Sarah Hyland opnar sig um veikindin og sjálfsvígshugsanir Sylvía Hall skrifar 13. janúar 2019 10:55 Hyland er þekktust fyrir hlutverk sitt í þáttunum Modern Family. Vísir/Getty Modern Family stjarnan Sarah Hyland var í viðtali hjá spjallþáttadrottningunni Ellen DeGeneres á dögunum þar sem hún talaði opinskátt um veikindi sín. Hyland, sem hefur þurft að fara í tvær nýrnaígræðslur, var mjög verkjuð í kjölfar veikinda sinna og íhugaði að taka eigið líf. „Ég hef farið í um það bil sex aðgerðir síðustu ár en örugglega um sextán yfir ævina,“ segir Hyland sem nýverið fagnaði 28 ára afmæli sínu. Hún hefur þó ekki aðeins þurft að kljást við nýrnavandamál en leikkonan er einnig greind með endómetríósu sem er einnig þekkt sem legslímuflakk. Talið er að 5-10 prósent kvenna séu með sjúkdóminn sem er kvalafullur krónískur móðurlífssjúkdómur.Þunglyndi og sjálfsvígshugsanir vegna verkja Í viðtalinu rifjar hún upp þegar líkami hennar hafnaði fyrri nýrnaígræðslu hennar þegar tökur á Modern Family stóðu yfir. Sársaukinn sem því fylgdi var nærri óbærilegur og lagðist leikkonan í mikið þunglyndi í kjölfarið sem leiddi af sér alvarlegar sjálfsvígshugsanir. „26 eða 27 ár af stanslausum verkjum og veikindum þar sem þú veist ekki hvenær þú munt næst eiga góðan dag, það er mjög erfitt. Ég byrjaði oft að skrifa bréf í huganum til ástvina þar sem ég útskýrði hvers vegna ég [tók eigið líf] og hvernig það var engum að kenna,“ sagði leikkonan. Hún sagðist aldrei hafa skrifað hugsanirnar á blað því hún vildi ekki að einhver myndi finna þau. Hún hafi þó oft verið nærri því að láta verða að því. „Ég var mjög, mjög nálægt því.“Hjálpaði að tala opinskátt um vandamálið Hún segist fljótlega hafa áttað sig á því að hún þyrfti að leita sér aðstoðar. Margir höfðu dregið það í efa að hún þyrfti að leita sérfræðiaðstoðar en þegar hún útskýrði hvað væri í gangi varð öllum ljóst að aðstoðar væri þörf. „Bara að segja það upphátt hjálpaði ótrúlega vegna þess að ég hafði haldið þessu fyrir mig í fleiri fleiri mánuði,“ sagði Hyland. Hún segir fólk í kringum sig almennt ekki hafa gert sér grein fyrir því hversu mikil vanlíðanin væri. Að sama skapi sagði hún engum frá því vegna þess að hún vildi ekki að einhver myndi stoppa sig af léti hún verða að því. „Allir með þunglyndi eða kvíða eða sjálfsvígshugsanir, allir þessir einstaklingar eru ólíkir. Ég get ekki sagt að það sama og virkaði fyrir mig virki fyrir aðra en að tala við einhvern og segja þetta upphátt setur hlutina í samhengi,“ sagði leikkonan að lokum.Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið.Nánari upplýsingar hér. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Hyland greinir frá kynferðisofbeldi Leikkonan Sarah Hyland er meðal þeirra kvenna sem stigið hafa fram á síðustu dögum og greint frá kynferðislegu ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir á árum áður. 28. september 2018 15:49 Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira
Modern Family stjarnan Sarah Hyland var í viðtali hjá spjallþáttadrottningunni Ellen DeGeneres á dögunum þar sem hún talaði opinskátt um veikindi sín. Hyland, sem hefur þurft að fara í tvær nýrnaígræðslur, var mjög verkjuð í kjölfar veikinda sinna og íhugaði að taka eigið líf. „Ég hef farið í um það bil sex aðgerðir síðustu ár en örugglega um sextán yfir ævina,“ segir Hyland sem nýverið fagnaði 28 ára afmæli sínu. Hún hefur þó ekki aðeins þurft að kljást við nýrnavandamál en leikkonan er einnig greind með endómetríósu sem er einnig þekkt sem legslímuflakk. Talið er að 5-10 prósent kvenna séu með sjúkdóminn sem er kvalafullur krónískur móðurlífssjúkdómur.Þunglyndi og sjálfsvígshugsanir vegna verkja Í viðtalinu rifjar hún upp þegar líkami hennar hafnaði fyrri nýrnaígræðslu hennar þegar tökur á Modern Family stóðu yfir. Sársaukinn sem því fylgdi var nærri óbærilegur og lagðist leikkonan í mikið þunglyndi í kjölfarið sem leiddi af sér alvarlegar sjálfsvígshugsanir. „26 eða 27 ár af stanslausum verkjum og veikindum þar sem þú veist ekki hvenær þú munt næst eiga góðan dag, það er mjög erfitt. Ég byrjaði oft að skrifa bréf í huganum til ástvina þar sem ég útskýrði hvers vegna ég [tók eigið líf] og hvernig það var engum að kenna,“ sagði leikkonan. Hún sagðist aldrei hafa skrifað hugsanirnar á blað því hún vildi ekki að einhver myndi finna þau. Hún hafi þó oft verið nærri því að láta verða að því. „Ég var mjög, mjög nálægt því.“Hjálpaði að tala opinskátt um vandamálið Hún segist fljótlega hafa áttað sig á því að hún þyrfti að leita sér aðstoðar. Margir höfðu dregið það í efa að hún þyrfti að leita sérfræðiaðstoðar en þegar hún útskýrði hvað væri í gangi varð öllum ljóst að aðstoðar væri þörf. „Bara að segja það upphátt hjálpaði ótrúlega vegna þess að ég hafði haldið þessu fyrir mig í fleiri fleiri mánuði,“ sagði Hyland. Hún segir fólk í kringum sig almennt ekki hafa gert sér grein fyrir því hversu mikil vanlíðanin væri. Að sama skapi sagði hún engum frá því vegna þess að hún vildi ekki að einhver myndi stoppa sig af léti hún verða að því. „Allir með þunglyndi eða kvíða eða sjálfsvígshugsanir, allir þessir einstaklingar eru ólíkir. Ég get ekki sagt að það sama og virkaði fyrir mig virki fyrir aðra en að tala við einhvern og segja þetta upphátt setur hlutina í samhengi,“ sagði leikkonan að lokum.Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið.Nánari upplýsingar hér.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Hyland greinir frá kynferðisofbeldi Leikkonan Sarah Hyland er meðal þeirra kvenna sem stigið hafa fram á síðustu dögum og greint frá kynferðislegu ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir á árum áður. 28. september 2018 15:49 Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira
Hyland greinir frá kynferðisofbeldi Leikkonan Sarah Hyland er meðal þeirra kvenna sem stigið hafa fram á síðustu dögum og greint frá kynferðislegu ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir á árum áður. 28. september 2018 15:49