Íslensku félögin verða að birta ársreikning sinn á netinu til að komast í gegnum leyfiskerfið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2019 10:30 Valsmenn eru Íslandsmeistarar síðustu tveggja ára og hafa bætt við sig mörgum sterkum leikmönnum í vetur. Vísir/Bára Upplýsingar um rekstur bestu knattspyrnuliða landsins eiga að vera gegnsæjar og opinberar á netinu hjá þeim félögum sem ætla að komast í gegnum leyfiskerfi KSÍ. Liðin sem ætla að spila í Pepsi-deildinni og Inkasso deildinni sumarið 2019 þurfa að að skila nákvæmum og sértökum gögnum í gegnum leyfiskerfi KSÍ eins og síðustu ár en kröfurnar eru alltaf að aukast. Knattspyrnusamband Íslands hélt á dögunum árlegan vinnufund með endurskoðendum og leyfisfulltrúum félaga. Fundurinn stóð yfir í einn og hálfan klukktúma og var haldinn í höfuðstöðvum KSÍ. KSÍ segir frá fundinum á heimasíðu sinni en þar kemur fram að hann hafi að venju vel sóttur af fulltrúum félaga í efstu tveimur deildum karla, sem eru þær deildir sem undirgangast leyfiskerfi KSÍ.Frá fundinum.Mynd/KSÍÁ fundinum fór Lúðvík Georgsson, formaður leyfisráðs KSÍ, yfir þær breytingar sem orðið hafa á leyfisreglugerð KSÍ og leyfisreglugerð UEFA á milli ára. Undanfarin ellefu ár hefur Lúðvík setið í leyfisnefnd UEFA en á liðnu ári sat hann einnig í sérstökum vinnuhópi hjá UEFA sem vann að áðurnefndum reglugerðarbreytingum. Birna María Sigurðardóttir frá Deloitte fór svo ítarlega yfir fjárhagslega þætti. Auk þess fór Birna María yfir áhersluatriði við skil á fjárhagsgögnum á nýju leyfistímabili í kjölfar breytinga á leyfisreglugerð KSÍ.Í frétt Knattspyrnusamband Íslands um fundinni má nálgast glærukynningar frá vinnufundinum og þar fróðlegt að skoða frekar þessi nýju áhersluatriði. Meðal annars verður leyfisumsækjandi verður að birta á vefsíðu sinni, eða vefsíðu KSÍ, síðasta endurskoðaða ársreikning sinn eftir yfirferð KSÍ. Meðal lágmarkskrafa er að upplýsa um heildarupphæð greiðslu til eða í þágu umboðsmanna á reikningsárinu auk þess að segja frá öllum kostnaði við varanleg félagaskipti. Félögin þurfa einnig að gefa upp hvata- og bónusgreiðslur til leikmanna sem og bætur vegna uppsagnar starfsmanna eins og þjálfara. Félögin þurfa líka að kynna sér reikningsskilareglur vegna sérstakra tekjuliða og þar er nefnt sem dæmi ársmiða, tekjur af útsendingum, greiðslur frá styrktaraðilum og önnur framlög. Meðal atugasemda Deloitte frá leyfisferlinu í fyrra þá kom fram að útistandandi kröfur eða skuldir vegna leikmannaskipta stemma stundum ekki á milli félaganna sem um ræðir. Þar kemur líka fram að háar fjárhæðir eru oft ekki sundurliðaðar, heldur færðar sem aðrar tekjur, aðrar skammtímaskuldir eða aðrar skammtímakröfur. Þetta þarf að laga fyrir skilin í ár. Það hefur líka vantað mikið af gögnum frá félögunum í fyrstu yfirferð en það eru gögn eins og ráðningarbréf og staðfestingarbréf. Hér fyrir neðan má nálgast þessar glærukynningar frá Lúðvíki S. Georgssyni og Birnu Maríu Sigurðardóttur.Breytingar á leyfisreglugerð, útgáfa 4.1. (Lúðvík S. Georgsson)Fjárhagslegir þættir (Birna María Sigurðardóttir) Íslenski boltinn Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fleiri fréttir Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Sjá meira
Upplýsingar um rekstur bestu knattspyrnuliða landsins eiga að vera gegnsæjar og opinberar á netinu hjá þeim félögum sem ætla að komast í gegnum leyfiskerfi KSÍ. Liðin sem ætla að spila í Pepsi-deildinni og Inkasso deildinni sumarið 2019 þurfa að að skila nákvæmum og sértökum gögnum í gegnum leyfiskerfi KSÍ eins og síðustu ár en kröfurnar eru alltaf að aukast. Knattspyrnusamband Íslands hélt á dögunum árlegan vinnufund með endurskoðendum og leyfisfulltrúum félaga. Fundurinn stóð yfir í einn og hálfan klukktúma og var haldinn í höfuðstöðvum KSÍ. KSÍ segir frá fundinum á heimasíðu sinni en þar kemur fram að hann hafi að venju vel sóttur af fulltrúum félaga í efstu tveimur deildum karla, sem eru þær deildir sem undirgangast leyfiskerfi KSÍ.Frá fundinum.Mynd/KSÍÁ fundinum fór Lúðvík Georgsson, formaður leyfisráðs KSÍ, yfir þær breytingar sem orðið hafa á leyfisreglugerð KSÍ og leyfisreglugerð UEFA á milli ára. Undanfarin ellefu ár hefur Lúðvík setið í leyfisnefnd UEFA en á liðnu ári sat hann einnig í sérstökum vinnuhópi hjá UEFA sem vann að áðurnefndum reglugerðarbreytingum. Birna María Sigurðardóttir frá Deloitte fór svo ítarlega yfir fjárhagslega þætti. Auk þess fór Birna María yfir áhersluatriði við skil á fjárhagsgögnum á nýju leyfistímabili í kjölfar breytinga á leyfisreglugerð KSÍ.Í frétt Knattspyrnusamband Íslands um fundinni má nálgast glærukynningar frá vinnufundinum og þar fróðlegt að skoða frekar þessi nýju áhersluatriði. Meðal annars verður leyfisumsækjandi verður að birta á vefsíðu sinni, eða vefsíðu KSÍ, síðasta endurskoðaða ársreikning sinn eftir yfirferð KSÍ. Meðal lágmarkskrafa er að upplýsa um heildarupphæð greiðslu til eða í þágu umboðsmanna á reikningsárinu auk þess að segja frá öllum kostnaði við varanleg félagaskipti. Félögin þurfa einnig að gefa upp hvata- og bónusgreiðslur til leikmanna sem og bætur vegna uppsagnar starfsmanna eins og þjálfara. Félögin þurfa líka að kynna sér reikningsskilareglur vegna sérstakra tekjuliða og þar er nefnt sem dæmi ársmiða, tekjur af útsendingum, greiðslur frá styrktaraðilum og önnur framlög. Meðal atugasemda Deloitte frá leyfisferlinu í fyrra þá kom fram að útistandandi kröfur eða skuldir vegna leikmannaskipta stemma stundum ekki á milli félaganna sem um ræðir. Þar kemur líka fram að háar fjárhæðir eru oft ekki sundurliðaðar, heldur færðar sem aðrar tekjur, aðrar skammtímaskuldir eða aðrar skammtímakröfur. Þetta þarf að laga fyrir skilin í ár. Það hefur líka vantað mikið af gögnum frá félögunum í fyrstu yfirferð en það eru gögn eins og ráðningarbréf og staðfestingarbréf. Hér fyrir neðan má nálgast þessar glærukynningar frá Lúðvíki S. Georgssyni og Birnu Maríu Sigurðardóttur.Breytingar á leyfisreglugerð, útgáfa 4.1. (Lúðvík S. Georgsson)Fjárhagslegir þættir (Birna María Sigurðardóttir)
Íslenski boltinn Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fleiri fréttir Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Sjá meira