Króatar sterkari á ögurstundu Hjörvar Ólafsson skrifar 12. janúar 2019 10:30 Elvar Örn Jónsson átti afar góðan leik þegar íslenska liðið mætti Króatíu. Hann skoraði fimm marka Íslands og gaf þrjár stoðsendingar. Fréttablaðið/AFP Ísland laut í lægra haldi með fjórum mörkum þegar liðið mætti Króatíu í fyrstu umferð í B-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta karla í gær. Frammistaða íslenska liðsins í leiknum var heilt yfir mjög góð, en tveir slæmir kaflar í lok beggja hálfleikjanna gerðu það að verkum að Króatar fóru með sigur af hólmi í leiknum. Sóknarleikur íslenska liðsins var vel skipulagður og einkar vel útfærður lungann úr leiknum. Þar fór Aron Pálmarsson gjörsamlega á kostnum, en hann skoraði sjö mörk í leiknum og átti þar að auki sjö stoðsendingar á samherja sína. Aron gaf tóninn með fyrstu tveimur mörkum leiksins og átti sinn besta landsleik í langan tíma. Það var svo ekki að sjá að Elvar Örn Jónsson væri að spila á sínu fyrsta stórmóti, en hann var næstmarkahæstur í íslenska liðinu með fimm mörk. Elvar Örn var bæði áræðinn og öruggur í sínum aðgerðum og gaman að sjá hversu langt hann er kominn í þróun sinni sem handboltamaður. Ísland hafði forystu, 26-25, þegar tæpar tíu mínútur voru eftir af leiknum, en lokakafli leiksins fór 7-1 Króatíu í vil og því fór sem fór. Króatíska liðið skoraði sömuleiðis fimm síðustu mörk fyrri hálfleiksins og því voru það lokakaflar hálfleikjanna sem urðu íslenska liðinu að falli líkt og áður sagði. Stefán Árnason, álitsgjafi Fréttablaðsins, var virkilega ánægður með spilamennsku íslenska liðsins í leiknum, en telur að slæmur varnarleikur og tapaðir boltar þegar mest á reyndi hafi reynst liðinu dýrkeyptir. „Mér finnst fyrst og fremst unun að sjá hversu vel undirbúið íslenska liðið mætti til leiks. Það var auðsjáanlegt að Guðmundur Þórður Guðmundsson hafði kortlagt Króatana gríðarlega vel og sömuleiðis sett sóknarleikinn vel upp. Það var líka frábært að sjá hversu vel Aron Pálmarsson spilaði í leiknum og það er langt síðan maður sá hann í þessum ham með landsliðinu. Það er greinilegt að Guðmundur er að ná því besta fram í Aroni,“ sagði Stefán um leikinn í gær. „Það gladdi mig svo mikið að sjá hversu vel Elvar Örn kom inn í leikinn. Hann var skynsamur í sínum aðgerðum, aðgangsharður og kláraði færin sín vel. Ég vissi vel hvað býr í honum þar sem hann hefur sýnt það áður bæði með yngri landsliðunum og Selfossi. Það var hins vegar ánægjulegt að sjá að hann gæti verulega látið til sín taka á stærsta sviðinu,“ sagði hann enn fremur. „Ómar Ingi Magnússon átti svo góða spretti í leiknum og skoraði mörk á mikilvægum augnablikum í leiknum. Ágúst Elí Björgvinsson kom með góða innkomu í markið í seinni hálfleiknum. Markvarslan heilt yfir í leiknum var hins vegar ekki nógu góð. Það verður hins vegar að taka það fram þeim til varnar að mér fannst við ekki ná okkur nægilega vel á strik í varnarleiknum nema á stuttum köflum í hvorum hálfleik. Það var svo sem vitað að það yrði erfitt að ráða við leikmenn eins og Luka Stepancic, Luka Cindric og Domagoj Duvnjak. Við vorum ekki nógu sterkir maður á móti manni á móti þeim sem er reyndar mjög eðlilegt þar sem þetta eru leikmenn í hæsta gæðaflokki,“ sagði Stefán. „Mér fannst þessi leikur hins vegar gefa jákvæð fyrirheit fyrir framhaldið, en næsti leikur sem er gegn Spáni verður hins vegar gríðarlega erfiður þar sem Spánverjar eru með sterkara lið en Króatía að mínu mati. Þessi leikur sýndi hins vegar hversu langt okkar lið er komið og það er ekkert langt í bestu lið heims,“ sagði hann um framhaldið hjá íslenska liðinu. Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
Ísland laut í lægra haldi með fjórum mörkum þegar liðið mætti Króatíu í fyrstu umferð í B-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta karla í gær. Frammistaða íslenska liðsins í leiknum var heilt yfir mjög góð, en tveir slæmir kaflar í lok beggja hálfleikjanna gerðu það að verkum að Króatar fóru með sigur af hólmi í leiknum. Sóknarleikur íslenska liðsins var vel skipulagður og einkar vel útfærður lungann úr leiknum. Þar fór Aron Pálmarsson gjörsamlega á kostnum, en hann skoraði sjö mörk í leiknum og átti þar að auki sjö stoðsendingar á samherja sína. Aron gaf tóninn með fyrstu tveimur mörkum leiksins og átti sinn besta landsleik í langan tíma. Það var svo ekki að sjá að Elvar Örn Jónsson væri að spila á sínu fyrsta stórmóti, en hann var næstmarkahæstur í íslenska liðinu með fimm mörk. Elvar Örn var bæði áræðinn og öruggur í sínum aðgerðum og gaman að sjá hversu langt hann er kominn í þróun sinni sem handboltamaður. Ísland hafði forystu, 26-25, þegar tæpar tíu mínútur voru eftir af leiknum, en lokakafli leiksins fór 7-1 Króatíu í vil og því fór sem fór. Króatíska liðið skoraði sömuleiðis fimm síðustu mörk fyrri hálfleiksins og því voru það lokakaflar hálfleikjanna sem urðu íslenska liðinu að falli líkt og áður sagði. Stefán Árnason, álitsgjafi Fréttablaðsins, var virkilega ánægður með spilamennsku íslenska liðsins í leiknum, en telur að slæmur varnarleikur og tapaðir boltar þegar mest á reyndi hafi reynst liðinu dýrkeyptir. „Mér finnst fyrst og fremst unun að sjá hversu vel undirbúið íslenska liðið mætti til leiks. Það var auðsjáanlegt að Guðmundur Þórður Guðmundsson hafði kortlagt Króatana gríðarlega vel og sömuleiðis sett sóknarleikinn vel upp. Það var líka frábært að sjá hversu vel Aron Pálmarsson spilaði í leiknum og það er langt síðan maður sá hann í þessum ham með landsliðinu. Það er greinilegt að Guðmundur er að ná því besta fram í Aroni,“ sagði Stefán um leikinn í gær. „Það gladdi mig svo mikið að sjá hversu vel Elvar Örn kom inn í leikinn. Hann var skynsamur í sínum aðgerðum, aðgangsharður og kláraði færin sín vel. Ég vissi vel hvað býr í honum þar sem hann hefur sýnt það áður bæði með yngri landsliðunum og Selfossi. Það var hins vegar ánægjulegt að sjá að hann gæti verulega látið til sín taka á stærsta sviðinu,“ sagði hann enn fremur. „Ómar Ingi Magnússon átti svo góða spretti í leiknum og skoraði mörk á mikilvægum augnablikum í leiknum. Ágúst Elí Björgvinsson kom með góða innkomu í markið í seinni hálfleiknum. Markvarslan heilt yfir í leiknum var hins vegar ekki nógu góð. Það verður hins vegar að taka það fram þeim til varnar að mér fannst við ekki ná okkur nægilega vel á strik í varnarleiknum nema á stuttum köflum í hvorum hálfleik. Það var svo sem vitað að það yrði erfitt að ráða við leikmenn eins og Luka Stepancic, Luka Cindric og Domagoj Duvnjak. Við vorum ekki nógu sterkir maður á móti manni á móti þeim sem er reyndar mjög eðlilegt þar sem þetta eru leikmenn í hæsta gæðaflokki,“ sagði Stefán. „Mér fannst þessi leikur hins vegar gefa jákvæð fyrirheit fyrir framhaldið, en næsti leikur sem er gegn Spáni verður hins vegar gríðarlega erfiður þar sem Spánverjar eru með sterkara lið en Króatía að mínu mati. Þessi leikur sýndi hins vegar hversu langt okkar lið er komið og það er ekkert langt í bestu lið heims,“ sagði hann um framhaldið hjá íslenska liðinu.
Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira