Fyrirsæta sem sagðist geta varpað ljósi á tengsl Trump við Moskvu handtekin Samúel Karl Ólason skrifar 17. janúar 2019 22:09 Anastasia Vashukevich var vísað frá Taílandi í morgun. AP/Sakchai Lalit Fyrirsætan, Anastasia Vashukevich, var handtekin nánast um leið og hún lenti í Moskvu í dag eftir að hafa komið frá Taílandi. Hún hafði setið í fangelsi í Taílandi í sex mánuði fyrir vændi og svik. Hún var í hópi rússneskra aðila sem voru handteknir í Taílandi fyrir að halda „kynlífsnámskeið“ fyrir rússneska ferðamenn. Fjöldi blaðamanna biðu eftir henni á flugvellinum í Moskvu en hún var handtekin áður en hún fékk tækifæri á því að ræða við þá. Samkvæmt Washington Post stendur til að ákæra Vashukevich og þrjá aðra fyrir að laða annað fólk í vændi og gætu þau verið dæmd í allt að sex ára fangelsi.Eiginmaður hennar segir þessar ásakanir vera tilbúnar og enginn fótur sé fyrir þeim. Alex Kirillov, sem er nokkurs konar leiðtogi fólksins sem handtekið var í Taílandi, gaf í skyn í dag að yfirvöld Rússlands hefðu mútað Taílendingum til að handataka þau.Meðlimir hópsins játuðu í Taílandi í morgun og var þeim samstundis gert að yfirgefa landið. Rússneski aðgerðasinninn Alexei Navalny vakti athygli á Vashukevich í fyrra þegar hann dró Instagram myndbönd hennar frá 2016 í dagsljósið. Myndböndin voru tekin af henni um borð í snekkju með auðjöfrinum Oleg Deripaska og aðstoðarforsætisráðherra Rússlands. Á myndbandinu heyrðust þeir tala saman um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Í kjölfarið hótaði ríkisstjórn Vladimir Pútín að loka á Youtube og Instagram í Rússlandi.Sjá einnig: Rússar hóta að loka Youtube og InstagramDeripaska starfaði á árum áður með Paul Manafort, fyrrverandi framkvæmdastjóra forsetaframboðs Trump. Hann var beittur viðskiptaþvingunum af Bandaríkjunum vegna afskipta Rússa af forsetakosningunum en Repúblikanar felldu þær þvinganir að hluta til úr gildi í gær.Sjá einnig: Hver er Paul Manafort? Hátt fall mannsins á bak við tjöldinSkömmu eftir að Navalny birti myndband sitt var Vashukevich handtekin í Taílandi. Hún biðlaði til yfirvalda í Bandaríkjunum um hjálp og sagðist geta varpað ljósi á meint samstarf framboðs Trump og yfirvalda Rússlands. Síðan þá hefur þó ekkert komið fram til að styðja mál hennar. Bandaríkin Donald Trump Rússland Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Sjá meira
Fyrirsætan, Anastasia Vashukevich, var handtekin nánast um leið og hún lenti í Moskvu í dag eftir að hafa komið frá Taílandi. Hún hafði setið í fangelsi í Taílandi í sex mánuði fyrir vændi og svik. Hún var í hópi rússneskra aðila sem voru handteknir í Taílandi fyrir að halda „kynlífsnámskeið“ fyrir rússneska ferðamenn. Fjöldi blaðamanna biðu eftir henni á flugvellinum í Moskvu en hún var handtekin áður en hún fékk tækifæri á því að ræða við þá. Samkvæmt Washington Post stendur til að ákæra Vashukevich og þrjá aðra fyrir að laða annað fólk í vændi og gætu þau verið dæmd í allt að sex ára fangelsi.Eiginmaður hennar segir þessar ásakanir vera tilbúnar og enginn fótur sé fyrir þeim. Alex Kirillov, sem er nokkurs konar leiðtogi fólksins sem handtekið var í Taílandi, gaf í skyn í dag að yfirvöld Rússlands hefðu mútað Taílendingum til að handataka þau.Meðlimir hópsins játuðu í Taílandi í morgun og var þeim samstundis gert að yfirgefa landið. Rússneski aðgerðasinninn Alexei Navalny vakti athygli á Vashukevich í fyrra þegar hann dró Instagram myndbönd hennar frá 2016 í dagsljósið. Myndböndin voru tekin af henni um borð í snekkju með auðjöfrinum Oleg Deripaska og aðstoðarforsætisráðherra Rússlands. Á myndbandinu heyrðust þeir tala saman um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Í kjölfarið hótaði ríkisstjórn Vladimir Pútín að loka á Youtube og Instagram í Rússlandi.Sjá einnig: Rússar hóta að loka Youtube og InstagramDeripaska starfaði á árum áður með Paul Manafort, fyrrverandi framkvæmdastjóra forsetaframboðs Trump. Hann var beittur viðskiptaþvingunum af Bandaríkjunum vegna afskipta Rússa af forsetakosningunum en Repúblikanar felldu þær þvinganir að hluta til úr gildi í gær.Sjá einnig: Hver er Paul Manafort? Hátt fall mannsins á bak við tjöldinSkömmu eftir að Navalny birti myndband sitt var Vashukevich handtekin í Taílandi. Hún biðlaði til yfirvalda í Bandaríkjunum um hjálp og sagðist geta varpað ljósi á meint samstarf framboðs Trump og yfirvalda Rússlands. Síðan þá hefur þó ekkert komið fram til að styðja mál hennar.
Bandaríkin Donald Trump Rússland Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Sjá meira