á morgun.vísir/gettyNjótið morgundagsins Ef ég væri meira miðaldra væri ég líklega með ristað brauð með avókadó í hönd og myndi segja strákunum bara að "slagga og njódda og liffa." Okkar menn eru búnir að ná aðaltakmarkinu og þurfa nú að setja sér ný markmið. Framhaldið verður erfitt. Mjög erfitt. En, það verður líka skemmtilegt. Mjög skemmtilegt. Íslensku guttarnir fá að upplifa eitthvað sem ekki allir fá á sínum ferli; að spila við Þýskaland á stórmóti í risaleik í Þýskalandi. Stemning á handboltaleikjum verður ekki betri. Íslenska liðið hefur nákvæmlega engu að tapa á morgun sem er fín staða að vera í. Pressan er öll á þýska liðinu sem má ekki tapa. Þetta er leikur sem það ætlar að vinna á leið sinni í undanúrslitin og verða heimamenn því vonandi þjakaðir af spennu. Þó að Íslandi hafi allt að vinna í leiknum þýðir ekki að menn geta bara slakað á og horft á stemninguna upp í stúku. Það er vonandi að þetta unga lið sé enn þá glorhungrað og langi að eyðileggja þýsku veisluna annað kvöld. Þjóðin er allavega klár í gott laugardagskvöld í boði strákanna okkar.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Með sterkustu liðum heims í milliriðlunum Það er ljóst að erfitt verkefni bíður íslenska landsliðsins í handbolta í milliriðlunum í Köln. 18. janúar 2019 10:00 Stóðust prófið og fara til Kölnar Strákarnir okkar komust í milliriðlana á HM í handbolta með 24-22 sigri á Makedóníu í gær. Eftir stirða spilamennsku í fyrri hálfleik reyndust taugar íslenska liðsins sterkari á lokakaflanum og tókst að landa sigrinum. 18. janúar 2019 08:00 Þrír efstir og jafnir í HM-einkunnagjöf Vísis en enginn hærri en þjálfarinn Íslenska handboltalandsliðið vann þrjá af fimm leikjum sínum í riðlakeppni HM í handbolta 2019 og er þar með komið í milliriðilinn í Köln. Vísir fer yfir einkunnagjöf strákanna í riðlakeppninni. 18. janúar 2019 10:30 Norðurlöndin eiga bestu markverðina á HM Þrír bestu markverðir riðlakeppni HM í handbolta í Þýskalandi og Danmörku koma allir úr landsliðum frá Norðurlöndum. Niklas Landin er eini markvörðurinn sem varði fleiri skot í riðlakeppninni en íslenski landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson. 18. janúar 2019 12:00 Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
Með sterkustu liðum heims í milliriðlunum Það er ljóst að erfitt verkefni bíður íslenska landsliðsins í handbolta í milliriðlunum í Köln. 18. janúar 2019 10:00
Stóðust prófið og fara til Kölnar Strákarnir okkar komust í milliriðlana á HM í handbolta með 24-22 sigri á Makedóníu í gær. Eftir stirða spilamennsku í fyrri hálfleik reyndust taugar íslenska liðsins sterkari á lokakaflanum og tókst að landa sigrinum. 18. janúar 2019 08:00
Þrír efstir og jafnir í HM-einkunnagjöf Vísis en enginn hærri en þjálfarinn Íslenska handboltalandsliðið vann þrjá af fimm leikjum sínum í riðlakeppni HM í handbolta 2019 og er þar með komið í milliriðilinn í Köln. Vísir fer yfir einkunnagjöf strákanna í riðlakeppninni. 18. janúar 2019 10:30
Norðurlöndin eiga bestu markverðina á HM Þrír bestu markverðir riðlakeppni HM í handbolta í Þýskalandi og Danmörku koma allir úr landsliðum frá Norðurlöndum. Niklas Landin er eini markvörðurinn sem varði fleiri skot í riðlakeppninni en íslenski landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson. 18. janúar 2019 12:00