Um staðreyndir Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 15. janúar 2019 07:00 Staðreynd: Það var meirihlutinn sem lagði fram tillögu í borgarráði um að öllum steinum skyldi velt við í braggamálinu. Engin yfirhylming hefur átt sér stað – heldur er það einmitt vilji meirihlutans að upplýsa þetta mál að fullu. Það er búið að viðurkenna mistök og nú á að ráðast í róttækar breytingar. Hversu oft höfum við séð þessi viðbrögð við erfiðum málum í íslenskum stjórnmálum? Staðreynd: Borgarráð þar sem allir flokkar hafa aðkomu ber hina formlegu ábyrgð á innleiðingu ábendinga braggaskýrslunnar, hópurinn sem borgarstjóri situr í er óformlegur og á bara að móta tillögur sem borgarráð tekur afstöðu til. Borgarstjóri er ekki að fara að rannsaka sjálfan sig, rannsóknin hefur farið fram af óháðum aðila og nú er kominn tími til að taka næsta skref. Þegar komast þarf til botns í flóknum og alvarlegum málum er mikilvægt að halda sig við staðreyndir. Annað er markleysa, getur verið villandi og afvegaleitt umræðuna. Því miður hefur ýmsum rangfærslum verið haldið fram í umræðu um braggamálið. Vigdís Hauksdóttir hefur haldið því fram að skýrslan sýni fram á hegningarlagabrot og að ástæða sé því til að vísa henni til héraðssaksóknara – sem er rangt. Margoft hefur það komið fram í umræðunni að tölvupóstum Hrólfs, fyrrverandi skrifstofustjóra SEA, hafi verið eytt – sem er rangt. Rangfærslurnar eru ýmiss konar. Í Bakþönkum Sirrýjar Hallgrímsdóttur hér í Fréttablaðinu um helgina var ég skrifuð fyrir orðum um borgarstjóra sem ég lét aldrei falla. Þegar Sirrý áttaði sig á mistökum sínum baðst hún strax afsökunar og er hún kona að meiri fyrir það. Ýmsir mættu taka Sirrý sér til fyrirmyndar að þessu leyti. Það er öllum hollt að játa mistök sín og læra af þeim. Í allri vinnu okkar Pírata leggjum við höfuðáherslu á upplýsingagjöf og aðgengi að réttum upplýsingum. Borgarstjórnarflokkur Pírata hefur því boðað grasrót sína á fund nú á fimmtudag til að fara yfir þær upplýsingar sem nú liggja fyrir og rýna skýrslu Innri endurskoðunar saman. Þannig náum við árangri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Dóra Björt Guðjónsdóttir Mest lesið Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Staðreynd: Það var meirihlutinn sem lagði fram tillögu í borgarráði um að öllum steinum skyldi velt við í braggamálinu. Engin yfirhylming hefur átt sér stað – heldur er það einmitt vilji meirihlutans að upplýsa þetta mál að fullu. Það er búið að viðurkenna mistök og nú á að ráðast í róttækar breytingar. Hversu oft höfum við séð þessi viðbrögð við erfiðum málum í íslenskum stjórnmálum? Staðreynd: Borgarráð þar sem allir flokkar hafa aðkomu ber hina formlegu ábyrgð á innleiðingu ábendinga braggaskýrslunnar, hópurinn sem borgarstjóri situr í er óformlegur og á bara að móta tillögur sem borgarráð tekur afstöðu til. Borgarstjóri er ekki að fara að rannsaka sjálfan sig, rannsóknin hefur farið fram af óháðum aðila og nú er kominn tími til að taka næsta skref. Þegar komast þarf til botns í flóknum og alvarlegum málum er mikilvægt að halda sig við staðreyndir. Annað er markleysa, getur verið villandi og afvegaleitt umræðuna. Því miður hefur ýmsum rangfærslum verið haldið fram í umræðu um braggamálið. Vigdís Hauksdóttir hefur haldið því fram að skýrslan sýni fram á hegningarlagabrot og að ástæða sé því til að vísa henni til héraðssaksóknara – sem er rangt. Margoft hefur það komið fram í umræðunni að tölvupóstum Hrólfs, fyrrverandi skrifstofustjóra SEA, hafi verið eytt – sem er rangt. Rangfærslurnar eru ýmiss konar. Í Bakþönkum Sirrýjar Hallgrímsdóttur hér í Fréttablaðinu um helgina var ég skrifuð fyrir orðum um borgarstjóra sem ég lét aldrei falla. Þegar Sirrý áttaði sig á mistökum sínum baðst hún strax afsökunar og er hún kona að meiri fyrir það. Ýmsir mættu taka Sirrý sér til fyrirmyndar að þessu leyti. Það er öllum hollt að játa mistök sín og læra af þeim. Í allri vinnu okkar Pírata leggjum við höfuðáherslu á upplýsingagjöf og aðgengi að réttum upplýsingum. Borgarstjórnarflokkur Pírata hefur því boðað grasrót sína á fund nú á fimmtudag til að fara yfir þær upplýsingar sem nú liggja fyrir og rýna skýrslu Innri endurskoðunar saman. Þannig náum við árangri.
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun