Orðinn gamli kallinn í kringum litlu svampana og handboltanördana Tómas Þór Þórðarson í München skrifar 11. janúar 2019 06:00 Björgvin Páll Gústavsson er klár í slaginn. vísir/tom Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska landsliðsins í handbolta, þreytti frumraun sína á stórmóti fyrir rúmum áratug þegar að íslenska liðið vann silfur í Peking. Stórmótin hafa verið fjölmörg síðan þá hjá markverðinum og árin hafa hrannast upp. Hann er ekki lengur ungur og spenntur hvolpur heldur elsti og reynslumesti maður liðsins. Og hann fær ekki að gleyma því! „Tilfinningin er oftast svipuð fyrir stórmót en hún er aðeins öðruvísi núna. Ég er orðinn gamli kallinn og það er hrikalegur stimpill að fá á sig. Strákarnir eru líka mikið að minna mig á það. Þetta er erfiður biti að kyngja,“ segir Björgvin Páll. „Við erum með meðalaldur upp á 24 ár sem manni finnst eiginlega bara glórulaust. Það er bara geggjað að sjá hversu miklir svampar þessir ungu strákar eru hérna. Þeir éta allt í sig. Það er nýtt fyrir mig að vera gamli kallinn en ég tek því fagnandi,“ segir hann.Björgvin Páll hlustar á landsliðsþjálfarana fyrir æfinguna í dag.vísir/tomAlgjörir proffar Eins og Björgvin bendir á er meðalaldur liðsins ekki hár en nýliðunum verður öllum kasta beint út í djúpu laugina í dag þegar að liðið mætir Króatíu í fyrsta leik á HM 2019. „Það kemur ákveðin gredda með svona ungu liði og margir óvissuþættir sem geta farið vel og illa. Það er eitthvað sem við erum tilbúnir fyrir. Það sést á æfingum hversu tilbúnir þessir strákar eru og það fyllir mann sjálfstrausti. Þó að það er stórmót á hverju ár þá er eitthvað nýtt og öðruvísi við þetta hvort sem það er jákvætt eða neikvætt. Þetta er bara HM og menn koma inn í fyrsta leik sem er stórleikur á móti Króatíu,“ segir Björgvin. En, hvernig eru þessir ungu guttar? Hvernig leikmenn eru þetta og hvernig týpur? Björgvin er allavega mjög ánægður með þá og segir frá: „Þetta eru svampar. Þetta eru atvinnumenn þó svo þeir hafi ekki verið í atvinnumennsku. Þeir mæta hálftíma fyrr á allar æfingar og byrja að rúlla sig en í gamla daga stauluðust menn út úr klefanum rétt fyrir æfingu,“ segir Björgvin. „Manni líður bara illa að koma á æfingu 20 mínútum fyrr því þeir eru þá allir mættir, ferskir og klárir. Þessa nýja kynslóð sem er að koma upp eru bara proffar og gaurar sem vilja þetta. Þetta eru handboltanördar og að labba inn í svona mót fyrir þá er bara gulls ígildi.“Tomas Svensson, goðsögn og grýla, er markvarðaþjálfari landsliðsins.vísir/tomEkki að spila vel Markvarsla landsliðsins hefur ekki verið upp á marga fiska undanfarið og Björgvin og kollegar hans fengið að heyra það. Björgvin er sjálfur í öldudal í Danmörku og fer ekkert í felur með það. Hann er samt alltaf brattur. „Ég er góður. Það er bara ákveðin rútína fyrir mig líka að heyra á hverju ári viku fyrir stórmót þessa umræðu um markvörsluna. Þetta er gömul tugga sem erfitt er að berja frá sér en ef hún á einhvern tíma rétt á sér er það kannski núna,“ segir hann. „Ég hef ekki spilað vel út í Danmörku síðustu mánuðina. Ég byrjaði vel þar en svo fór að halla undan fæti og ég fór að spila minna. Ég var með einhverja 30 prósent vörslu [á Noregsmótinu] þrátt fyrir 0-12 leikinn á móti Noregi þannig ég er bara að vinna í mínum málum og ég er með gott teymi í kringum mig í því. Ég verð bara klár í fyrsta leik,“ segir Björgvin Páll Gústavsson. Allt viðtalið má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Björgvin Páll - Er að vinna í mínum málum HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Má ekki spila með grímuna og fórnar nefinu fyrir málstaðinn Arnar Freyr Arnarsson má ekki fá þungt högg á HM því þá gæti hann nefbrotnað aftur. 10. janúar 2019 18:42 Fékk vondar fréttir frá pabba æskuvinar síns sem er landsliðsþjálfarinn Bjarki Már Elísson fór á grínsýningu með syni landsliðsþjálfarans skömmu eftir að fá rautt ljós á HM-draumuinn. 10. janúar 2019 09:30 Horfir á myndbönd af gamla Aroni til að koma sér í skotgírinn Aron Pálmarsson á að skjóta á markið á HM en það var erfiðara en hann hélt að skipta um hlutverk. 10. janúar 2019 20:00 Beyoncé og Valur hafa bæði tapað í keppnishöll strákanna í München Strákarnir æfa í dag og spila næstu leiki á söguslóðum í heinni helstu íþróttaborg Þýskalands. 10. janúar 2019 14:00 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska landsliðsins í handbolta, þreytti frumraun sína á stórmóti fyrir rúmum áratug þegar að íslenska liðið vann silfur í Peking. Stórmótin hafa verið fjölmörg síðan þá hjá markverðinum og árin hafa hrannast upp. Hann er ekki lengur ungur og spenntur hvolpur heldur elsti og reynslumesti maður liðsins. Og hann fær ekki að gleyma því! „Tilfinningin er oftast svipuð fyrir stórmót en hún er aðeins öðruvísi núna. Ég er orðinn gamli kallinn og það er hrikalegur stimpill að fá á sig. Strákarnir eru líka mikið að minna mig á það. Þetta er erfiður biti að kyngja,“ segir Björgvin Páll. „Við erum með meðalaldur upp á 24 ár sem manni finnst eiginlega bara glórulaust. Það er bara geggjað að sjá hversu miklir svampar þessir ungu strákar eru hérna. Þeir éta allt í sig. Það er nýtt fyrir mig að vera gamli kallinn en ég tek því fagnandi,“ segir hann.Björgvin Páll hlustar á landsliðsþjálfarana fyrir æfinguna í dag.vísir/tomAlgjörir proffar Eins og Björgvin bendir á er meðalaldur liðsins ekki hár en nýliðunum verður öllum kasta beint út í djúpu laugina í dag þegar að liðið mætir Króatíu í fyrsta leik á HM 2019. „Það kemur ákveðin gredda með svona ungu liði og margir óvissuþættir sem geta farið vel og illa. Það er eitthvað sem við erum tilbúnir fyrir. Það sést á æfingum hversu tilbúnir þessir strákar eru og það fyllir mann sjálfstrausti. Þó að það er stórmót á hverju ár þá er eitthvað nýtt og öðruvísi við þetta hvort sem það er jákvætt eða neikvætt. Þetta er bara HM og menn koma inn í fyrsta leik sem er stórleikur á móti Króatíu,“ segir Björgvin. En, hvernig eru þessir ungu guttar? Hvernig leikmenn eru þetta og hvernig týpur? Björgvin er allavega mjög ánægður með þá og segir frá: „Þetta eru svampar. Þetta eru atvinnumenn þó svo þeir hafi ekki verið í atvinnumennsku. Þeir mæta hálftíma fyrr á allar æfingar og byrja að rúlla sig en í gamla daga stauluðust menn út úr klefanum rétt fyrir æfingu,“ segir Björgvin. „Manni líður bara illa að koma á æfingu 20 mínútum fyrr því þeir eru þá allir mættir, ferskir og klárir. Þessa nýja kynslóð sem er að koma upp eru bara proffar og gaurar sem vilja þetta. Þetta eru handboltanördar og að labba inn í svona mót fyrir þá er bara gulls ígildi.“Tomas Svensson, goðsögn og grýla, er markvarðaþjálfari landsliðsins.vísir/tomEkki að spila vel Markvarsla landsliðsins hefur ekki verið upp á marga fiska undanfarið og Björgvin og kollegar hans fengið að heyra það. Björgvin er sjálfur í öldudal í Danmörku og fer ekkert í felur með það. Hann er samt alltaf brattur. „Ég er góður. Það er bara ákveðin rútína fyrir mig líka að heyra á hverju ári viku fyrir stórmót þessa umræðu um markvörsluna. Þetta er gömul tugga sem erfitt er að berja frá sér en ef hún á einhvern tíma rétt á sér er það kannski núna,“ segir hann. „Ég hef ekki spilað vel út í Danmörku síðustu mánuðina. Ég byrjaði vel þar en svo fór að halla undan fæti og ég fór að spila minna. Ég var með einhverja 30 prósent vörslu [á Noregsmótinu] þrátt fyrir 0-12 leikinn á móti Noregi þannig ég er bara að vinna í mínum málum og ég er með gott teymi í kringum mig í því. Ég verð bara klár í fyrsta leik,“ segir Björgvin Páll Gústavsson. Allt viðtalið má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Björgvin Páll - Er að vinna í mínum málum
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Má ekki spila með grímuna og fórnar nefinu fyrir málstaðinn Arnar Freyr Arnarsson má ekki fá þungt högg á HM því þá gæti hann nefbrotnað aftur. 10. janúar 2019 18:42 Fékk vondar fréttir frá pabba æskuvinar síns sem er landsliðsþjálfarinn Bjarki Már Elísson fór á grínsýningu með syni landsliðsþjálfarans skömmu eftir að fá rautt ljós á HM-draumuinn. 10. janúar 2019 09:30 Horfir á myndbönd af gamla Aroni til að koma sér í skotgírinn Aron Pálmarsson á að skjóta á markið á HM en það var erfiðara en hann hélt að skipta um hlutverk. 10. janúar 2019 20:00 Beyoncé og Valur hafa bæði tapað í keppnishöll strákanna í München Strákarnir æfa í dag og spila næstu leiki á söguslóðum í heinni helstu íþróttaborg Þýskalands. 10. janúar 2019 14:00 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
Má ekki spila með grímuna og fórnar nefinu fyrir málstaðinn Arnar Freyr Arnarsson má ekki fá þungt högg á HM því þá gæti hann nefbrotnað aftur. 10. janúar 2019 18:42
Fékk vondar fréttir frá pabba æskuvinar síns sem er landsliðsþjálfarinn Bjarki Már Elísson fór á grínsýningu með syni landsliðsþjálfarans skömmu eftir að fá rautt ljós á HM-draumuinn. 10. janúar 2019 09:30
Horfir á myndbönd af gamla Aroni til að koma sér í skotgírinn Aron Pálmarsson á að skjóta á markið á HM en það var erfiðara en hann hélt að skipta um hlutverk. 10. janúar 2019 20:00
Beyoncé og Valur hafa bæði tapað í keppnishöll strákanna í München Strákarnir æfa í dag og spila næstu leiki á söguslóðum í heinni helstu íþróttaborg Þýskalands. 10. janúar 2019 14:00
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða