Guðmundur vonsvikinn með tapið en hrósar strákunum fyrir „framúrskarandi frammistöðu“ Anton Ingi Leifsson skrifar 11. janúar 2019 19:16 vísir/getty Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari, segist vera ósáttur að hafa tapað leiknum gegn Króatíu því hann segir íslenska liðið hafi ekki verið slakara liðið í kvöld. „Það er svekkjandi að tapa og þá sérstaklega þegar maður er inn í leiknum. Við spiluðum frábærlega megnið af fyrri hálfleik en svo kom þessi fimm mínútna kafli þar sem við hleypum þeim fram úr okkur og við þurfum að skoða,“ sagði Guðmundur við Tómas Þór Þórðarson í Munchen. „Við tökum ekki réttar ákvarðanir og skjótum illa. Síðan byrjar síðari hálfleikurinn og við náðum að átta okkur. Við eigum frábæran kafla þar sem við komumst yfir og gríðarlega sterkt. Þá spiluðum við stórkostlegan handbolta bæði í vörn og sókn.“ „Við vorum að vinna boltann í vörninni og vorum að keyra á þá. Svo gekk sóknarleikurinn alveg eins og við höfðum planað. Síðan kemur því miður aftur slæmur kafli þar sem þeir landa sigrinum. Við þurfum að skoða þetta og fara yfir þetta.“ „Maður vill vinna en ég get ekki annað en hrósað leikmönnunum fyrir alveg framúrskarandi frammistöðu. Þeir börðust eins og ljón. Við vorum að máta okkur við eitt besta lið í heimi. Við þurfum ekki að skammast okkar fyrir þetta.“ Elvar Örn Jónsson, Selfyssingurinn, átti frábæran leik í sínum fyrsta leik á stórmóti og Guðmundur var ánægður með hann á báðum enda vallarins. „Hann stendur sig mjög vel og er með stórt hlutverk allan tímann. Hann er einnig að spila varnarhlutverk hægra megin og gerði það frábærlega megnið af leiknum. Hann stóð sig frábærlega sem leikstjórnandi. Hann er með góða skotógnun og það var ánægjulegt.“ „Sóknarleikurinn í heild sinni var mjög ánægjulegur. Þetta er búið að vera ofboðsleg yfirlega að fá réttu hlutina í gang gegn þessari mjög svo erfiðu vörn. Það er erfitt að brjóta hana á bak aftur en mér fannst okkur takast það ótrúlega vel.“ „Það eru svo nokkur skot sem eru illa ígrunduð sem færði þeim sigurinn finnst mér. Auðvitað fengum við líka brottvísanir sem við þurfum að skoða. Við gerðum mistök þar en mér fannst dómararnir harðir við okkur tvisvar sinnum.“ Mikil áhersla hefur verið lögð á varnarleikinn síðan að Guðmundur tók við og hann segir að drengirnir færist nær og nær því að ná honum upp á tíu. „Þeir eru nokkuð nálægt því. Við erum að fá á okkur bestu maður á mann leikmenn í heimi. Þetta eru engar smá árasir sem koma og við þurfum að klára það. Það vantaði á köflum að við náðum ekki að loka á Cindric.“ „Stephanic var að fá of góða braut inn á miðjuna sem olli okkur vandræðum en við erum alls ekki eina liðið sem hefur glímt við þetta,“ en nú eru fjórir leikir eftir af riðlinum. „Mér finnst við getað tekið mjög margt jákvætt úr þessum leik. Ég held á endanum, þó við höfum tapað, þá gefur þetta ákveðið sjálfstraust. Þetta sýnir okkur hvar við stöndum gegn þeim bestu. Mér fannst við ekki síðra liðið, þó við höfum tapað,“ sagði Guðmundur.Klippa: Guðmundur: Get ekki annað en hrósað leikmönnunum HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Ólafur: Ef einhverjir voru búnir á því þá voru það þeir Ólafur Gústafsson, varnarmaður, fór yfir leikinn gegn Króötum. 11. janúar 2019 18:48 Utan vallar: Dúkurinn spyr ekki um aldur Íslenska landsliðið er ungt en enginn spyr um aldur á meðan leikur er í gangi. 11. janúar 2019 12:00 Topparnir í tölfræðinni á móti Króatíu: Aron kom að átján mörkum í leiknum Vísir fer yfir þá leikmenn íslenska handboltalandsliðsins sem sköruðu fram úr í tölfræðinni í tapinu á móti Króatíu í kvöld. 11. janúar 2019 18:53 Twitter eftir tapið gegn Króatíu: „Ef við spilum áfram svona vel þá þarf ekkert að breyta klukkunni“ Twitter var líflegur vettvangur í kvöld og margt skemmtilegt kom þar fram. 11. janúar 2019 18:44 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Sjá meira
Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari, segist vera ósáttur að hafa tapað leiknum gegn Króatíu því hann segir íslenska liðið hafi ekki verið slakara liðið í kvöld. „Það er svekkjandi að tapa og þá sérstaklega þegar maður er inn í leiknum. Við spiluðum frábærlega megnið af fyrri hálfleik en svo kom þessi fimm mínútna kafli þar sem við hleypum þeim fram úr okkur og við þurfum að skoða,“ sagði Guðmundur við Tómas Þór Þórðarson í Munchen. „Við tökum ekki réttar ákvarðanir og skjótum illa. Síðan byrjar síðari hálfleikurinn og við náðum að átta okkur. Við eigum frábæran kafla þar sem við komumst yfir og gríðarlega sterkt. Þá spiluðum við stórkostlegan handbolta bæði í vörn og sókn.“ „Við vorum að vinna boltann í vörninni og vorum að keyra á þá. Svo gekk sóknarleikurinn alveg eins og við höfðum planað. Síðan kemur því miður aftur slæmur kafli þar sem þeir landa sigrinum. Við þurfum að skoða þetta og fara yfir þetta.“ „Maður vill vinna en ég get ekki annað en hrósað leikmönnunum fyrir alveg framúrskarandi frammistöðu. Þeir börðust eins og ljón. Við vorum að máta okkur við eitt besta lið í heimi. Við þurfum ekki að skammast okkar fyrir þetta.“ Elvar Örn Jónsson, Selfyssingurinn, átti frábæran leik í sínum fyrsta leik á stórmóti og Guðmundur var ánægður með hann á báðum enda vallarins. „Hann stendur sig mjög vel og er með stórt hlutverk allan tímann. Hann er einnig að spila varnarhlutverk hægra megin og gerði það frábærlega megnið af leiknum. Hann stóð sig frábærlega sem leikstjórnandi. Hann er með góða skotógnun og það var ánægjulegt.“ „Sóknarleikurinn í heild sinni var mjög ánægjulegur. Þetta er búið að vera ofboðsleg yfirlega að fá réttu hlutina í gang gegn þessari mjög svo erfiðu vörn. Það er erfitt að brjóta hana á bak aftur en mér fannst okkur takast það ótrúlega vel.“ „Það eru svo nokkur skot sem eru illa ígrunduð sem færði þeim sigurinn finnst mér. Auðvitað fengum við líka brottvísanir sem við þurfum að skoða. Við gerðum mistök þar en mér fannst dómararnir harðir við okkur tvisvar sinnum.“ Mikil áhersla hefur verið lögð á varnarleikinn síðan að Guðmundur tók við og hann segir að drengirnir færist nær og nær því að ná honum upp á tíu. „Þeir eru nokkuð nálægt því. Við erum að fá á okkur bestu maður á mann leikmenn í heimi. Þetta eru engar smá árasir sem koma og við þurfum að klára það. Það vantaði á köflum að við náðum ekki að loka á Cindric.“ „Stephanic var að fá of góða braut inn á miðjuna sem olli okkur vandræðum en við erum alls ekki eina liðið sem hefur glímt við þetta,“ en nú eru fjórir leikir eftir af riðlinum. „Mér finnst við getað tekið mjög margt jákvætt úr þessum leik. Ég held á endanum, þó við höfum tapað, þá gefur þetta ákveðið sjálfstraust. Þetta sýnir okkur hvar við stöndum gegn þeim bestu. Mér fannst við ekki síðra liðið, þó við höfum tapað,“ sagði Guðmundur.Klippa: Guðmundur: Get ekki annað en hrósað leikmönnunum
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Ólafur: Ef einhverjir voru búnir á því þá voru það þeir Ólafur Gústafsson, varnarmaður, fór yfir leikinn gegn Króötum. 11. janúar 2019 18:48 Utan vallar: Dúkurinn spyr ekki um aldur Íslenska landsliðið er ungt en enginn spyr um aldur á meðan leikur er í gangi. 11. janúar 2019 12:00 Topparnir í tölfræðinni á móti Króatíu: Aron kom að átján mörkum í leiknum Vísir fer yfir þá leikmenn íslenska handboltalandsliðsins sem sköruðu fram úr í tölfræðinni í tapinu á móti Króatíu í kvöld. 11. janúar 2019 18:53 Twitter eftir tapið gegn Króatíu: „Ef við spilum áfram svona vel þá þarf ekkert að breyta klukkunni“ Twitter var líflegur vettvangur í kvöld og margt skemmtilegt kom þar fram. 11. janúar 2019 18:44 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Sjá meira
Ólafur: Ef einhverjir voru búnir á því þá voru það þeir Ólafur Gústafsson, varnarmaður, fór yfir leikinn gegn Króötum. 11. janúar 2019 18:48
Utan vallar: Dúkurinn spyr ekki um aldur Íslenska landsliðið er ungt en enginn spyr um aldur á meðan leikur er í gangi. 11. janúar 2019 12:00
Topparnir í tölfræðinni á móti Króatíu: Aron kom að átján mörkum í leiknum Vísir fer yfir þá leikmenn íslenska handboltalandsliðsins sem sköruðu fram úr í tölfræðinni í tapinu á móti Króatíu í kvöld. 11. janúar 2019 18:53
Twitter eftir tapið gegn Króatíu: „Ef við spilum áfram svona vel þá þarf ekkert að breyta klukkunni“ Twitter var líflegur vettvangur í kvöld og margt skemmtilegt kom þar fram. 11. janúar 2019 18:44