Uppselt á fyrirlestur Öldu Karenar og allur ágóði rennur til Pieta-samtakanna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. janúar 2019 22:36 Uppselt er á viðburð Öldu Karenar Hjaltalín sem fer fram í Laugardalshöll á morgun. FBL/Ernir Í kvöld varð uppselt á sjálfsstyrkingarnámskeið Öldu Karenar Hjaltalín Life Masterclass II. Þegar blaðamaður náði tali af Öldu var hún nýbúin að komast að því að uppselt væri á viðburðinn. Hún segist vera full þakklætis og tilhlökkunar: „Það verður kátt í höllinni,“ segir Alda glöð í bragði. Alda segir að hún hafi upphaflega ekki ætlað sér að greina frá því opinberlega að allur ágóði af viðburðinum myndi renna til Pieta-samtakanna, forvarnarsamtaka gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða, en í Kastljósþætti þar sem Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur sótti hart að henni greindi hún frá því.„Við erum öll í sama liði“ Alda segist hafa lært gríðarlega af undirbúningsferlinu og vill ítreka að fagaðilar jafnt sem áhugafólk um andlega heilsu séu í sama liðinu og stefni að sama markmiði. Í stöðuuppfærslu sem Alda birti á Facebook-síðu sinni í kvöld beinir hún öllum þeim sem kljást við andleg veikindi í réttan farveg: „Mér finnst mikilvægt að skerpa vel á við alla þá sem eru að kljást við andleg veikindi, að leita til Önnu og co hjá Geðhjálp. Þau vinna gífurlega öflugt starf, eru þaulreynd og ég hef aðeins heyrt gott frá þeim sem ég unnið með og vísað til þeirra. Mér finnst líka skipta máli að benda á Pieta, Baldursgötu 7, þar sem dyrnar eru alltaf opnar. Kristín og Ólöf eru búnar að taka á móti yfir 100 manns síðan í apríl á síðasta ári og þær slá hvergi slöku við. Meðferðin er að öllu gjaldfrjáls fyrir skjólstæðinga og ég hvet fólk til að kynna sér þá mögnuðu starfsemi sem þar fer fram.“ Alda segist þá hlakka til að ræða við fyrirlestragesti um ný og gömul hjálpartæki sem fólk getur gripið til í þeirri vegferð að verða besta útgáfan af því sjálfu.Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. https://www.raudikrossinn.is/hvad.../hjalparsiminn-1717 Tengdar fréttir Þykir siðferðilega rangt að selja fólki lífslausnir gegn greiðslu Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur og Alda Karen Hjaltalín fyrirlesari mættu í Kastljós í kvöld þar sem ummæli Öldu Karenar í viðtali í Íslandi í dag voru rædd. Ummælin sem um ræðir sneru að sjálfsvígum. 15. janúar 2019 20:42 Jóna Hrönn gráti næst eftir Kastljós Ég hef ekki haft tíma í allan vetur til að horfa á fréttir og Kastljós og bara farið inn á netið til að lesa yfir hélstu fréttir. En í gær gerðist það, ég lá skyndilega í sófanum og þá er til umræðu í þættinum orð ungrar konu Öldu Karen um að lykilsetningin til að vinna gegn sjálfsvígum væri "þú ert nóg“. 16. janúar 2019 12:30 Alda Karen segist njóta víðtæks stuðnings fagfólks Alda Karen hefur verið gagnrýnd harðlega fyrir umdeild ummæli sín um lausn við sjálfsvígum. 16. janúar 2019 11:06 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Í kvöld varð uppselt á sjálfsstyrkingarnámskeið Öldu Karenar Hjaltalín Life Masterclass II. Þegar blaðamaður náði tali af Öldu var hún nýbúin að komast að því að uppselt væri á viðburðinn. Hún segist vera full þakklætis og tilhlökkunar: „Það verður kátt í höllinni,“ segir Alda glöð í bragði. Alda segir að hún hafi upphaflega ekki ætlað sér að greina frá því opinberlega að allur ágóði af viðburðinum myndi renna til Pieta-samtakanna, forvarnarsamtaka gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða, en í Kastljósþætti þar sem Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur sótti hart að henni greindi hún frá því.„Við erum öll í sama liði“ Alda segist hafa lært gríðarlega af undirbúningsferlinu og vill ítreka að fagaðilar jafnt sem áhugafólk um andlega heilsu séu í sama liðinu og stefni að sama markmiði. Í stöðuuppfærslu sem Alda birti á Facebook-síðu sinni í kvöld beinir hún öllum þeim sem kljást við andleg veikindi í réttan farveg: „Mér finnst mikilvægt að skerpa vel á við alla þá sem eru að kljást við andleg veikindi, að leita til Önnu og co hjá Geðhjálp. Þau vinna gífurlega öflugt starf, eru þaulreynd og ég hef aðeins heyrt gott frá þeim sem ég unnið með og vísað til þeirra. Mér finnst líka skipta máli að benda á Pieta, Baldursgötu 7, þar sem dyrnar eru alltaf opnar. Kristín og Ólöf eru búnar að taka á móti yfir 100 manns síðan í apríl á síðasta ári og þær slá hvergi slöku við. Meðferðin er að öllu gjaldfrjáls fyrir skjólstæðinga og ég hvet fólk til að kynna sér þá mögnuðu starfsemi sem þar fer fram.“ Alda segist þá hlakka til að ræða við fyrirlestragesti um ný og gömul hjálpartæki sem fólk getur gripið til í þeirri vegferð að verða besta útgáfan af því sjálfu.Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. https://www.raudikrossinn.is/hvad.../hjalparsiminn-1717
Tengdar fréttir Þykir siðferðilega rangt að selja fólki lífslausnir gegn greiðslu Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur og Alda Karen Hjaltalín fyrirlesari mættu í Kastljós í kvöld þar sem ummæli Öldu Karenar í viðtali í Íslandi í dag voru rædd. Ummælin sem um ræðir sneru að sjálfsvígum. 15. janúar 2019 20:42 Jóna Hrönn gráti næst eftir Kastljós Ég hef ekki haft tíma í allan vetur til að horfa á fréttir og Kastljós og bara farið inn á netið til að lesa yfir hélstu fréttir. En í gær gerðist það, ég lá skyndilega í sófanum og þá er til umræðu í þættinum orð ungrar konu Öldu Karen um að lykilsetningin til að vinna gegn sjálfsvígum væri "þú ert nóg“. 16. janúar 2019 12:30 Alda Karen segist njóta víðtæks stuðnings fagfólks Alda Karen hefur verið gagnrýnd harðlega fyrir umdeild ummæli sín um lausn við sjálfsvígum. 16. janúar 2019 11:06 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Þykir siðferðilega rangt að selja fólki lífslausnir gegn greiðslu Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur og Alda Karen Hjaltalín fyrirlesari mættu í Kastljós í kvöld þar sem ummæli Öldu Karenar í viðtali í Íslandi í dag voru rædd. Ummælin sem um ræðir sneru að sjálfsvígum. 15. janúar 2019 20:42
Jóna Hrönn gráti næst eftir Kastljós Ég hef ekki haft tíma í allan vetur til að horfa á fréttir og Kastljós og bara farið inn á netið til að lesa yfir hélstu fréttir. En í gær gerðist það, ég lá skyndilega í sófanum og þá er til umræðu í þættinum orð ungrar konu Öldu Karen um að lykilsetningin til að vinna gegn sjálfsvígum væri "þú ert nóg“. 16. janúar 2019 12:30
Alda Karen segist njóta víðtæks stuðnings fagfólks Alda Karen hefur verið gagnrýnd harðlega fyrir umdeild ummæli sín um lausn við sjálfsvígum. 16. janúar 2019 11:06