Handbolti

Fyrsti leikur í milliriðli gegn Þjóðverjum á laugardagskvöld

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Íslenska liðið er vel stutt úti í Þýskalandi
Íslenska liðið er vel stutt úti í Þýskalandi vísir/epa
Nú þegar riðlakeppni HM í handbolta er lokið er ljóst hvaða lið fara í milliriðla. Ísland mætir Þjóðverjum í fyrsta leik í milliriðli á laugardagskvöld í Köln.

Ísland fer inn í milliriðla án stiga eftir töp gegn Króötum og Spánverjum. Brasilíumenn eru þar einnig án stiga. Króatar eru efstir í milliriðli 1 með fjögur stig, Þjóðverjar og Frakkar eru með þrjú stig og Spánverjar 2.

Keppni í milliriðlunum hefst á laugardaginn og er fyrsti leikur í milliriðli 1 leikur Frakka og Spánverja sem hefst klukkan 17:00 að íslenskum tíma.

Fyrsti leikur Íslands er svo þá um kvöldið gegn heimamönnum Þjóðverja, sá leikur hefst klukkan 19:30 að íslenskum tíma. Allir leikirnir í þessum milliriðli fara fram í Lanxess Arena í Köln.

Næst mætir Ísland heimsmeisturum Frakka, nákvæmlega sólarhring eftir að leikurinn við Þjóðverja hefst.

Íslenska liðið fær svo tvo daga í hvíld áður en lokaleikur milliriðilsins við Brasilíu fer fram 23. janúar klukkan 14:30 að íslenskum tíma.

Leikir í milliriðli 1:

19. janúar: 

17:00 Frakkland-Spánn

19:30 Þýskaland-Ísland

20. janúar:

17:00 Brasilía-Krótía

19:30 Ísland-Frakkland

21. janúar: 

17:00 Spánn-Brasilía

19:30 Króatía-Þýskaland

23. janúar: 

14:30 Brasilía-Ísland

17:00 Þýskaland-Spánn

19:30 Frakkland-Króatía




Fleiri fréttir

Sjá meira


×