Erlent

Skutu táragasi á kennara

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Um 2.000 kennarar mótmæltu í miðborg Aþenu í gær, veifuðu rauðum fánum og hrópuðu slagorð gegn frumvarpi menntamálaráðuneytisins sem ráðuneytið tekur nú við umsögnum um. Frumvarpið snýst um breytingar á því hvernig starfsmenn eru ráðnir.
Um 2.000 kennarar mótmæltu í miðborg Aþenu í gær, veifuðu rauðum fánum og hrópuðu slagorð gegn frumvarpi menntamálaráðuneytisins sem ráðuneytið tekur nú við umsögnum um. Frumvarpið snýst um breytingar á því hvernig starfsmenn eru ráðnir. Vísir/AP
Um 2.000 kennarar mótmæltu í miðborg Aþenu í gær, veifuðu rauðum fánum og hrópuðu slagorð gegn frumvarpi menntamálaráðuneytisins sem ráðuneytið tekur nú við umsögnum um. Frumvarpið snýst um breytingar á því hvernig starfsmenn eru ráðnir.

Að því er Reuters greindi frá varpaði gríska lögreglan táragasi á mótmælendur í von um að tvístra skaranum. Flestir mótmælenda eru sagðir viðriðnir kommúnistasamtökin PAME. Þá urðu einnig átök á milli lögreglu og hóps mótmælenda sem reyndi að komast inn í skrifstofuhúsnæði forsætisráðuneytisins.

Stéttarfélög kennara hafa haldið því fram að skólar í landinu séu undirmannaðir. Því kröfðust mótmælendur þess að stöðugildum yrði fjölgað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×