Bestu menn leikjanna á HM í handbolta þurfa að „gefa“ verðlaunin sín Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2019 12:30 Aron Pálmarsson með verðlaun fyrir að vera kosinn maður leiksins á HM í Katar 2015. Vísir/EPA HM í handbolta hefst í kvöld með tveimur leikjum og mótshaldarar munu áfram velja mann leiksins í hverjum leik. Verðlaunaafhendingin hefur hinsvegar breyst talsvert á milli heimsmeistaramóta. Íslenska handboltalandsliðið spilar fimm leiki í riðlinum á HM í Þýskalandi og Danmörku og vonandi tekst einhverjum af strákunum okkar að ná því að vera maður leiksins í einhverjum þeirra. Danski íþróttavöruframleiðandinn Hummel er nú orðin styrktaraðili verðlaunanna fyrir besta mann leiksins á HM.hummel and the IHF replace the traditional ‘Player of the Match’ trophy and instead give the player a direct opportunity to pass on talent and passion for handball to the next generation by donating hummel handball equipment for less fortunate children.https://t.co/EY1G4gxsBapic.twitter.com/CeW3HXNzXr — IHF (@ihf_info) January 9, 2019Hingað til hefur maður leiksins fengið úr, styttu eða annan viðlíka eigulegan hlut til minningar um að hafa verið maður leiksins í leik á stórmóti. Það verður ekki nú. Hummel mun fara nýja leið. Maður leiksins fær vissulega áfram heiðurinn og lófaklapp strax eftir leik en hann fær engin venjuleg verðlaun samkvæmt frétt á heimasíðu Alþjóðahandknattleikssambandsins. Hummel mun þess í stað gefa íþróttabúnað í þeirra nafni til ungra handboltakrakka sem að öðrum kosti hafa ekki tækifæri til að eignast handboltaföt, handboltaskó eða bolta. Íþróttabúnaðurinn verður afhentur handboltakrökkunum á Partille Cup í sumar en það er stærsta unglingamót heims í handbolta. Þetta mun verða gert í samstarfi við „We Care” verkefnið. Hummel mun á endanum gefa 1152 krökkum handboltabúnað. Eftir leikinn mun maður leiksins fá Hummel bol og viðurkenningarskjal um að hann hafi verið besti maður vallarins í viðkomandi leik og að íþróttabúnaðurinn hafi verið gefinn í hans í nafni. Dr Hassan Moustafa, forseti IHF, vonast til að leikmennirnir taki þessi nýung með opnum örmum.Today is the day! The 2019 IHF World Men's Handball Championships are finally here! Good luck to everybody - but especially our amazing hummel ambassadors Check out our Handball Universe: https://t.co/VyroT9B82e#sharethegame#hummelsportpic.twitter.com/ShVnTZQ9tP — hummel (@hummel1923) January 10, 2019 HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Sjá meira
HM í handbolta hefst í kvöld með tveimur leikjum og mótshaldarar munu áfram velja mann leiksins í hverjum leik. Verðlaunaafhendingin hefur hinsvegar breyst talsvert á milli heimsmeistaramóta. Íslenska handboltalandsliðið spilar fimm leiki í riðlinum á HM í Þýskalandi og Danmörku og vonandi tekst einhverjum af strákunum okkar að ná því að vera maður leiksins í einhverjum þeirra. Danski íþróttavöruframleiðandinn Hummel er nú orðin styrktaraðili verðlaunanna fyrir besta mann leiksins á HM.hummel and the IHF replace the traditional ‘Player of the Match’ trophy and instead give the player a direct opportunity to pass on talent and passion for handball to the next generation by donating hummel handball equipment for less fortunate children.https://t.co/EY1G4gxsBapic.twitter.com/CeW3HXNzXr — IHF (@ihf_info) January 9, 2019Hingað til hefur maður leiksins fengið úr, styttu eða annan viðlíka eigulegan hlut til minningar um að hafa verið maður leiksins í leik á stórmóti. Það verður ekki nú. Hummel mun fara nýja leið. Maður leiksins fær vissulega áfram heiðurinn og lófaklapp strax eftir leik en hann fær engin venjuleg verðlaun samkvæmt frétt á heimasíðu Alþjóðahandknattleikssambandsins. Hummel mun þess í stað gefa íþróttabúnað í þeirra nafni til ungra handboltakrakka sem að öðrum kosti hafa ekki tækifæri til að eignast handboltaföt, handboltaskó eða bolta. Íþróttabúnaðurinn verður afhentur handboltakrökkunum á Partille Cup í sumar en það er stærsta unglingamót heims í handbolta. Þetta mun verða gert í samstarfi við „We Care” verkefnið. Hummel mun á endanum gefa 1152 krökkum handboltabúnað. Eftir leikinn mun maður leiksins fá Hummel bol og viðurkenningarskjal um að hann hafi verið besti maður vallarins í viðkomandi leik og að íþróttabúnaðurinn hafi verið gefinn í hans í nafni. Dr Hassan Moustafa, forseti IHF, vonast til að leikmennirnir taki þessi nýung með opnum örmum.Today is the day! The 2019 IHF World Men's Handball Championships are finally here! Good luck to everybody - but especially our amazing hummel ambassadors Check out our Handball Universe: https://t.co/VyroT9B82e#sharethegame#hummelsportpic.twitter.com/ShVnTZQ9tP — hummel (@hummel1923) January 10, 2019
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Sjá meira