Lyfti túbusjónvarpi tveggja ára Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 12. janúar 2019 07:45 "Ég var fyrsti Íslendingurinn til að fá boð á heimsleikana. Mæti í þessa risahöll í Póllandi en féll svo úr keppni. Það voru auðvitað vonbrigði, en svo heldur maður bara áfram.“ Fréttablaðið/Anton Brink FBL/Anton Brink Þetta er Camelot,“ segir Júlían J.K. Jóhannsson kraftlyftingamaður sem tekur á móti blaðamanni og ljósmyndara í æfingahúsnæði Breiðabliks undir stúkunni á Kópavogsvelli. „Við erum ekki í neinum riddaraleik, þetta var svona smá uppgjör í gamni vegna ofnotkunar á samlíkingum úr goðafræðinni sem loðir við íþróttina,“ segir hann. Í Camelot er járnið sem Jón Páll Sigmarsson notaði við æfingar. Mynd af honum og fleiri afreksmönnum úr íþróttinni hanga á vegg. Í þessu æfingahúsnæði æfir Júlían fjórum til fimm sinnum í viku. Þegar hann æfir fyrir mót eru æfingarnar alla jafna fjögurra til fimm klukkutíma langar. Kærastan hans, Ellen Ýr Jónsdóttir, æfir oft með honum og hefur gengið vel í íþróttinni. Kraftlyftingar hafa átt hug Júlíans frá því hann var unglingur. Hann er 25 ára gamall og æfir af kappi fyrir næsta mót sem er í lok janúar. Hann varð næststigahæstur í kosningu um íþróttamann ársins. Það er engin furða, á síðasta ári setti Júlían heimsmet í réttstöðulyftu í +120 kg flokki þegar hann lyfti 405 kg. Hann vann gull í réttstöðulyftu á HM og lenti í 3. sæti í samanlögðu. Þá setti hann Evrópumet í klassískri réttstöðulyftu í +120 kg flokki með 372,5 kg og varð með frammistöðunni Evrópumeistari í greininni. „Ég keppti á sex mótum, sem er töluvert mikið álag í þessari grein. Þrjú mót er talið passlegt. Álagið var kannski sérstaklega mikið vegna þess að fjögur mótanna voru fyrrihluta ársins. Ég er ánægður með árið í heildina þó að allt hafi ekki gengið upp,“ segir Júlían sem segir nauðsynlegt að gæta að því að vera í góðu andlegu jafnvægi. „Maður fjárfestir svo mikið í þessu. Setur allan sinn tíma í þetta, mikla vinnu og skipulagningu. Og þegar það gengur illa þá fylgir stundum hausinn með. Það getur tekið tíma að jafna sig á því að vinna úr því. Ég var fyrsti Íslendingurinn til að fá boð á heimsleikana. Mæti í þessa risahöll í Póllandi en féll svo úr keppni. Það voru auðvitað vonbrigði, en svo heldur maður bara áfram,“ segir hann. „Nú er mót fram undan svo ég tek þunga æfingu í dag,“ segir Júlían sem leyfir blaðamanni og ljósmyndara að fylgjast með. Reykjavíkurleikarnir í kraftlyftingum fara fram í Laugardalshöll þann 27. janúar. Tíu konum og tíu körlum hefur verið boðin þátttaka og þrír heimsmethafar verða á meðal keppenda.JúlÃan Jóhannsson kraflyftingamaðurHvernig er dæmigerður dagur í þínu lífi? Hvað borðar þú til dæmis? „Ég byrja alla daga eins. Heima á morgunverði og kaffibolla. Ég hlakka alltaf til kaffibollans. Tilhugsunin fær mig á fætur, ég borða oftast um sex egg og haframjöl í morgunmat. En stundum nýti ég afgang úr kvöldmatnum deginum áður. Mörgum finnst það undarlegt en það er hollur og góður matur,“ segir hann og svarar því aðspurður að hann borði um fjögur þúsund hitaeiningar á dag. Uppistaðan sé prótín og hann er hrifinn af lambakjöti. Þú ert sem sagt ekki að borða kjúklingabringur í öll mál? „Nei, alls ekki. Ég borða bæði nauta- og lambakjöt og grænmeti. Það hentar ekki alltaf því mataræði sem Ellen þarf að fylgja en þá er bara meira fyrir mig! Ég hef haldið mér í svipaðri þyngd í tvö ár og er ánægður með það,“ segir Júlían. Júlían vinnur í hlutastarfi á meðferðarheimilinu Stuðlum og Ellen kærasta hans starfar á geðsviði Landspítalans á Kleppi. „Ég starfa sem ráðgjafi á lokaðri deild. Auðunn Jónsson kraftlyftingamaður, sem æfir með mér hér, hefur starfað á Stuðlum í 20 ár. Nú hef ég starfað þar í tvö ár og líkar vel. Unglingarnir sem koma til okkar á lokuðu deildina dvelja hjá okkur í um tvær vikur. Það er í mínu hlutverki að fá þau til að lenda. Ná áttum, nærast og styrkja sig,“ segir Júlían. „Sumir sem starfa á Stuðlum hafa einhverja reynslu af eða tengingu við fíkn. Ég nota hins vegar bakgrunn minn, og þá ástundun íþrótta sem ég bý að. En algjörlega án þess að predika. Sýna heilbrigða hugsun og vera til staðar,“ segir Júlían. „Við Ellen eigum margt sameiginlegt. Við kynntumst í rauninni bara hérna í æfingasalnum. Við eigum sömu áhugamál sem er mjög gott og sérstaklega af því að við eyðum bæði tvö miklum tíma hér. Ef við værum ekki bæði að stunda þessa íþrótt gætum við ekki eytt jafnmiklum tíma saman. Hún er mjög sterk og efnileg, ég dáðist að henni þegar hún kom hingað að æfa og féll svo alveg fyrir henni,“ segir Júlían.JúlÃan Jóhannsson kraflyftingamaður„Þetta er ekki stór salur. En hér eyðir maður 20 tímum á viku í æfingar og það hef ég gert í nærri áratug. Maður gengur bara hér inn og gerir svipaða hluti dag eftir dag og það er alltaf jafn gaman. Við erum mörg sem æfum hér saman og erum miklir vinir. Ég get nánast talið æfingafélagana til fjölskyldu,“ segir hann. Júlían hefur haft áhuga á kraftlyftingum síðan hann var ungur strákur. Hann er alinn upp í Norðurmýrinni, foreldrar hans eru Petrína Rós Karlsdóttir kennari og Jóhann B. Jónsson, fyrrverandi ferðamálafulltrúi. Hann á þrjú hálfsystkini. „Ég er langyngstur. Ég held það sé rangt ef ég segist hafa stefnt að því að verða kraftlyftingamaður frá unga aldri. Ég var alltaf sterkbyggður og hef til dæmis verið í svipaðri hæð frá því ég var þrettán ára gamall. Þá var ég 90 kíló. Það voru stundum smá læti í mér, ég var orkumikill, það er alveg óhætt að segja það, en aldrei til vandræða,“ segir hann frá. „Ég hef alltaf sett kraftlyftingarnar framar öllu öðru. Líka þegar ég var í menntaskóla. Ég gekk í Menntaskólann í Hamrahlíð og gekk ágætlega. Ég er ekki jafngóður nemandi og ég er í kraftlyftingum en er nú samt alveg ágætur. Áfangakerfið hentaði mér afar vel upp á æfingarnar,“ segir Júlían. Nú stundar hann nám í sagnfræði í Háskóla Íslands. „Ég hef lokið tveimur árum í námi. Mér hefur alltaf fundist sagnfræði skemmtilegt fag. Móheiður systir mín er sterk hugvísindakona og mamma auðvitað líka,“ segir hann. Stundum loðir sú ímynd við kraftlyftingamenn að þeir hafi lítinn áhuga á öðru en að lyfta lóðum. Því fer fjarri um Júlían sem hefur gaman af bókmenntum. „Mér finnst gott að lesa. Það hefur samt aðeins minnkað. Ég tek svona syrpur. Tók tímabil í klassík og las skáldsögur sem mér fannst ég þurfa að lesa. Ég tók líka syrpu í rússneskum bókmenntum eftir að mamma gaf mér bók eftir rússneskan rithöfund. Og þegar ég dvaldi í Tékklandi um tíma þá las ég verk þarlendra höfunda, til að mynda eftir Havel, Kafka og Kundera,“ segir Júlían. Ferðu með einhverja möntru þegar þú ert að lyfta þungu? „Já, ég geri það. Því stundum þarf maður að tala til sín og hvetja. Ég hugsa í setningum sem hvetja mig áfram, það mætti kalla það möntru. Ég hugsa til dæmis eitthvað á þessa leið: Ég er óstöðvandi, ég er endalaus. Ég er Íslendingur.“JúlÃan Jóhannsson kraflyftingamaðurEr þetta karllæg íþróttagrein? Finnst þér hugmyndin um að vera sterkur og stór samofin hugmyndinni um karlmennsku? „Það hefur svo margt breyst. Mér verður hugsað til Ellenar, kannski sér hún þetta öðruvísi en ég. En ég held að skaðlegar hugmyndir um karlmennsku eigi síður upp á pallborðið í dag. Ég held að við séum meðvitaðri um hvað það er sem skiptir máli.“ Hvað er það sem skiptir máli? Hvað myndir þú til dæmis segja við ungan aðdáanda sem lítur upp til þín? „Það getur til dæmis falist í því að gera það sem maður hefur gaman af. Ég myndi hvetja alla til þess að gera það. Það þurfa ekki að vera kraftlyftingar. En það sem manni finnst skemmtilegt að gera, manni hættir nú til að gera það vel. Andlegur styrkur skiptir máli og stundum þarf maður að ákveða að lífið sé skemmtilegt til að láta hlutina ganga upp. Ég finn fyrir því hvað þetta er mikilvægt í kraftlyftingum. Það er einstaklingssport, þó að þú sért með alla vini þína í kringum þig þá er pressan á þér einum. Ef þú stendur þig ekki, þá getur þú ekki kennt neinum öðrum um. Er ekki lífið svolítið þannig líka?“ spyr hann og segir seigluna nauðsynlega. „Að kunna að tapa. Að kunna að stilla af væntingar sínar. Auðvitað vilja allir standa uppi sem sigurvegarar. En oft er það ekki árangurinn sem er hægt að gera sér væntingar um. Þess vegna verður leiðin að markinu að vera skemmtileg,“ segir Júlían. Aflraunir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Þetta er Camelot,“ segir Júlían J.K. Jóhannsson kraftlyftingamaður sem tekur á móti blaðamanni og ljósmyndara í æfingahúsnæði Breiðabliks undir stúkunni á Kópavogsvelli. „Við erum ekki í neinum riddaraleik, þetta var svona smá uppgjör í gamni vegna ofnotkunar á samlíkingum úr goðafræðinni sem loðir við íþróttina,“ segir hann. Í Camelot er járnið sem Jón Páll Sigmarsson notaði við æfingar. Mynd af honum og fleiri afreksmönnum úr íþróttinni hanga á vegg. Í þessu æfingahúsnæði æfir Júlían fjórum til fimm sinnum í viku. Þegar hann æfir fyrir mót eru æfingarnar alla jafna fjögurra til fimm klukkutíma langar. Kærastan hans, Ellen Ýr Jónsdóttir, æfir oft með honum og hefur gengið vel í íþróttinni. Kraftlyftingar hafa átt hug Júlíans frá því hann var unglingur. Hann er 25 ára gamall og æfir af kappi fyrir næsta mót sem er í lok janúar. Hann varð næststigahæstur í kosningu um íþróttamann ársins. Það er engin furða, á síðasta ári setti Júlían heimsmet í réttstöðulyftu í +120 kg flokki þegar hann lyfti 405 kg. Hann vann gull í réttstöðulyftu á HM og lenti í 3. sæti í samanlögðu. Þá setti hann Evrópumet í klassískri réttstöðulyftu í +120 kg flokki með 372,5 kg og varð með frammistöðunni Evrópumeistari í greininni. „Ég keppti á sex mótum, sem er töluvert mikið álag í þessari grein. Þrjú mót er talið passlegt. Álagið var kannski sérstaklega mikið vegna þess að fjögur mótanna voru fyrrihluta ársins. Ég er ánægður með árið í heildina þó að allt hafi ekki gengið upp,“ segir Júlían sem segir nauðsynlegt að gæta að því að vera í góðu andlegu jafnvægi. „Maður fjárfestir svo mikið í þessu. Setur allan sinn tíma í þetta, mikla vinnu og skipulagningu. Og þegar það gengur illa þá fylgir stundum hausinn með. Það getur tekið tíma að jafna sig á því að vinna úr því. Ég var fyrsti Íslendingurinn til að fá boð á heimsleikana. Mæti í þessa risahöll í Póllandi en féll svo úr keppni. Það voru auðvitað vonbrigði, en svo heldur maður bara áfram,“ segir hann. „Nú er mót fram undan svo ég tek þunga æfingu í dag,“ segir Júlían sem leyfir blaðamanni og ljósmyndara að fylgjast með. Reykjavíkurleikarnir í kraftlyftingum fara fram í Laugardalshöll þann 27. janúar. Tíu konum og tíu körlum hefur verið boðin þátttaka og þrír heimsmethafar verða á meðal keppenda.JúlÃan Jóhannsson kraflyftingamaðurHvernig er dæmigerður dagur í þínu lífi? Hvað borðar þú til dæmis? „Ég byrja alla daga eins. Heima á morgunverði og kaffibolla. Ég hlakka alltaf til kaffibollans. Tilhugsunin fær mig á fætur, ég borða oftast um sex egg og haframjöl í morgunmat. En stundum nýti ég afgang úr kvöldmatnum deginum áður. Mörgum finnst það undarlegt en það er hollur og góður matur,“ segir hann og svarar því aðspurður að hann borði um fjögur þúsund hitaeiningar á dag. Uppistaðan sé prótín og hann er hrifinn af lambakjöti. Þú ert sem sagt ekki að borða kjúklingabringur í öll mál? „Nei, alls ekki. Ég borða bæði nauta- og lambakjöt og grænmeti. Það hentar ekki alltaf því mataræði sem Ellen þarf að fylgja en þá er bara meira fyrir mig! Ég hef haldið mér í svipaðri þyngd í tvö ár og er ánægður með það,“ segir Júlían. Júlían vinnur í hlutastarfi á meðferðarheimilinu Stuðlum og Ellen kærasta hans starfar á geðsviði Landspítalans á Kleppi. „Ég starfa sem ráðgjafi á lokaðri deild. Auðunn Jónsson kraftlyftingamaður, sem æfir með mér hér, hefur starfað á Stuðlum í 20 ár. Nú hef ég starfað þar í tvö ár og líkar vel. Unglingarnir sem koma til okkar á lokuðu deildina dvelja hjá okkur í um tvær vikur. Það er í mínu hlutverki að fá þau til að lenda. Ná áttum, nærast og styrkja sig,“ segir Júlían. „Sumir sem starfa á Stuðlum hafa einhverja reynslu af eða tengingu við fíkn. Ég nota hins vegar bakgrunn minn, og þá ástundun íþrótta sem ég bý að. En algjörlega án þess að predika. Sýna heilbrigða hugsun og vera til staðar,“ segir Júlían. „Við Ellen eigum margt sameiginlegt. Við kynntumst í rauninni bara hérna í æfingasalnum. Við eigum sömu áhugamál sem er mjög gott og sérstaklega af því að við eyðum bæði tvö miklum tíma hér. Ef við værum ekki bæði að stunda þessa íþrótt gætum við ekki eytt jafnmiklum tíma saman. Hún er mjög sterk og efnileg, ég dáðist að henni þegar hún kom hingað að æfa og féll svo alveg fyrir henni,“ segir Júlían.JúlÃan Jóhannsson kraflyftingamaður„Þetta er ekki stór salur. En hér eyðir maður 20 tímum á viku í æfingar og það hef ég gert í nærri áratug. Maður gengur bara hér inn og gerir svipaða hluti dag eftir dag og það er alltaf jafn gaman. Við erum mörg sem æfum hér saman og erum miklir vinir. Ég get nánast talið æfingafélagana til fjölskyldu,“ segir hann. Júlían hefur haft áhuga á kraftlyftingum síðan hann var ungur strákur. Hann er alinn upp í Norðurmýrinni, foreldrar hans eru Petrína Rós Karlsdóttir kennari og Jóhann B. Jónsson, fyrrverandi ferðamálafulltrúi. Hann á þrjú hálfsystkini. „Ég er langyngstur. Ég held það sé rangt ef ég segist hafa stefnt að því að verða kraftlyftingamaður frá unga aldri. Ég var alltaf sterkbyggður og hef til dæmis verið í svipaðri hæð frá því ég var þrettán ára gamall. Þá var ég 90 kíló. Það voru stundum smá læti í mér, ég var orkumikill, það er alveg óhætt að segja það, en aldrei til vandræða,“ segir hann frá. „Ég hef alltaf sett kraftlyftingarnar framar öllu öðru. Líka þegar ég var í menntaskóla. Ég gekk í Menntaskólann í Hamrahlíð og gekk ágætlega. Ég er ekki jafngóður nemandi og ég er í kraftlyftingum en er nú samt alveg ágætur. Áfangakerfið hentaði mér afar vel upp á æfingarnar,“ segir Júlían. Nú stundar hann nám í sagnfræði í Háskóla Íslands. „Ég hef lokið tveimur árum í námi. Mér hefur alltaf fundist sagnfræði skemmtilegt fag. Móheiður systir mín er sterk hugvísindakona og mamma auðvitað líka,“ segir hann. Stundum loðir sú ímynd við kraftlyftingamenn að þeir hafi lítinn áhuga á öðru en að lyfta lóðum. Því fer fjarri um Júlían sem hefur gaman af bókmenntum. „Mér finnst gott að lesa. Það hefur samt aðeins minnkað. Ég tek svona syrpur. Tók tímabil í klassík og las skáldsögur sem mér fannst ég þurfa að lesa. Ég tók líka syrpu í rússneskum bókmenntum eftir að mamma gaf mér bók eftir rússneskan rithöfund. Og þegar ég dvaldi í Tékklandi um tíma þá las ég verk þarlendra höfunda, til að mynda eftir Havel, Kafka og Kundera,“ segir Júlían. Ferðu með einhverja möntru þegar þú ert að lyfta þungu? „Já, ég geri það. Því stundum þarf maður að tala til sín og hvetja. Ég hugsa í setningum sem hvetja mig áfram, það mætti kalla það möntru. Ég hugsa til dæmis eitthvað á þessa leið: Ég er óstöðvandi, ég er endalaus. Ég er Íslendingur.“JúlÃan Jóhannsson kraflyftingamaðurEr þetta karllæg íþróttagrein? Finnst þér hugmyndin um að vera sterkur og stór samofin hugmyndinni um karlmennsku? „Það hefur svo margt breyst. Mér verður hugsað til Ellenar, kannski sér hún þetta öðruvísi en ég. En ég held að skaðlegar hugmyndir um karlmennsku eigi síður upp á pallborðið í dag. Ég held að við séum meðvitaðri um hvað það er sem skiptir máli.“ Hvað er það sem skiptir máli? Hvað myndir þú til dæmis segja við ungan aðdáanda sem lítur upp til þín? „Það getur til dæmis falist í því að gera það sem maður hefur gaman af. Ég myndi hvetja alla til þess að gera það. Það þurfa ekki að vera kraftlyftingar. En það sem manni finnst skemmtilegt að gera, manni hættir nú til að gera það vel. Andlegur styrkur skiptir máli og stundum þarf maður að ákveða að lífið sé skemmtilegt til að láta hlutina ganga upp. Ég finn fyrir því hvað þetta er mikilvægt í kraftlyftingum. Það er einstaklingssport, þó að þú sért með alla vini þína í kringum þig þá er pressan á þér einum. Ef þú stendur þig ekki, þá getur þú ekki kennt neinum öðrum um. Er ekki lífið svolítið þannig líka?“ spyr hann og segir seigluna nauðsynlega. „Að kunna að tapa. Að kunna að stilla af væntingar sínar. Auðvitað vilja allir standa uppi sem sigurvegarar. En oft er það ekki árangurinn sem er hægt að gera sér væntingar um. Þess vegna verður leiðin að markinu að vera skemmtileg,“ segir Júlían.
Aflraunir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira