Þykir siðferðilega rangt að selja fólki lífslausnir gegn greiðslu Sylvía Hall skrifar 15. janúar 2019 20:42 Hafrún Kristjánsdóttir og Alda Karen Hjaltalín ræddu umdeild ummæli í Kastljósi í kvöld. RÚV Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur og Alda Karen Hjaltalín fyrirlesari mættu í Kastljós í kvöld þar sem umdeild ummæli Öldu Karenar í viðtali í Íslandi í dag voru rædd. Ummælin sem um ræðir sneru að sjálfsvígum og hafa verið harðlega gagnrýnd af mörgum sérfræðingum í kjölfarið.Sjá einnig: „Maður segir ekki „þú ert nóg“ við einhvern sem er þunglyndur“ „Það er svo leiðinlegt að þetta sé stærsti sjúkdómurinn sem skekur mannkynið því að lausnin við þessu er svo einföld. Það er bara setningin, þú ert nóg,“ sagði Alda Karen í viðtalinu. Hafrún var á meðal þeirra sem gagnrýndu ummælin og birti hún Facebook-færslu þar sem hún tjáði sig um þau. „Þessi ágæta kona telur sig vera með lausnina á sjálfsvígum og hún er einföld. Bara að segja „ég er nóg“. Mikið vildi ég óska að hún hefði rétt fyrir sér, ef svo væri væru nóbelsverðlaunin hennar,“ skrifaði Hafrún í færslu sinni og sagði slíkan málflutning gera lítið úr alvarlegum og flóknum vanda. Ekki lausn á sjálfsvígsvanda að segja „ég er nóg“ Hafrún segir sjálfsvíg hafa verið rannsökuð af þúsundum fræðimanna sem hafa leitast við að finna leiðir til þess að lækka tíðni sjálfsvíga sem hún segir hafa verið þá sömu frá árinu 1911. Það sé einfaldlega rangt að telja fólki trú um að einföld mantra leysi vandann. „Í öðru lagi, þá finnst mér, og það er ekki bara ég sem er með þessa skoðun, bara siðferðilega ekki rétt að tala til fólks sem líður illa, er með mikla vanlíðan og kannski með áleitnar sjálfsvígshugsanir og segja: „Ég er hér með lausnina og hún er mjög einföld“. Þetta er bara siðferðislega rangt,“ sagði Hafrún í viðtalinu í Kastljósi í kvöld. Henni þykir ekki rétt að selja fólki slíkar hugmyndir og taka greiðslu fyrir. Hún segir slíkan málflutning ýta undir og aukið vanlíðan þeirra sem hafa upplifað sjálfsvígshugsanir eða misst ástvini vegna sjálfsvígs. Segir ummælin hafa verið klaufaleg Alda Karen tók undir orð Hafrúnar og sagði ummælin í gærkvöldi hafa verið klaufaleg. Hún vilji ekki leggja fólki lífsreglurnar heldur tali um svokallaða „lífslykla“ sem hún hafi tamið sér í gegnum ævina. Setningin „þú ert nóg“ hafi verið eitthvað sem hjálpaði henni þegar hún hafi verið á slæmum stað í lífinu og hún vilji miðla því áfram. Einar Þorsteinsson, einn umsjónarmanna Kastljóss, benti þó á að Alda Karen hafði látið samskonar ummæli falla í öðrum viðtölum og einnig komið inn á sjálfsvíg. Þá séu heilu strætóskýlin merkt með setningunni „þú ert nóg“. Hann spurði hana í kjölfarið hvort hún upplifði sig á gráu svæði með því að fara inn á svo viðkvæm málefni og leiðbeina fólki um hvað ætti að gera í slíkum aðstæðum. Hún segir svo ekki vera og hún hafi aldrei auglýst sig sem sérfræðing. „Ég er ekki sálfræðingur, ég er ekki taugalæknir og ég hef enga menntun, ég rétt kláraði framhaldsskóla,“ sagði Alda Karen. Hún sé aðeins ung kona að deila því sem hún hafi lært í gegnum tíðina og vilji frekar líta á sig sem nokkurskonar miðlara sem leiðbeini fólki á rétta staði í erfiðum aðstæðum. Alda Karen í viðtali í Íslandi í dag.Vísir„Það verður að vita sín mörk þegar kemur að svona málum“ Í svari sínu sagði Hafrún að manneskja með jafn stóran hlustunarhóp og Alda Karen bæri bersýnilega mikla ábyrgð. Það væri því mikilvægt að fara varlega þegar málefni á borð við sjálfsvíg væru rædd þar sem þau væru grafalvarleg. „Sjálfsvíg eru mjög flókið fyrirbæri, það er ekki alltaf af sömu ástæðu. Það getur verið fólk með mjög alvarlegar geðraskanir sem fremur sjálfsvíg en líka fólk sem er ekki með skilgreinda geðröskun,“ sagði Hafrún. Hún sagði engar leiðir hafa fundist til þess að lækka tíðni sjálfsvíga og því yrði að stíga varlega til jarðar í yfirlýsingum á borð við þær sem Alda Karen kom með í Íslandi í dag í gærkvöldi. „Það verður að vita sín mörk þegar kemur að svona málum,“ sagði Hafrún. Það væri sjálfsagt mál að hvetja fólk til þess að setja sér markmið og hugsa jákvætt en þegar kæmi að sjálfsvígum yrði að bera ábyrgð, sérstaklega þegar fólk væri að hlusta. Það væru sérfræðingar sem hefðu rætt þessi mál í mörg ár á fyrirlestrum með meiri reynslu. „Það er ekki eins og þú sért fyrst til þess að ræða þetta,“ sagði Hafrún en sagði þó að Alda Karen væri líklegast fyrst til þess að fylla Eldborg við slíkt tilefni.Ætlar sér ekki að búa til söfnuð Einar sagði margt í kringum fyrirlestur Öldu Karenar líta út líkt og hún ætlaði sér að koma upp söfnuði í kringum sig. Hún tali um „lífsbiblíur“ og „lífslykla“ og bjóði jafnvel upp á klúta fari fólk að gráta. Hún segir svo ekki vera. „Ég er að nýta þetta svið fyrir fólk sem er búið að vera lengi í þessum geira,“ sagði Alda Karen og benti á að hún sjálf ætlaði að vera minnst á sviðinu og gefa sérfræðingum pláss til þess að koma fram. Fyrirlesturinn væri þó ákveðin upplifun. „Ég hef ekki áhuga á að vera einhver „cult-leader“ því miður, ég hef bara nóg að gera en ég hef áhuga á að tala um andlega heilsu og hjálpa því með hana svo ég geri bara mitt besta í því.“Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið.Nánari upplýsingar hér. Hér að neðan má sjá viðtalið við Öldu Karen í Íslandi í dag. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ekki allir sáttir við ummæli Öldu Karenar: „Lausnin við þessu er svo einföld“ Alda Karen Hjaltalín, fyrirlesarinn sem vakið hefur mikla athygli að undanförnu, var gestur Íslands í dag í gærkvöldi. 15. janúar 2019 11:30 „Maður segir ekki „þú ert nóg“ við einhvern sem er þunglyndur“ Þá leggur Salbjörg Bjarnadóttir verkefnisstjóri hjá Embætti landlæknis leggur áherslu á að alla umræðu um sjálfsvíg þurfi að nálgast af mikilli ábyrgð. 15. janúar 2019 15:00 Gera grín að peningakossum Öldu Karenar Fyrirlesarinn Alda Karen Hjaltalín heldur úti nokkuð virkri Facebook og Instagram síðu þar sem hún meðal annars sýnir fylgjendum sínum ákveðna lífslykla eins og hún kallar það sjálf. 11. janúar 2019 16:45 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur og Alda Karen Hjaltalín fyrirlesari mættu í Kastljós í kvöld þar sem umdeild ummæli Öldu Karenar í viðtali í Íslandi í dag voru rædd. Ummælin sem um ræðir sneru að sjálfsvígum og hafa verið harðlega gagnrýnd af mörgum sérfræðingum í kjölfarið.Sjá einnig: „Maður segir ekki „þú ert nóg“ við einhvern sem er þunglyndur“ „Það er svo leiðinlegt að þetta sé stærsti sjúkdómurinn sem skekur mannkynið því að lausnin við þessu er svo einföld. Það er bara setningin, þú ert nóg,“ sagði Alda Karen í viðtalinu. Hafrún var á meðal þeirra sem gagnrýndu ummælin og birti hún Facebook-færslu þar sem hún tjáði sig um þau. „Þessi ágæta kona telur sig vera með lausnina á sjálfsvígum og hún er einföld. Bara að segja „ég er nóg“. Mikið vildi ég óska að hún hefði rétt fyrir sér, ef svo væri væru nóbelsverðlaunin hennar,“ skrifaði Hafrún í færslu sinni og sagði slíkan málflutning gera lítið úr alvarlegum og flóknum vanda. Ekki lausn á sjálfsvígsvanda að segja „ég er nóg“ Hafrún segir sjálfsvíg hafa verið rannsökuð af þúsundum fræðimanna sem hafa leitast við að finna leiðir til þess að lækka tíðni sjálfsvíga sem hún segir hafa verið þá sömu frá árinu 1911. Það sé einfaldlega rangt að telja fólki trú um að einföld mantra leysi vandann. „Í öðru lagi, þá finnst mér, og það er ekki bara ég sem er með þessa skoðun, bara siðferðilega ekki rétt að tala til fólks sem líður illa, er með mikla vanlíðan og kannski með áleitnar sjálfsvígshugsanir og segja: „Ég er hér með lausnina og hún er mjög einföld“. Þetta er bara siðferðislega rangt,“ sagði Hafrún í viðtalinu í Kastljósi í kvöld. Henni þykir ekki rétt að selja fólki slíkar hugmyndir og taka greiðslu fyrir. Hún segir slíkan málflutning ýta undir og aukið vanlíðan þeirra sem hafa upplifað sjálfsvígshugsanir eða misst ástvini vegna sjálfsvígs. Segir ummælin hafa verið klaufaleg Alda Karen tók undir orð Hafrúnar og sagði ummælin í gærkvöldi hafa verið klaufaleg. Hún vilji ekki leggja fólki lífsreglurnar heldur tali um svokallaða „lífslykla“ sem hún hafi tamið sér í gegnum ævina. Setningin „þú ert nóg“ hafi verið eitthvað sem hjálpaði henni þegar hún hafi verið á slæmum stað í lífinu og hún vilji miðla því áfram. Einar Þorsteinsson, einn umsjónarmanna Kastljóss, benti þó á að Alda Karen hafði látið samskonar ummæli falla í öðrum viðtölum og einnig komið inn á sjálfsvíg. Þá séu heilu strætóskýlin merkt með setningunni „þú ert nóg“. Hann spurði hana í kjölfarið hvort hún upplifði sig á gráu svæði með því að fara inn á svo viðkvæm málefni og leiðbeina fólki um hvað ætti að gera í slíkum aðstæðum. Hún segir svo ekki vera og hún hafi aldrei auglýst sig sem sérfræðing. „Ég er ekki sálfræðingur, ég er ekki taugalæknir og ég hef enga menntun, ég rétt kláraði framhaldsskóla,“ sagði Alda Karen. Hún sé aðeins ung kona að deila því sem hún hafi lært í gegnum tíðina og vilji frekar líta á sig sem nokkurskonar miðlara sem leiðbeini fólki á rétta staði í erfiðum aðstæðum. Alda Karen í viðtali í Íslandi í dag.Vísir„Það verður að vita sín mörk þegar kemur að svona málum“ Í svari sínu sagði Hafrún að manneskja með jafn stóran hlustunarhóp og Alda Karen bæri bersýnilega mikla ábyrgð. Það væri því mikilvægt að fara varlega þegar málefni á borð við sjálfsvíg væru rædd þar sem þau væru grafalvarleg. „Sjálfsvíg eru mjög flókið fyrirbæri, það er ekki alltaf af sömu ástæðu. Það getur verið fólk með mjög alvarlegar geðraskanir sem fremur sjálfsvíg en líka fólk sem er ekki með skilgreinda geðröskun,“ sagði Hafrún. Hún sagði engar leiðir hafa fundist til þess að lækka tíðni sjálfsvíga og því yrði að stíga varlega til jarðar í yfirlýsingum á borð við þær sem Alda Karen kom með í Íslandi í dag í gærkvöldi. „Það verður að vita sín mörk þegar kemur að svona málum,“ sagði Hafrún. Það væri sjálfsagt mál að hvetja fólk til þess að setja sér markmið og hugsa jákvætt en þegar kæmi að sjálfsvígum yrði að bera ábyrgð, sérstaklega þegar fólk væri að hlusta. Það væru sérfræðingar sem hefðu rætt þessi mál í mörg ár á fyrirlestrum með meiri reynslu. „Það er ekki eins og þú sért fyrst til þess að ræða þetta,“ sagði Hafrún en sagði þó að Alda Karen væri líklegast fyrst til þess að fylla Eldborg við slíkt tilefni.Ætlar sér ekki að búa til söfnuð Einar sagði margt í kringum fyrirlestur Öldu Karenar líta út líkt og hún ætlaði sér að koma upp söfnuði í kringum sig. Hún tali um „lífsbiblíur“ og „lífslykla“ og bjóði jafnvel upp á klúta fari fólk að gráta. Hún segir svo ekki vera. „Ég er að nýta þetta svið fyrir fólk sem er búið að vera lengi í þessum geira,“ sagði Alda Karen og benti á að hún sjálf ætlaði að vera minnst á sviðinu og gefa sérfræðingum pláss til þess að koma fram. Fyrirlesturinn væri þó ákveðin upplifun. „Ég hef ekki áhuga á að vera einhver „cult-leader“ því miður, ég hef bara nóg að gera en ég hef áhuga á að tala um andlega heilsu og hjálpa því með hana svo ég geri bara mitt besta í því.“Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið.Nánari upplýsingar hér. Hér að neðan má sjá viðtalið við Öldu Karen í Íslandi í dag.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ekki allir sáttir við ummæli Öldu Karenar: „Lausnin við þessu er svo einföld“ Alda Karen Hjaltalín, fyrirlesarinn sem vakið hefur mikla athygli að undanförnu, var gestur Íslands í dag í gærkvöldi. 15. janúar 2019 11:30 „Maður segir ekki „þú ert nóg“ við einhvern sem er þunglyndur“ Þá leggur Salbjörg Bjarnadóttir verkefnisstjóri hjá Embætti landlæknis leggur áherslu á að alla umræðu um sjálfsvíg þurfi að nálgast af mikilli ábyrgð. 15. janúar 2019 15:00 Gera grín að peningakossum Öldu Karenar Fyrirlesarinn Alda Karen Hjaltalín heldur úti nokkuð virkri Facebook og Instagram síðu þar sem hún meðal annars sýnir fylgjendum sínum ákveðna lífslykla eins og hún kallar það sjálf. 11. janúar 2019 16:45 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Ekki allir sáttir við ummæli Öldu Karenar: „Lausnin við þessu er svo einföld“ Alda Karen Hjaltalín, fyrirlesarinn sem vakið hefur mikla athygli að undanförnu, var gestur Íslands í dag í gærkvöldi. 15. janúar 2019 11:30
„Maður segir ekki „þú ert nóg“ við einhvern sem er þunglyndur“ Þá leggur Salbjörg Bjarnadóttir verkefnisstjóri hjá Embætti landlæknis leggur áherslu á að alla umræðu um sjálfsvíg þurfi að nálgast af mikilli ábyrgð. 15. janúar 2019 15:00
Gera grín að peningakossum Öldu Karenar Fyrirlesarinn Alda Karen Hjaltalín heldur úti nokkuð virkri Facebook og Instagram síðu þar sem hún meðal annars sýnir fylgjendum sínum ákveðna lífslykla eins og hún kallar það sjálf. 11. janúar 2019 16:45