Kom Geir á óvart að Akureyri hafi hringt í hann Anton Ingi Leifsson skrifar 14. janúar 2019 06:00 Geir Sveinsson er mættur í Olís-deild karla. vísir/skjáskot Geir Sveinsson, nýráðinn þjálfari Akureyrar í Olís-deild karla, segir að það hafi komið sér á óvart er Akureyri hringdi í hann nokkrum dögum fyrir jól. Geir tekur við Akureyri af Sverre Jakobsen sem hætti með liðið milli jóla og nýárs og við tekur fyrrum landsliðsþjálfarinn Geir. „Skömmu fyrir jól fékk ég símtal héðan þar sem ég var spurður hvort ég væri tilbúinn að koma fljótlega og taka við liðinu,“ sagði Geir í samtali við Tryggva Pál Tryggvason. „Þetta kom mér á óvart svo ég sé hreinskilinn hvað það varðar. Ég sagði við menn að ég myndi hugsa þetta um jólin og ég ákvað að stökkva á þetta.“ „Mér fannst þetta spennandi verkefni. Þetta er áskorun en jafnframt spennandi og hingað er ég kominn,“ en hvað þarf að laga? „Það er búið að gera mjög fína hluti og margt gott. Það er búið að ná í góð stig. Átta dýrmæt stig og maður hefur séð mjög góða leiki hjá liðinu.“ Akureyri er með átta stig en liðið vann frækna sigra fyrir áramót en datt þess á milli dálítið niður. Geir segir að það vanti jafnvægi í liðið. „Liðið náði að vinna Selfoss og FH og náði sér þar í dýrmæt stig. Það er auðvitað það sem við ætlum að gera en það þarf helst að ná meira jafnvægi.“ „Þetta eru flottir, duglegir strákar. Þeir eru viljugir og þetta gengur út á það að menn séu tilbúnir að gefa sig allt í verkefnið. Mér sýnist það á leikjunum sem ég er búinn að skoða að menn geri það.“ „Svo reynum við að fínpússa það hvernig við getum gert það enn betur. Þetta er sameiginlegt markmið að ná sem flestum stigum,“ en um framhaldið hafði Geir þetta að segja: „Þetta eru fjórar vikur í næsta leik. Við þurfum að nýta tímann vel. Við förum til Noregs í nokkra daga sem er mjög kærkomið. Þar getum við þjappað okkur saman og fáum æfingaleiki. Vonandi kemur eitthvað gott út úr því,“ sagði Geir. Innslagið í heild má sjá hér að neðan. Olís-deild karla Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira
Geir Sveinsson, nýráðinn þjálfari Akureyrar í Olís-deild karla, segir að það hafi komið sér á óvart er Akureyri hringdi í hann nokkrum dögum fyrir jól. Geir tekur við Akureyri af Sverre Jakobsen sem hætti með liðið milli jóla og nýárs og við tekur fyrrum landsliðsþjálfarinn Geir. „Skömmu fyrir jól fékk ég símtal héðan þar sem ég var spurður hvort ég væri tilbúinn að koma fljótlega og taka við liðinu,“ sagði Geir í samtali við Tryggva Pál Tryggvason. „Þetta kom mér á óvart svo ég sé hreinskilinn hvað það varðar. Ég sagði við menn að ég myndi hugsa þetta um jólin og ég ákvað að stökkva á þetta.“ „Mér fannst þetta spennandi verkefni. Þetta er áskorun en jafnframt spennandi og hingað er ég kominn,“ en hvað þarf að laga? „Það er búið að gera mjög fína hluti og margt gott. Það er búið að ná í góð stig. Átta dýrmæt stig og maður hefur séð mjög góða leiki hjá liðinu.“ Akureyri er með átta stig en liðið vann frækna sigra fyrir áramót en datt þess á milli dálítið niður. Geir segir að það vanti jafnvægi í liðið. „Liðið náði að vinna Selfoss og FH og náði sér þar í dýrmæt stig. Það er auðvitað það sem við ætlum að gera en það þarf helst að ná meira jafnvægi.“ „Þetta eru flottir, duglegir strákar. Þeir eru viljugir og þetta gengur út á það að menn séu tilbúnir að gefa sig allt í verkefnið. Mér sýnist það á leikjunum sem ég er búinn að skoða að menn geri það.“ „Svo reynum við að fínpússa það hvernig við getum gert það enn betur. Þetta er sameiginlegt markmið að ná sem flestum stigum,“ en um framhaldið hafði Geir þetta að segja: „Þetta eru fjórar vikur í næsta leik. Við þurfum að nýta tímann vel. Við förum til Noregs í nokkra daga sem er mjög kærkomið. Þar getum við þjappað okkur saman og fáum æfingaleiki. Vonandi kemur eitthvað gott út úr því,“ sagði Geir. Innslagið í heild má sjá hér að neðan.
Olís-deild karla Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira