Erlent

Engar breytingar á lögum um þungunarrof í Noregi

Atli Ísleifsson skrifar
Erna Solberg hefur gegnt embætti forsætisráðherra Noregs frá árinu 2013.
Erna Solberg hefur gegnt embætti forsætisráðherra Noregs frá árinu 2013. EPA/BERIT ROALD
Svo virðist að ekkert verði af mögulegum breytingum á lögum um þungunarrof í Noregi, líkt og verið hefur í umræðunni.

Samkomulag náðist um drög að stjórnarsáttmála nýrrar fjögurra flokka ríkisstjórnar í gær, en Kristilegi þjóðarflokkurinn (KrF) mun þar ganga formlega inn í stjórn Hægriflokks Ernu Solberg forsætisráðherra, Framfaraflokksins og Venstre. KrF hefur hingað til varið stjórnina vantrausti.

KrF hefur barist fyrir því að herða löggjöf um þungunarrof í landinu. Samkvæmt stjórnarsáttmálanum virðist flokkurinn hins vegar þurft að láta í minni pokann í því máli, en á móti náð fram einhverjum af öðrum helstu baráttumálum sínum. Fjölmennar samkomur voru í stærstu borgum Noregs í nóvember þar sem hugsanlegum breytingum á lögum um þungunarrof var mótmælt. 

Flokkarnir fjórir munu hver í sínu lagi taka afstöðu til nýs sáttmála ríkisstjórnar í dag.

Viðræður um nýjan stjórnarsáttmála hófust á öðrum degi þessa árs. Í frétt NRK  segir að í stjórnarsáttmálanum sé meðal annars kveðið á um lækkun vegtolla og breytingar á stefnu stjórnar í loftslagsmálum og bótakerfinu.


Tengdar fréttir

Norska ríkisstjórnin heldur velli

Formaður Kristilega þjóðarflokksins ætlar að segja af sér eftir að landsfundarfulltrúar vildu ekki fylgja honum út úr bláu blokkinni svonefndu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×