Opinbert fé leitt til slátrunar Eyþór Arnalds skrifar 14. janúar 2019 07:00 Viðmið um hvað má breytast í tímans rás. Lög og reglur líka. Lög um meðferð opinberra fjármuna og upplýsingar hafa styrkst og viðurlög verið hert. Engu að síður sjáum við dæmi þess að opinberu fé er stundum sólundað án þess að nokkur axli á því ábyrgð. Skólabókardæmið er braggamálið, þar sem hátt í hálfum milljarði var sólundað í ólögbundið verkefni. Allt brást frá upphafi til enda, en verkinu er reyndar ekki enn lokið. Í braggamálinu er staðfest að sveitarstjórnarlög og lög um skjalasöfn voru brotin. Og háar fjárhæðir greiddar án heimildar. Reglur borgarinnar um innkaup voru brotnar og gefnar voru upp rangar upplýsingar til borgarráðs. Tölvupóstum og afritum var eytt. Þetta er allt staðfest í skýrslu Innri endurskoðunar borgarinnar. Eftir standa tvö mál sem þarfnast frekari skoðunar. Í fyrsta lagi var ekki kannað hvort hinir undarlegu, háu reikningar væru tilhæfulausir, en fjárhæð einstakra verka hefur vakið athygli. Í öðru lagi hvernig á því stóð að lög um skjalavörslu voru brotin líkt og staðfest er í skýrslunni. Og tölvupóstum eytt án þess að tryggja að skjöl og upplýsingar væru vistuð í skjalakerfi eins og lögin gera ráð fyrir. Hvort tveggja þarf að kanna. Við höfum lagt til að Borgarskjalasafn fari yfir skjalamálin enda er mikilvægt að braggamálið verði að fullu upplýst sem víti til varnaðar. Braggaverkefnið hófst á síðasta kjörtímabili en þá voru Píratar við völd. Árið 2015 gaf Innri endurskoðandi út svarta skýrslu um skrifstofu eigna (SEA) með 30 ábendingum. Ef farið hefði verið eftir þeim hefði braggahneykslinu verið afstýrt. Píratar bera því ábyrgð á stöðunni enda með formennsku í stjórnkerfisráði borgarinnar. Viðreisn kom ný inn í borgarmálin og hefur tækifæri til að taka af festu á málinu. Það er öðru nær. Enginn hefur axlað ábyrgð. Það er kominn tími á ný viðmið í því hvernig farið er með skattfé. Þeir flokkar sem talað hafa gegn spillingu og boðað gagnsæi hafa nú prófmál á herðum sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Eyþór Arnalds Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Skoðun Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Sjá meira
Viðmið um hvað má breytast í tímans rás. Lög og reglur líka. Lög um meðferð opinberra fjármuna og upplýsingar hafa styrkst og viðurlög verið hert. Engu að síður sjáum við dæmi þess að opinberu fé er stundum sólundað án þess að nokkur axli á því ábyrgð. Skólabókardæmið er braggamálið, þar sem hátt í hálfum milljarði var sólundað í ólögbundið verkefni. Allt brást frá upphafi til enda, en verkinu er reyndar ekki enn lokið. Í braggamálinu er staðfest að sveitarstjórnarlög og lög um skjalasöfn voru brotin. Og háar fjárhæðir greiddar án heimildar. Reglur borgarinnar um innkaup voru brotnar og gefnar voru upp rangar upplýsingar til borgarráðs. Tölvupóstum og afritum var eytt. Þetta er allt staðfest í skýrslu Innri endurskoðunar borgarinnar. Eftir standa tvö mál sem þarfnast frekari skoðunar. Í fyrsta lagi var ekki kannað hvort hinir undarlegu, háu reikningar væru tilhæfulausir, en fjárhæð einstakra verka hefur vakið athygli. Í öðru lagi hvernig á því stóð að lög um skjalavörslu voru brotin líkt og staðfest er í skýrslunni. Og tölvupóstum eytt án þess að tryggja að skjöl og upplýsingar væru vistuð í skjalakerfi eins og lögin gera ráð fyrir. Hvort tveggja þarf að kanna. Við höfum lagt til að Borgarskjalasafn fari yfir skjalamálin enda er mikilvægt að braggamálið verði að fullu upplýst sem víti til varnaðar. Braggaverkefnið hófst á síðasta kjörtímabili en þá voru Píratar við völd. Árið 2015 gaf Innri endurskoðandi út svarta skýrslu um skrifstofu eigna (SEA) með 30 ábendingum. Ef farið hefði verið eftir þeim hefði braggahneykslinu verið afstýrt. Píratar bera því ábyrgð á stöðunni enda með formennsku í stjórnkerfisráði borgarinnar. Viðreisn kom ný inn í borgarmálin og hefur tækifæri til að taka af festu á málinu. Það er öðru nær. Enginn hefur axlað ábyrgð. Það er kominn tími á ný viðmið í því hvernig farið er með skattfé. Þeir flokkar sem talað hafa gegn spillingu og boðað gagnsæi hafa nú prófmál á herðum sér.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun