Selta frá Grænlandi átti þátt í mengun í Reykjavík Kjartan Kjartansson og Atli Ísleifsson skrifa 10. janúar 2019 17:30 Mengunin hefur dregið úr skyggni á höfuðborgarsvæðinu í dag. Þessi mynd var tekin á Kringlumýrarbraut í suðurátt fyrir klukkan 14:00. Vísir/Vilhelm Mistur svifryks lá yfir höfuðborginni í dag og sýndu loftgæðamælar Umhverfisstofnunar í Reykjavík há gildi svifryksmengunar á sumum stöðum. Við Grensásveg teljast loftgæði mjög slæm á mælikvarða stofnunarinnar og eru vísbendingar um að mengunin sé ekki aðeins frá umferð heldur sé ryk sem hafi borist yfir borgina. Veðurfræðingur segir líklegustu skýringuna vera að saltagnir hafi borist í sterkum vindinum frá Grænlandi. Eins og sjá má á myndum ljósmyndara Vísis var skyggni sums staðar slæmt vegna mengunar. Á vef Umhverfisstofnunar má sjá að gildi PM10-svifryks óx mikið frá því í morgun. Klukkan 14 í dag náði styrkur þess 127 míkrógrömmum á rúmmetra sem skilgreint er sem mjög slæm loftgæði. Á sama tíma hefur styrkur niturdíoxíðs vaxið töluvert en hann er talinn innan ásættanlegra marka.Svifryk í Reykjavík.Vísir/VilhelmAnnar uppruni Þorsteinn Jóhannsson hjá Umhverfisstofnun segir Vísi að hluti af svifrykinu komi frá umferð. Mengunin hafi hins vegar mælst há yfir allri borginni í morgun, til dæmis við Egilshöll þegar lítil umferð var þar. Mistrið liggi yfir allri borginni og byrgi meðal annars útsýni að Esjunni. Þetta séu vísbendingar um að hluti ryksins eigi sér annan uppruna en bílaumferð. Stundum hafi það gerst að sandi af ströndum á Suðurlandi hafi blásið yfir borgina en það geti ekki verið skýringin í vestanáttinni nú. Veður hefur verið nokkuð stillt og svalt í borginni í dag sem kemur í veg fyrir að svifrykið dreifist og hverfi. Líkur eru á að mengunin staldri ekki lengi við því Veðurstofan spáir úrkomu og hvassara veðri í nótt og á morgun.Saltagnir frá Grænlandi Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur telur fullvíst að um sé að ræða selta sem hafi borist í sterkri vestanáttinni. „Það voru vindar sem komu úr vestri og að hluta ofan af Grænlandsjökli sem steypast svo niður af jökli.“ Sjávarlöður hafi þeyst upp og smágerðar saltagnir orðið eftir í loftinu sem bárust svo til Íslands. „Þetta er alls ekki algengt en gerist af og til. Við sáum alveg hvað var í vændum þannig að þetta er líklegasta skýringin,“ segir Einar. Umferðin hafi svo bætt við þetta hefðbundna svifryk í borginni. Grænland Umhverfismál Veður Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í jarðhitaleit Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Úrslitin ráðast í kosningum um formann VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Sjá meira
Mistur svifryks lá yfir höfuðborginni í dag og sýndu loftgæðamælar Umhverfisstofnunar í Reykjavík há gildi svifryksmengunar á sumum stöðum. Við Grensásveg teljast loftgæði mjög slæm á mælikvarða stofnunarinnar og eru vísbendingar um að mengunin sé ekki aðeins frá umferð heldur sé ryk sem hafi borist yfir borgina. Veðurfræðingur segir líklegustu skýringuna vera að saltagnir hafi borist í sterkum vindinum frá Grænlandi. Eins og sjá má á myndum ljósmyndara Vísis var skyggni sums staðar slæmt vegna mengunar. Á vef Umhverfisstofnunar má sjá að gildi PM10-svifryks óx mikið frá því í morgun. Klukkan 14 í dag náði styrkur þess 127 míkrógrömmum á rúmmetra sem skilgreint er sem mjög slæm loftgæði. Á sama tíma hefur styrkur niturdíoxíðs vaxið töluvert en hann er talinn innan ásættanlegra marka.Svifryk í Reykjavík.Vísir/VilhelmAnnar uppruni Þorsteinn Jóhannsson hjá Umhverfisstofnun segir Vísi að hluti af svifrykinu komi frá umferð. Mengunin hafi hins vegar mælst há yfir allri borginni í morgun, til dæmis við Egilshöll þegar lítil umferð var þar. Mistrið liggi yfir allri borginni og byrgi meðal annars útsýni að Esjunni. Þetta séu vísbendingar um að hluti ryksins eigi sér annan uppruna en bílaumferð. Stundum hafi það gerst að sandi af ströndum á Suðurlandi hafi blásið yfir borgina en það geti ekki verið skýringin í vestanáttinni nú. Veður hefur verið nokkuð stillt og svalt í borginni í dag sem kemur í veg fyrir að svifrykið dreifist og hverfi. Líkur eru á að mengunin staldri ekki lengi við því Veðurstofan spáir úrkomu og hvassara veðri í nótt og á morgun.Saltagnir frá Grænlandi Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur telur fullvíst að um sé að ræða selta sem hafi borist í sterkri vestanáttinni. „Það voru vindar sem komu úr vestri og að hluta ofan af Grænlandsjökli sem steypast svo niður af jökli.“ Sjávarlöður hafi þeyst upp og smágerðar saltagnir orðið eftir í loftinu sem bárust svo til Íslands. „Þetta er alls ekki algengt en gerist af og til. Við sáum alveg hvað var í vændum þannig að þetta er líklegasta skýringin,“ segir Einar. Umferðin hafi svo bætt við þetta hefðbundna svifryk í borginni.
Grænland Umhverfismál Veður Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í jarðhitaleit Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Úrslitin ráðast í kosningum um formann VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Sjá meira