Harden fékk enga hjálp við að skora 115 stig í tveimur leikjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2019 17:30 James Harden. Getty/Tim Warner James Harden er gjörsamlega óstöðvandi þessa dagana en kappinn er búinn að skora 57 og 58 stig í síðustu tveimur leikjum sínum í NBA-deildinni.HARDEN FOR 5 @HoustonRockets | #Rocketspic.twitter.com/gR2zyP7k4T — NBA (@NBA) January 17, 2019Harden setti þar með nýtt persónulegt met á tímabilinu í tveimur leikjum í röð en þeir komu í næstu tveimur leikjum eftir að hann klikkaði á sextán þriggja stiga skotum (af sautján) í einum leik. Með því að skora 115 stig í tveimur leikjum þá komst Harden í hóp með þeim Kobe Bryant og Michael Jordan.James Harden has scored 115 points over his last 2 games. Over the last 50 seasons, only Kobe Bryant (Jan. 20-22, 2006) and Michael Jordan (March 28-30, 1990) scored more over a 2-game span. (h/t @EliasSports) pic.twitter.com/Ss4P2Xowgl — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) January 17, 2019Michael Jordan, Kobe Bryant og James Harden eru nú einu leikmennirnir á síðustu fimmtíu árum sem hafa náð að skora svo mörg stig í tveimur leikjum í NBA-deildinni..@JHarden13 (58 PTS, 10 REB, 6 AST) records his 2nd straight 50-point game for the @HoustonRockets! #Rockets The last player to score 55+ PTS in consecutive games was Wilt Chamberlain in 1962. pic.twitter.com/LvGUedz3vb — NBA (@NBA) January 17, 2019James Harden skoraði 57 stig í 18 stiga sigri á Memphis Grizzliers þar sem hann hitti úr 17 af 33 skotum (52%) og 6 af 15 þriggja stiga skotum (40%). Hann nýtti líka 17 af 18 vítum sínum (94%). Auk stiganna þá var hann með 9 fráköst og 2 stoðsendingar. James Harden skoraði síðan 58 stig í 3 stiga tapi á móti Brooklyn Nets þar sem hann hitti úr 16 af 34 skotum (47%) og 5 af 19 þriggja stiga skotum (26%). Hann nýtti líka 21 af 23 vítum sínum (91%). Auk stiganna þá var hann með 10 fráköst og 6 stoðsendingar. Það fylgir sögunni að Harden bjó sjálfur til öll þessi 115 stig því enginn liðfélagi hans í Houston náði að gefa stoðsendingu á hann í þessum tveimur leikjum. Ef eitthvað er ótrúleg tölfræði þá er það sú staðreynd.0 of James Harden's 115 points over the last 2 games have been assisted on. #SCFactspic.twitter.com/NSH7JtIJTy — SportsCenter (@SportsCenter) January 17, 2019Michael Jordan skoraði 69 stig og 49 stig í leikjum sínum 28. og 30. mars árið 1990 en Kobe Bryant var með 37 stig og 81 stig í leikjum sínum 20. til 22. janúar 2006. Báðir voru þeir því með 118 stig samanlagt. Jordan nýtti 43 af 71 skoti sínu í leikjunum tveimur (61%) og skoraði 29 stig af vítalínunni en Kobe Bryant nýtti 40 af 79 skoti sínu í leikjunum tveimur (51%) og skoraði 27 stig af vítalínunni. Harden nýtti 33 af 67 skotum sínum í þessum tveimur leikjum (49%) og 38 stiga hans komu af vítalínunni. Harden gaf 8 stoðsendingar með 115 stigum, Jordan gaf 10 stoðsendingar með sínum 118 stigum og Kobe var með 8 stoðsendingar með sínum 118 stigum. Þrátt fyrir þessa frammistöðu þá var Harden mjög pirraður í leikslok enda tapðist leikurinn. Hér fyrir neðan sést hann strax eftir leik.Harden wasn't having it pic.twitter.com/7Mohp1OsSf — Bleacher Report (@BleacherReport) January 17, 2019With 58 points tonight, James Harden is averaging over 40 PPG for the last 20 games. The most consecutive games averaging 40 PPG: Wilt Chamberlain - 515 Elgin Baylor - 33 Kobe Bryant - 23 Rick Barry - 22 James Harden - 20 pic.twitter.com/wGgyE4wMLq — NBA.com/Stats (@nbastats) January 17, 2019 NBA Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dramatík á Villa Park Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira
James Harden er gjörsamlega óstöðvandi þessa dagana en kappinn er búinn að skora 57 og 58 stig í síðustu tveimur leikjum sínum í NBA-deildinni.HARDEN FOR 5 @HoustonRockets | #Rocketspic.twitter.com/gR2zyP7k4T — NBA (@NBA) January 17, 2019Harden setti þar með nýtt persónulegt met á tímabilinu í tveimur leikjum í röð en þeir komu í næstu tveimur leikjum eftir að hann klikkaði á sextán þriggja stiga skotum (af sautján) í einum leik. Með því að skora 115 stig í tveimur leikjum þá komst Harden í hóp með þeim Kobe Bryant og Michael Jordan.James Harden has scored 115 points over his last 2 games. Over the last 50 seasons, only Kobe Bryant (Jan. 20-22, 2006) and Michael Jordan (March 28-30, 1990) scored more over a 2-game span. (h/t @EliasSports) pic.twitter.com/Ss4P2Xowgl — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) January 17, 2019Michael Jordan, Kobe Bryant og James Harden eru nú einu leikmennirnir á síðustu fimmtíu árum sem hafa náð að skora svo mörg stig í tveimur leikjum í NBA-deildinni..@JHarden13 (58 PTS, 10 REB, 6 AST) records his 2nd straight 50-point game for the @HoustonRockets! #Rockets The last player to score 55+ PTS in consecutive games was Wilt Chamberlain in 1962. pic.twitter.com/LvGUedz3vb — NBA (@NBA) January 17, 2019James Harden skoraði 57 stig í 18 stiga sigri á Memphis Grizzliers þar sem hann hitti úr 17 af 33 skotum (52%) og 6 af 15 þriggja stiga skotum (40%). Hann nýtti líka 17 af 18 vítum sínum (94%). Auk stiganna þá var hann með 9 fráköst og 2 stoðsendingar. James Harden skoraði síðan 58 stig í 3 stiga tapi á móti Brooklyn Nets þar sem hann hitti úr 16 af 34 skotum (47%) og 5 af 19 þriggja stiga skotum (26%). Hann nýtti líka 21 af 23 vítum sínum (91%). Auk stiganna þá var hann með 10 fráköst og 6 stoðsendingar. Það fylgir sögunni að Harden bjó sjálfur til öll þessi 115 stig því enginn liðfélagi hans í Houston náði að gefa stoðsendingu á hann í þessum tveimur leikjum. Ef eitthvað er ótrúleg tölfræði þá er það sú staðreynd.0 of James Harden's 115 points over the last 2 games have been assisted on. #SCFactspic.twitter.com/NSH7JtIJTy — SportsCenter (@SportsCenter) January 17, 2019Michael Jordan skoraði 69 stig og 49 stig í leikjum sínum 28. og 30. mars árið 1990 en Kobe Bryant var með 37 stig og 81 stig í leikjum sínum 20. til 22. janúar 2006. Báðir voru þeir því með 118 stig samanlagt. Jordan nýtti 43 af 71 skoti sínu í leikjunum tveimur (61%) og skoraði 29 stig af vítalínunni en Kobe Bryant nýtti 40 af 79 skoti sínu í leikjunum tveimur (51%) og skoraði 27 stig af vítalínunni. Harden nýtti 33 af 67 skotum sínum í þessum tveimur leikjum (49%) og 38 stiga hans komu af vítalínunni. Harden gaf 8 stoðsendingar með 115 stigum, Jordan gaf 10 stoðsendingar með sínum 118 stigum og Kobe var með 8 stoðsendingar með sínum 118 stigum. Þrátt fyrir þessa frammistöðu þá var Harden mjög pirraður í leikslok enda tapðist leikurinn. Hér fyrir neðan sést hann strax eftir leik.Harden wasn't having it pic.twitter.com/7Mohp1OsSf — Bleacher Report (@BleacherReport) January 17, 2019With 58 points tonight, James Harden is averaging over 40 PPG for the last 20 games. The most consecutive games averaging 40 PPG: Wilt Chamberlain - 515 Elgin Baylor - 33 Kobe Bryant - 23 Rick Barry - 22 James Harden - 20 pic.twitter.com/wGgyE4wMLq — NBA.com/Stats (@nbastats) January 17, 2019
NBA Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dramatík á Villa Park Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira