Umfjöllun um frábæran sigur á Makedóníu: Strákarnir stóðust stóra prófið Tómas Þór Þórðarson í München skrifar 17. janúar 2019 19:40 Arnór Þór Gunnarsson var geggjaður í kvöld með tíu mörk. vísir/epa Fyrsta markmiði er náð og það með stæl. Íslenska landsliðið er komið í milliriðla heimsmeistaramótsins í handbolta eftir 24-22 sigur á ólseigum Makedóníumönnum. Íslensku strákarnir spiluðu hreint frábæra vörn, voru þolinmóðir og vissu að það myndi taka sinn tíma að landa þessum tveimur stigum á móti erfiðu og þrautreyndu liði Makedóníu sem spilar mögulega einn leiðinlegasta handbolta í heimi. Varnarleikurinn heldur áfram að vera aðalsmerki íslenska liðsins því 24 mörk er kannski ekkert til að hrópa húrra fyrir en þegar Ísland er enn eina ferðina yfir 20 löglegum stöðvunum og með Björgvin Pál í 37 prósent vörslu gerast góðir hlutir. Eins dapurt og útlitið var í hálfleik komu strákarnir eins og algjörir fagmenn inn í seinni hálfleikinn eftir að stilla aðeins strengina. Það var ekkert allt sett á hvolf, þvert á móti. Gummi lagaði aðeins til taktíkina en hafði trú á skipulaginu og það skilaði sigri.Strákarnir fögnuðu vel í leikslok.vísir/epaAuður en ekki ógildur Makedóníumenn byrjuðu leikinn eins og þeir spiluðu hann nánast allan, með sjö sóknarmenn. Það gaf auðvitað færi á marki í autt netiið en Arnór Þór Gunnarsson skoraði fyrstu tvö mörk Íslands yfir endilangan völlinn. Það gekk í raun betur að skora af þetta löngu færi því sóknarleikurinn var ekki til útflutnings í byrjun leiks. Fimm plús einn vörn Makedóníumanna gerði íslenska liðinu erfitt fyrir og skoraði Ísland ekki mark úr uppstilltri sókn fyrstu tíu mínútur leiksins. Þegar að færi svo komu voru strákarnir að fara illa með þau, annað hvort að skjóta yfir eða lenda á Borko-veggnum í marki Makedóníu sem átti skínandi leik fyrir þá. Þar fer maður sem hefur séð þetta allt saman áður og kallar ekki allt mömmu sína. Þrátt fyrir mikið puð og púl við að koma boltanum í markið var Ísland aðeins tveimur mörkum undir í hálfleik sem þótti ágætt miðað við hvað illa gekk að koma blessuðum boltanum í markið.Arnar Freyr Arnarsson var engum líkur í varnarleiknum.vísir/epaVeggurinn Arnar Varnarleikur Íslands. Í raun ættu þessi tvö orð bara að duga til að lýsa þessu meistarastykki sem átti sér stað í Ólympíuhöllinni í München í dag. Það er ekkert grín að glíma við tvo ísskápa inn á línunni í þessu ömurlega þreytandi 7 á 6 bulli en okkar menn gerðu það með stæl. Elvar Örn Jónsson entist ekki lengi sem leikstjórnandi í leiknum heldur kom Gísli Þorgeir óhræddur inn eins og alltaf og skoraði eitt mark, gaf fjórar stoðsendingar og fiskaði tvö víti. Elvar er þó ekki týpan sem grætur Björn bónda yfir einhverju svoleiðis heldur tekur hann bara varnarhlutverkinu af enn meiri festu. Guðmundur var byrjaður að skipta honum og Ólafi Gústafssyni inn og út í tvöfaldri skiptingu til að halda varnarleiknum gangandi og Elvar heldur áfram að heilla í bakverðinum. Varnarstjarna dagsins var þó Arnar Freyr Arnarsson sem hefur mögulega ekki spilað betri leik í vörn nokkurs liðs á ferlinum. Kannski aðeins of stór orð en missum okkur aðeins í gleðinni. Eftir að spila yfir 51 mínútu síðast í gær stóð þessi tveggja metra og ríflega hundrað kílóa heljarmenni eins og kóngur í hjarta varnarinnar og stöðvaði skyttur Markedóníu trekk í trekk. Níu löglegum stöðvunum og einu vörðu skoti síðar átti hann kvöldið.Elvar Örn Jónsson er að spila vörn eins og reynslubolti.vísir/epaNýr dagur - ný markmið Í hálfleik var Ísland á leið til Kölnar í Forsetabikarinn í fyrsta sinn í sögunni. Mótið sem er eins og krakkaborðið í fermingarveislunni. Það þarf að vera þar en enginn nennir að vera í kringum það. Íslenska liðið er á leið til Kölnar samt sem áður en að spila við Þýskaland, Brasilíu og Frakkland í milliriðli og er búið að geirnegla sig í topp tólf á heimsmeistaramótinu sem var fyrsta markmið. Nú þurfa þessir drengir að passa sig að vera áfram hungraðir. Tvö stig á móti Makedóníu og að fara stigalausir í milliriðil á ekki að gera nokkurn mann saddan þó gleðin sé við völd í kvöld. Þessir strákar hafa sýnt að þeir vilja meira. Miklu meira. Og hvað gæti mögulega verið meira en að stríða sjálfri heimaþjóðinni Þýskalandi á laugardaginn fyrir fullu húsi í Köln. Það verður erfitt en okkar menn eru alveg til í að skemma þetta þýska partí. Sjöunda sætið gefur þátttökurétt í Ólympíuumspilinu og það ætti að vera næsta markmið okkar manna. Sjáumst í Köln. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Guðmundur: Er hrærður Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari Íslands var hrærður í leikslok eftir sigurinn gegn Makedóníu. Hann segir að hann hafi sjaldað séð jafn mikla baráttu og vilja eins og hann sá í kvöld. 17. janúar 2019 19:07 Topparnir í tölfræðinni á móti Makedóníu: Skoruðu sex mörk í tómt mark Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann frábæran endurkomusigur á Makedóníu, 24-22, í hreinum úrslitaleik um sæti í milliriðli á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku. 17. janúar 2019 18:52 Björgvin Páll: Inni í klefa eru menn búnir á því Björgvin Páll Gústavsson segir að leikmenn Íslands hafi gefið allt sem þeir áttu í sigurinn á Makedóníu á HM í handbolta í dag. 17. janúar 2019 19:04 Bjarki: Vorum búnir að tala um það að ég myndi setja hann í slána Bjarki Már Elísson sló a létta strengi í leikslok er hann ræddi sigurinn öfluga gegn Makedóníu. 17. janúar 2019 19:15 Einkunnir strákanna okkar á móti Makedóníu í kvöld: Arnór í heimsklassa og fimm með fimmur Íslenska landsliðið er komið í hóp tólf bestu þjóðanna á HM í handbolta 2019 þökk sé góðri frammistöðu margra leikmanna á móti Makedóníu í kvöld. 17. janúar 2019 19:36 Sérfræðingurinn: Þjálfarinn fær réttilega toppeinkunn Sebastian Alexandersson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, gaf Guðmundi Guðmundssyni toppeinkunn fyrir hvernig hann útfærði leik Íslands og Makedóníu á HM 2019 í handbolta í dag, en Ísland vann tveggja marka sigur og tryggði sér sæti í milliriðli. 17. janúar 2019 19:00 Mest lesið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fleiri fréttir Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sjá meira
Fyrsta markmiði er náð og það með stæl. Íslenska landsliðið er komið í milliriðla heimsmeistaramótsins í handbolta eftir 24-22 sigur á ólseigum Makedóníumönnum. Íslensku strákarnir spiluðu hreint frábæra vörn, voru þolinmóðir og vissu að það myndi taka sinn tíma að landa þessum tveimur stigum á móti erfiðu og þrautreyndu liði Makedóníu sem spilar mögulega einn leiðinlegasta handbolta í heimi. Varnarleikurinn heldur áfram að vera aðalsmerki íslenska liðsins því 24 mörk er kannski ekkert til að hrópa húrra fyrir en þegar Ísland er enn eina ferðina yfir 20 löglegum stöðvunum og með Björgvin Pál í 37 prósent vörslu gerast góðir hlutir. Eins dapurt og útlitið var í hálfleik komu strákarnir eins og algjörir fagmenn inn í seinni hálfleikinn eftir að stilla aðeins strengina. Það var ekkert allt sett á hvolf, þvert á móti. Gummi lagaði aðeins til taktíkina en hafði trú á skipulaginu og það skilaði sigri.Strákarnir fögnuðu vel í leikslok.vísir/epaAuður en ekki ógildur Makedóníumenn byrjuðu leikinn eins og þeir spiluðu hann nánast allan, með sjö sóknarmenn. Það gaf auðvitað færi á marki í autt netiið en Arnór Þór Gunnarsson skoraði fyrstu tvö mörk Íslands yfir endilangan völlinn. Það gekk í raun betur að skora af þetta löngu færi því sóknarleikurinn var ekki til útflutnings í byrjun leiks. Fimm plús einn vörn Makedóníumanna gerði íslenska liðinu erfitt fyrir og skoraði Ísland ekki mark úr uppstilltri sókn fyrstu tíu mínútur leiksins. Þegar að færi svo komu voru strákarnir að fara illa með þau, annað hvort að skjóta yfir eða lenda á Borko-veggnum í marki Makedóníu sem átti skínandi leik fyrir þá. Þar fer maður sem hefur séð þetta allt saman áður og kallar ekki allt mömmu sína. Þrátt fyrir mikið puð og púl við að koma boltanum í markið var Ísland aðeins tveimur mörkum undir í hálfleik sem þótti ágætt miðað við hvað illa gekk að koma blessuðum boltanum í markið.Arnar Freyr Arnarsson var engum líkur í varnarleiknum.vísir/epaVeggurinn Arnar Varnarleikur Íslands. Í raun ættu þessi tvö orð bara að duga til að lýsa þessu meistarastykki sem átti sér stað í Ólympíuhöllinni í München í dag. Það er ekkert grín að glíma við tvo ísskápa inn á línunni í þessu ömurlega þreytandi 7 á 6 bulli en okkar menn gerðu það með stæl. Elvar Örn Jónsson entist ekki lengi sem leikstjórnandi í leiknum heldur kom Gísli Þorgeir óhræddur inn eins og alltaf og skoraði eitt mark, gaf fjórar stoðsendingar og fiskaði tvö víti. Elvar er þó ekki týpan sem grætur Björn bónda yfir einhverju svoleiðis heldur tekur hann bara varnarhlutverkinu af enn meiri festu. Guðmundur var byrjaður að skipta honum og Ólafi Gústafssyni inn og út í tvöfaldri skiptingu til að halda varnarleiknum gangandi og Elvar heldur áfram að heilla í bakverðinum. Varnarstjarna dagsins var þó Arnar Freyr Arnarsson sem hefur mögulega ekki spilað betri leik í vörn nokkurs liðs á ferlinum. Kannski aðeins of stór orð en missum okkur aðeins í gleðinni. Eftir að spila yfir 51 mínútu síðast í gær stóð þessi tveggja metra og ríflega hundrað kílóa heljarmenni eins og kóngur í hjarta varnarinnar og stöðvaði skyttur Markedóníu trekk í trekk. Níu löglegum stöðvunum og einu vörðu skoti síðar átti hann kvöldið.Elvar Örn Jónsson er að spila vörn eins og reynslubolti.vísir/epaNýr dagur - ný markmið Í hálfleik var Ísland á leið til Kölnar í Forsetabikarinn í fyrsta sinn í sögunni. Mótið sem er eins og krakkaborðið í fermingarveislunni. Það þarf að vera þar en enginn nennir að vera í kringum það. Íslenska liðið er á leið til Kölnar samt sem áður en að spila við Þýskaland, Brasilíu og Frakkland í milliriðli og er búið að geirnegla sig í topp tólf á heimsmeistaramótinu sem var fyrsta markmið. Nú þurfa þessir drengir að passa sig að vera áfram hungraðir. Tvö stig á móti Makedóníu og að fara stigalausir í milliriðil á ekki að gera nokkurn mann saddan þó gleðin sé við völd í kvöld. Þessir strákar hafa sýnt að þeir vilja meira. Miklu meira. Og hvað gæti mögulega verið meira en að stríða sjálfri heimaþjóðinni Þýskalandi á laugardaginn fyrir fullu húsi í Köln. Það verður erfitt en okkar menn eru alveg til í að skemma þetta þýska partí. Sjöunda sætið gefur þátttökurétt í Ólympíuumspilinu og það ætti að vera næsta markmið okkar manna. Sjáumst í Köln.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Guðmundur: Er hrærður Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari Íslands var hrærður í leikslok eftir sigurinn gegn Makedóníu. Hann segir að hann hafi sjaldað séð jafn mikla baráttu og vilja eins og hann sá í kvöld. 17. janúar 2019 19:07 Topparnir í tölfræðinni á móti Makedóníu: Skoruðu sex mörk í tómt mark Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann frábæran endurkomusigur á Makedóníu, 24-22, í hreinum úrslitaleik um sæti í milliriðli á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku. 17. janúar 2019 18:52 Björgvin Páll: Inni í klefa eru menn búnir á því Björgvin Páll Gústavsson segir að leikmenn Íslands hafi gefið allt sem þeir áttu í sigurinn á Makedóníu á HM í handbolta í dag. 17. janúar 2019 19:04 Bjarki: Vorum búnir að tala um það að ég myndi setja hann í slána Bjarki Már Elísson sló a létta strengi í leikslok er hann ræddi sigurinn öfluga gegn Makedóníu. 17. janúar 2019 19:15 Einkunnir strákanna okkar á móti Makedóníu í kvöld: Arnór í heimsklassa og fimm með fimmur Íslenska landsliðið er komið í hóp tólf bestu þjóðanna á HM í handbolta 2019 þökk sé góðri frammistöðu margra leikmanna á móti Makedóníu í kvöld. 17. janúar 2019 19:36 Sérfræðingurinn: Þjálfarinn fær réttilega toppeinkunn Sebastian Alexandersson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, gaf Guðmundi Guðmundssyni toppeinkunn fyrir hvernig hann útfærði leik Íslands og Makedóníu á HM 2019 í handbolta í dag, en Ísland vann tveggja marka sigur og tryggði sér sæti í milliriðli. 17. janúar 2019 19:00 Mest lesið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fleiri fréttir Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sjá meira
Guðmundur: Er hrærður Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari Íslands var hrærður í leikslok eftir sigurinn gegn Makedóníu. Hann segir að hann hafi sjaldað séð jafn mikla baráttu og vilja eins og hann sá í kvöld. 17. janúar 2019 19:07
Topparnir í tölfræðinni á móti Makedóníu: Skoruðu sex mörk í tómt mark Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann frábæran endurkomusigur á Makedóníu, 24-22, í hreinum úrslitaleik um sæti í milliriðli á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku. 17. janúar 2019 18:52
Björgvin Páll: Inni í klefa eru menn búnir á því Björgvin Páll Gústavsson segir að leikmenn Íslands hafi gefið allt sem þeir áttu í sigurinn á Makedóníu á HM í handbolta í dag. 17. janúar 2019 19:04
Bjarki: Vorum búnir að tala um það að ég myndi setja hann í slána Bjarki Már Elísson sló a létta strengi í leikslok er hann ræddi sigurinn öfluga gegn Makedóníu. 17. janúar 2019 19:15
Einkunnir strákanna okkar á móti Makedóníu í kvöld: Arnór í heimsklassa og fimm með fimmur Íslenska landsliðið er komið í hóp tólf bestu þjóðanna á HM í handbolta 2019 þökk sé góðri frammistöðu margra leikmanna á móti Makedóníu í kvöld. 17. janúar 2019 19:36
Sérfræðingurinn: Þjálfarinn fær réttilega toppeinkunn Sebastian Alexandersson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, gaf Guðmundi Guðmundssyni toppeinkunn fyrir hvernig hann útfærði leik Íslands og Makedóníu á HM 2019 í handbolta í dag, en Ísland vann tveggja marka sigur og tryggði sér sæti í milliriðli. 17. janúar 2019 19:00
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti