Nokkrar þeirra snúa að mögulegum felustöðum mannræningjanna og eru einhverjar ábendinganna um staði utan landsteina Noregs að því er segir í frétt VG.
Lögreglan vill ekki fara nánar út í það um hvað ábendingar almennings snúast, til dæmis hvaða lönd hafa verið nefnd í þessu samhengi, en segir ábendingarnar bæði koma frá Norðmönnum sem og fólki sem býr erlendis.

Vita enn ekki hverjir mennirnir á myndskeiðunum eru
Talið er að Anne-Elisabeth hafi verið rænt frá heimili sínu og manns hennar, Tom Hagen, þann 31. október síðastliðinn. Hagen er einn ríkasti maður Noregs og fara mannræningjarnir fram á meira en einn milljarð íslenskra króna í órekjanlegri rafmynt í lausnargjald fyrir eiginkonu hans.Daginn eftir að greint var frá hvarfi Anne-Elisabeth birti lögreglan myndir úr eftirlitsmyndavélum við vinnustað Hagen frá 31. október. Óskaði lögreglan eftir upplýsingum um tvo menn sem sjást á myndskeiðunum en ekki er vitað hverjir þeir eru eða hvað þeir voru að gera.
Lögreglan útilokar ekki að þeir hafi verið að standa einhvers konar vörð við vinnustað Hagen og segir það forgangsatriði í rannsókninni að upplýsa hverjir mennirnir eru og hvað þeir voru að gera.