Stóðust prófið og fara til Kölnar Kristinn Páll Teitsson skrifar 18. janúar 2019 08:00 Arnór Þór Gunnarsson fagnar einu marka sinna í gær. Fréttablaðið/AFP Það var ósvikin gleði hjá íslenska liðinu þegar dómari leiksins flautaði leikinn af í gær og ljóst var að Ísland komst áfram í milliriðlana. Tveggja marka sigur á Makedóníu og ljóst að íslenska liðið fer til Kölnar til að etja kappi við bestu þjóðir heims í milliriðlunum. Það sást strax á fyrstu mínútum leiksins að þetta yrði spennandi leikur allt til loka. Makedónía spilaði langar sóknir með aukamann á línunni og gekk vel að loka á skyttur íslenska liðsins. Hornamenn Íslands, með Arnór Þór Gunnarsson fremstan í flokki, héldu Íslandi á floti framan af og var munurinn tvö mörk í hálfleik. Varnarleikurinn gekk vel og þegar Björgvin byrjaði að taka fleiri bolta náði Ísland betri stjórn á leiknum og náði forskotinu um miðbik seinni hálfleiksins. Öflug vörn Íslands neyddi þjálfarateymi Makedóníu til að breyta um leikkerfi og hætta að spila á yfirmanni í sókn þegar stutt var til leiksloka til að finna lausnir. Það var viðeigandi að Akureyringurinn Arnór Þór kórónaði frábæran leik sinn með því að gera út um leikinn af vítalínunni mínútu fyrir leikslok. Í 100. leik sínum fyrir Ísland skoraði hann tíunda mark sitt og kom Íslandi tveimur mörkum yfir og gerði út um vonir Makedóníu sem þurfti sigur til að komast áfram. „Það var hreint magnað að vinna þennan leik. Makedónía er með frábært lið, svipað í gæðum og við erum en mun reynslumeira lið en okkur tókst að landa sigrinum. Við áttum í erfiðleikum framan í sóknarleiknum, liðinu gekk illa í uppstilltum sóknum en það breyttist í seinni hálfleik þegar okkur tókst að finna betri lausnir. Þegar sóknarleikurinn náði betri takti kom betra flæði í spilamennskuna," sagði Stefán Árnason, álitsgjafi Fréttablaðsins, sem hrósaði varnarleik íslenska liðsins. „Við náðum að spila það góðan varnarleik að við náðum að knýja þá til að breyta um leikskipulag. Þeir eru með vel slípað lið í að spila sjö gegn sex en íslenska liðið var fljótt að aðlagast því. Vinnslan í mönnum og aukahreyfingin var hreint út sagt mögnuð. Auðvitað fengu línumennirnir einhver færi enda er erfitt að eiga við svona tröllvaxna menn en þá var Björgvin öflugur og tók góða bolta." Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
Það var ósvikin gleði hjá íslenska liðinu þegar dómari leiksins flautaði leikinn af í gær og ljóst var að Ísland komst áfram í milliriðlana. Tveggja marka sigur á Makedóníu og ljóst að íslenska liðið fer til Kölnar til að etja kappi við bestu þjóðir heims í milliriðlunum. Það sást strax á fyrstu mínútum leiksins að þetta yrði spennandi leikur allt til loka. Makedónía spilaði langar sóknir með aukamann á línunni og gekk vel að loka á skyttur íslenska liðsins. Hornamenn Íslands, með Arnór Þór Gunnarsson fremstan í flokki, héldu Íslandi á floti framan af og var munurinn tvö mörk í hálfleik. Varnarleikurinn gekk vel og þegar Björgvin byrjaði að taka fleiri bolta náði Ísland betri stjórn á leiknum og náði forskotinu um miðbik seinni hálfleiksins. Öflug vörn Íslands neyddi þjálfarateymi Makedóníu til að breyta um leikkerfi og hætta að spila á yfirmanni í sókn þegar stutt var til leiksloka til að finna lausnir. Það var viðeigandi að Akureyringurinn Arnór Þór kórónaði frábæran leik sinn með því að gera út um leikinn af vítalínunni mínútu fyrir leikslok. Í 100. leik sínum fyrir Ísland skoraði hann tíunda mark sitt og kom Íslandi tveimur mörkum yfir og gerði út um vonir Makedóníu sem þurfti sigur til að komast áfram. „Það var hreint magnað að vinna þennan leik. Makedónía er með frábært lið, svipað í gæðum og við erum en mun reynslumeira lið en okkur tókst að landa sigrinum. Við áttum í erfiðleikum framan í sóknarleiknum, liðinu gekk illa í uppstilltum sóknum en það breyttist í seinni hálfleik þegar okkur tókst að finna betri lausnir. Þegar sóknarleikurinn náði betri takti kom betra flæði í spilamennskuna," sagði Stefán Árnason, álitsgjafi Fréttablaðsins, sem hrósaði varnarleik íslenska liðsins. „Við náðum að spila það góðan varnarleik að við náðum að knýja þá til að breyta um leikskipulag. Þeir eru með vel slípað lið í að spila sjö gegn sex en íslenska liðið var fljótt að aðlagast því. Vinnslan í mönnum og aukahreyfingin var hreint út sagt mögnuð. Auðvitað fengu línumennirnir einhver færi enda er erfitt að eiga við svona tröllvaxna menn en þá var Björgvin öflugur og tók góða bolta."
Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira