Sofie Hermansen Eriksdatter, verkefnastjóri Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, stýrir umræðum sem fara fram á íslensku, skandinavísku og ensku.
Fyrsta skáldsaga Auðar Övu var Upphækkuð jörð sem kom út 1998 og sex árum síðar kom út skáldsagan Rigning í nóvember en fyrir hana hlaut Auður Ava Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar. Verðlaunabókin Afleggjarinn kom út 2007 og hefur verið þýdd á fjölda tungumála og hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga meðal annars tilnefningu til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2009.
Skáldsagan Ör fimmta bók Auðar Övu og fyrir hana hlaut hún Íslensku bókmenntaverðlaunin 2017 og Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2018. Í bókinni segir frá Jónasi Ebeneser sem er 49 ára fráskilinn, valdalaus og gagnkynhneigður karlmaður sem hefur ekki haldið utan um bert kvenmannshold – alla vega ekki viljandi – í átta ár og fimm mánuði. En hann er handlaginn. Hann hefur flísalagt sjö baðherbergi og þegar hann leggur af stað í ferðalag sem hann hefur ekki hugsað sér að snúa aftur úr, tekur hann með sér borvél.
Með undirliggjandi húmor veltir Auður Ava upp aðkallandi og alvarlegum spurningum um stöðu kvenna, um stríð og frið, einmanaleika og óhamingju fólks og það að takast á við hið erfiðleika með mennskuna að vopni. Nýjasta skáldsaga Auðar Övu er Ungfrú Ísland.