Endurtekið efni frá HM 2017 Henry Birgir Gunnarsson skrifar 17. janúar 2019 12:30 Bjarki Már Elísson var frábær í leiknum fyrir tveimur árum og fagnar hér einu sex marka sinna í leiknum. Hann má eiga annan stórleik í kvöld. vísir/epa Strákarnir okkar eru í nákvæmlega sömu sporum í dag og þeir voru á HM í Frakklandi 2017. Það er eiginlega með ólíkindum að nákvæmlega sama staða sé komin upp. Þá var allt undir í lokaumferðinni og andstæðingurinn var Makedónía rétt eins og nú. Tap þýddi forsetabikarinn en sigur og jafntefli fleytti liðinu áfram. Alveg eins og nú. Strákarnir fengu meiri hvíld en Makedónar sem þess utan áttu erfiðan kvöldleik daginn áður. Sá leikur var gegn Spánverjum. Við hverja voru Makedónar að spila í gær? Jú, auðvitað Spánverja. Það eru allar sömu stjörnurnar í liði Makedóníu nú en íslenska liðið er talsvert breytt og auðvitað annar þjálfari.Rúnar Kárason var frábær í leiknum fyrir tveimur árum. Hans verður saknað í kvöld.vísir/epaLeikurinn fyrir tveimur árum var stórfurðulegur. Strákarnir yfirspenntir í upphafi og lentu 0-4 undir. Komu svo til baka með 9-2 kafla og leiddu með tveimur mörkum í leikhléi, 15-13. Er korter var eftir af leiknum var Ísland með fimm marka forskot, 24-19, gegn dauðþreyttum Makedónum. Þá fór allt í baklás og liðið hleypti Makedónum aftur inn í leikinn. Á endanum máttu strákarnir þakka fyrir að tapa ekki leiknum. Lokakaflinn var afar eftirminnilegur. Rúnar Kárason tók skot að marki er 18 sekúndur voru eftir. Það gekk ekki og í stað þess að sækja og reyna að vinna leikinn þá reyndu Makedónar ekki að fara í sókn. Þeir voru sáttir við jafnteflið og verkefnið sem beið þeirra. Túnisbúarnir í stúkunni aftur á móti sturlaðir því makedónskur sigur hefði þýtt að þeir hefðu farið áfram en Ísland hefði farið í Forsetabikarinn. Geir Sveinsson, þáverandi landsliðsþjálfari, var talsvert gagnrýndur eftir leikinn fyrir að taka ekki leikhlé áður en Rúnar skaut á markið. Lesa má meira um það hér.Umfjöllun Fréttablaðsins eftir leik.Leikurinn fór 27-27 og stærstu stjörnur Makedóna skoruðu 21 af þessum mörkum. Þeir eru allir með í kvöld. Lino Cervar, þáverandi landsliðsþjálfari Makedóna, tók línutröllið Zharko Peshevski inn í liðið fyrir Íslandsleikinn. Hann er líka í hópnum í kvöld.Hér má lesa um leikinn frá því fyrir tveimur árum og rifja upp þennan skelfilega lokakafla hjá íslenska liðinu. Rúnar Kárason átti frábæran leik og Bjarki Már Elísson fór einnig á kostum. Það er enginn Rúnar í liði Íslands í kvöld. Þetta verður taugatrekkjandi í kvöld rétt eins og það var fyrir tveimur árum síðan. Vonandi verða taugar leikmanna íslenska liðsins þó betri en þær voru í þessum svakalega leik í Metz. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Þetta vitum við um landslið Makedóníu sem mætir Íslandi á HM í dag Vísir skorað mótherja íslenska landsliðsins en Makedónía getur komið í veg fyrir að strákarnir okkar komist í milliriðil. 17. janúar 2019 11:00 Jafntefli dugar íslenska liðinu í dag Það verða hreinir úrslitaleikir í öllum þremur leikjunum í B-riðli sem Ísland er í á Heimsmeistaramótinu í handbolta í dag. Fyrir lokaumferðina eru Króatía og Spánn með fullt hús stiga og mætast þau í kvöld í leik um efsta sætið og um leið að fara með fullt hús stiga í milliriðlana. 17. janúar 2019 06:30 Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Sjá meira
Strákarnir okkar eru í nákvæmlega sömu sporum í dag og þeir voru á HM í Frakklandi 2017. Það er eiginlega með ólíkindum að nákvæmlega sama staða sé komin upp. Þá var allt undir í lokaumferðinni og andstæðingurinn var Makedónía rétt eins og nú. Tap þýddi forsetabikarinn en sigur og jafntefli fleytti liðinu áfram. Alveg eins og nú. Strákarnir fengu meiri hvíld en Makedónar sem þess utan áttu erfiðan kvöldleik daginn áður. Sá leikur var gegn Spánverjum. Við hverja voru Makedónar að spila í gær? Jú, auðvitað Spánverja. Það eru allar sömu stjörnurnar í liði Makedóníu nú en íslenska liðið er talsvert breytt og auðvitað annar þjálfari.Rúnar Kárason var frábær í leiknum fyrir tveimur árum. Hans verður saknað í kvöld.vísir/epaLeikurinn fyrir tveimur árum var stórfurðulegur. Strákarnir yfirspenntir í upphafi og lentu 0-4 undir. Komu svo til baka með 9-2 kafla og leiddu með tveimur mörkum í leikhléi, 15-13. Er korter var eftir af leiknum var Ísland með fimm marka forskot, 24-19, gegn dauðþreyttum Makedónum. Þá fór allt í baklás og liðið hleypti Makedónum aftur inn í leikinn. Á endanum máttu strákarnir þakka fyrir að tapa ekki leiknum. Lokakaflinn var afar eftirminnilegur. Rúnar Kárason tók skot að marki er 18 sekúndur voru eftir. Það gekk ekki og í stað þess að sækja og reyna að vinna leikinn þá reyndu Makedónar ekki að fara í sókn. Þeir voru sáttir við jafnteflið og verkefnið sem beið þeirra. Túnisbúarnir í stúkunni aftur á móti sturlaðir því makedónskur sigur hefði þýtt að þeir hefðu farið áfram en Ísland hefði farið í Forsetabikarinn. Geir Sveinsson, þáverandi landsliðsþjálfari, var talsvert gagnrýndur eftir leikinn fyrir að taka ekki leikhlé áður en Rúnar skaut á markið. Lesa má meira um það hér.Umfjöllun Fréttablaðsins eftir leik.Leikurinn fór 27-27 og stærstu stjörnur Makedóna skoruðu 21 af þessum mörkum. Þeir eru allir með í kvöld. Lino Cervar, þáverandi landsliðsþjálfari Makedóna, tók línutröllið Zharko Peshevski inn í liðið fyrir Íslandsleikinn. Hann er líka í hópnum í kvöld.Hér má lesa um leikinn frá því fyrir tveimur árum og rifja upp þennan skelfilega lokakafla hjá íslenska liðinu. Rúnar Kárason átti frábæran leik og Bjarki Már Elísson fór einnig á kostum. Það er enginn Rúnar í liði Íslands í kvöld. Þetta verður taugatrekkjandi í kvöld rétt eins og það var fyrir tveimur árum síðan. Vonandi verða taugar leikmanna íslenska liðsins þó betri en þær voru í þessum svakalega leik í Metz.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Þetta vitum við um landslið Makedóníu sem mætir Íslandi á HM í dag Vísir skorað mótherja íslenska landsliðsins en Makedónía getur komið í veg fyrir að strákarnir okkar komist í milliriðil. 17. janúar 2019 11:00 Jafntefli dugar íslenska liðinu í dag Það verða hreinir úrslitaleikir í öllum þremur leikjunum í B-riðli sem Ísland er í á Heimsmeistaramótinu í handbolta í dag. Fyrir lokaumferðina eru Króatía og Spánn með fullt hús stiga og mætast þau í kvöld í leik um efsta sætið og um leið að fara með fullt hús stiga í milliriðlana. 17. janúar 2019 06:30 Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Sjá meira
Þetta vitum við um landslið Makedóníu sem mætir Íslandi á HM í dag Vísir skorað mótherja íslenska landsliðsins en Makedónía getur komið í veg fyrir að strákarnir okkar komist í milliriðil. 17. janúar 2019 11:00
Jafntefli dugar íslenska liðinu í dag Það verða hreinir úrslitaleikir í öllum þremur leikjunum í B-riðli sem Ísland er í á Heimsmeistaramótinu í handbolta í dag. Fyrir lokaumferðina eru Króatía og Spánn með fullt hús stiga og mætast þau í kvöld í leik um efsta sætið og um leið að fara með fullt hús stiga í milliriðlana. 17. janúar 2019 06:30
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða